Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvernig lítur Guð út?
Útlitið sem menn hugsa sér á guðum sínum er með ýmsu móti. Okkur er tamt að hugsa okkur Óðin, Þór og Freyju í mannsmynd og hið sama gildir til dæmis um grísk-rómversku guðina Seif (Júpíter), Afródíte (Venus) og félaga þeirra. Af þeim síðarnefndu eru til frægar höggmyndir sem sýna þetta glöggt. Þessar myndir eru ef...
Hvernig get ég búið til rafmagn heima hjá mér með einhverju sem er til á öllum heimilum?
Við höfum áður fjallað töluvert um rafmagn á Vísindavefnum, meðal annars í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvað er rafmagn? Þar segir meðal annars þetta:Orðið rafmagn er haft um hvers konar fyrirbæri sem tengjast rafhleðslum og hreyfingum þeirra. Rafhleðsla (e. electric charge) er einn af grundvall...
Getur maður fengið hlaupabólu tvisvar sinnum?
Hér er einnig svarað spurningunum:Fá allir krakkar hlaupabólu? Hvernig er hægt að koma í veg fyrir of mikinn kláða þegar fólk fær hlaupabólu? Það er ekki víst að allir krakkar fái hlaupabólu, en margir fá hana þar sem hlaupabóla er mjög smitandi sjúkdómur sem berst fyrst og fremst á milli barna. Hlaupabóla orsa...
Hvað eru rauntölur?
Við höfum áður fjallað nokkuð um tölur á Vísindavefnum og bendum lesendum á að kynna sér sérstaklega svör við spurningunum Hvað eru náttúrlegar tölur? og Hvað eru heilar og ræðar tölur? Allt frá tímum Forngrikkja þekktu menn að þó ræðu tölurnar dugi til flestra verka, þá eru einnig til aðrar tölur. Í kringum 50...
Hafa sjávarspendýr minni réttindi en spendýr sem lifa á landi?
Segja má að lengi vel hafi sjávarspendýr eins og selir búið við minni vernd en villt dýr á landi, og í þeim skilningi haft minni réttindi. Engin friðunarlög giltu um seli hér á landi þar til mjög nýlega en þá var svo komið að selastofnar við landið voru orðnir það litlir að við blasti að sel yrði nánast eða alveg ...
Rakarinn í Þorlákshöfn rakar alla sem raka sig ekki sjálfir. Rakar hann sjálfan sig?
Þessi margumtalaði rakari virðist víðförull mjög og er ýmist sagður búa í Sevilla, á Sikiley, nú, eða í Þorlákshöfn. Eins og útskýrt verður hér að neðan er reyndar óhugsandi að þessi maður sé til eða hafi nokkurn tíma verið til. Þverstæðan um rakarann er svona: Rakarinn í þorpinu rakar alla (og aðeins þá) þor...
Hvernig varð fyrsta konan eða maðurinn til?
Stutta, einfalda svarið er að það var aldrei til nein fyrsta kona eða fyrsti maður; slíkt er ekki hægt að skilgreina eða afmarka. Samkvæmt vísindum nútímans (þróunarkenningunni) hefur tegundin maður eða nútímamaður, Homo sapiens, orðið til við þróun á sama hátt og aðrar tegundir lífs á jörðinni. Hugsum okkur að...
Hvað getið þið sagt mér um myndun og mikilvægi mýlis?
Mýli er hvítt, fitukennt efni utan um suma langa taugaþræði, einkum taugasíma (e. axons), en þeir flytja taugaboð frá taugafrumum eða taugungum (e. neurons) til annarra frumna í líkamanum. Svokallaðar slíðurfrumur (e. Schwann cells) mynda einangrandi taugaslíður utan um taugaþræðina með því að vefja sig í mörg...
Hvað er ránlífi?
Til að við áttum okkur á gerðum fæðunáms lífvera á jörðinni er gott að skipta þeim í tvennt: Í fyrsta lagi eru frumbjarga lífverur, sem ýmist stunda efnatillífun eða ljóstillífun en hins vegar eru hinar ófrumbjarga lífverur; þeim flokki tilheyra meðal annarra þær lífverur sem stunda ránlífi. Ránlífi má skilg...
Þursabit og brjósklos, hver er munurinn á þessu tvennu?
Í stuttu máli er munurinn á þursabiti og brjósklosi sá að þursabit er almennt heiti á skyndilegum bakverk en brjósklos er fræðilegt heiti á orsök fyrir bakverk. Hryggurinn er burðarás líkamans, súla sem ber mannslíkamann uppi. Hann er gerður úr flóknu kerfi 26 samtengdra hryggjarliða úr beini, taugum, vöðvum, s...
Klukkan hvað byrjar tunglmyrkvinn sem mun eiga sér stað 21. desember 2010?
Á vetrarsólstöðum, þriðjudagsmorguninn 21. desember, á stysta degi ársins, verður almyrkvi á tungli. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá Íslandi þótt tunglið sé tiltölulega lágt á lofti á vesturhimni, rétt fyrir ofan stjörnumerkið Óríon, milli fótleggja Tvíburanna og horna Nautsins. Almyrkvinn hefst klukkan 07:4...
Af hverju eru farangursbox ofan á bílum kölluð tengdamömmubox?
Orðið tengdamömmubox er ekki gamalt í málinu. Sjá má á Tímarit.is að það kemur nær eingöngu fyrir í auglýsingum um sérstök box undir farangur, farangursbox, sem hægt er að festa á þak bifreiðar til þess að hafa rúm fyrir farangur sem ekki kemst fyrir í farangurshólfinu (skottinu) á bílnum. Elsta auglýsingin er frá...
Koma fram æxli í öllum tegundum krabbameins?
Áður en þessu er svarað beint er rétt að huga snöggvast að skilgreiningu á krabbameini. Öll krabbamein einkennast af afbrigðilegri frumufjölgun og því að frumurnar hegða sér ekki lengur rétt í samfélagi frumna. Er þá talað um að frumurnar séu illkynja. Þær ryðja sér braut inn í heilbrigðan vef og vaxa inn í bl...
Hvað eru hafstraumar?
Sterkir straumar eru í öllum heimshöfunum og þess vegna flyst stöðugt og um sömu slóðir mikið magn sjávar þúsundir kílómetra. Meginstraumarnir ná niður á nokkur hundruð metra dýpi og greinast oft í minni kvíslar. Flæði hafstrauma er táknað með einingunni Sverdrup og er 1 Sv = 1 milljón m3/s. Til samanburðar er ...
Hvers konar steinn er ametyst?
Ametyst er holufylling en holufyllingar verða smám saman til þegar efni úr heitu vatni sem leikur um bergið sest í holur, glufur og sprungur. Til þess að stórir kristallar myndist verður hiti lausnarinnar að haldast lengi við „rétt“ hitastig, það er rétt neðan við mettunarmörk hennar. Hægt er að flokka holufyll...