Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2016 svör fundust
Myndast höggbylgja ef kjarnorkusprengja springur úti í geimnum?
Ef kjarnorkusprengja springur í geimnum myndast ekki höggbylgja. Í geimnum er ekkert andrúmsloft og agnirnar sem losna við kjarnahvörfin í sprengingunni geta þess vegna ekki rekist á neitt. Ef kjarnorkusprengja springur í lofthjúpi, eins og er á jörðinni, myndast höggbylgja þegar agnir sem losna með gífurlegum...
Hvaða tvær stjörnur sjást í norðvestri þessa dagana um kl. 21.00?
Undanfarnar vikur hafa reikistjörnurnar Venus og Júpíter skinið skært á kvöldhimninum í vestri. Venus hefur smám saman verið að hækka á lofti á meðan Júpíter lækkar þegar hann nálgast sólina. Venus er næstbjartasta fyrirbæri stjörnuhiminsins og Júpíter þriðja bjartasta. Aðeins tunglið er bjartara. Venus er o...
Hver er munurinn á jarðfræði og jarðeðlisfræði?
Einfaldast er að segja, að munurinn liggi í aðferðinni við könnun jarðarinnar: jarðfræðin beitir aðferðum jarðfræðinnar en jarðeðlisfræðin aðferðum eðlisfræðinnar. Á skjaldarmerki (lógó) alþjóðasambands jarðfræðinga er ritað „mente et malleo“ - með huga og hamri. Við þetta einfalda vopnabúr, skynsemina og jarðfræ...
Ef klukkan er 12 um hádegi á Hawaii hvað er hún þá í Víetnam? (Hawaii: UTC-10, Víetnam: UTC+7)
Skammstöfunin UTC er notuð fyrir tímakvarða sem á ensku kallast Coordinated Universal Time. UTC er sami tími og miðtími Greenwich (GMT eða Greenwich mean time) en það er einmitt sá tími sem notaður er á Íslandi. Þegar gefinn er upp tími á ákveðnum stað á jörðinni með því að nota UTC eru notuð + eða – tákn til...
Hvernig er hægt að aldursgreina fisk?
Hægt er að beita nokkrum aðferðum við aldursgreiningu á fiskum. Þær sem mest eru notaðar, meðal annars hér á landi, eru greiningar á hörðum líkamshlutum fisksins svo sem kvörnum og hreistri. Kvarnir eru litlar steinagnir sem finnast í pokalaga líffærum eða skjóðum í innra eyra allra beinfiska (Osteichthyes). Ár...
Eru ekki miklar líkur á 3. heimstyrjöldinni ef flest stríð hafa verið vegna trúarbragða og meiri hluti heimsins er trúaður?
Spyrjandi gefur sér að flest stríð heimsins hafi verið vegna trúarbragða. Þetta er að líkindum ekki rétt. Trúarbrögð hafa alla tíð blandast með ýmsum hætti í stríðsátök en rætur stríðsátaka má oftast finna í ýmis konar hagsmunatogstreitu frekar en í ólíku viðhorfi til almættisins. Trúarbrögð eru hins vegar oft...
Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?
Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...
Hvers konar mælikvarði er kalíber í byssuhlaupum?
Orðið eða hugtakið kalíber sem slíkt er ekki mælikvarði á neitt en er gjarna notað um hlaupvídd skotvopna. Þannig getur kalíber skotvopns verið ákveðinn millimetrafjöldi eða tommubrot eftir því sem á við í hverju tilviki. Hlaup á byssu er einfaldlega rör úr stáli og er sá hluti byssunnar sem kúlan fer út um. Hl...
Hvað getið þið sagt mér um grjótkrabba?
Grjótkrabbi (Cancer irroratus) er norðuramerísk krabbategund með náttúrulega útbreiðslu frá S-Karólínu norður til Labrador. Hann er tiltölulega stór krabbategund sem getur orðið allt að 15 cm að skjaldarbreidd. Hann nýtir sér búsvæði frá fjöru og niður á allt að 750 metra dýpi. Fullorðnir einstaklingar hafa mjög v...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?
Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...
Hvernig komust refir til Íslands löngu fyrir landnám?
Íslenski melrakkinn (Vulpes lagopus) er af hánorrænni refategund sem útbreidd er á meginlöndum og eyjum allt umhverfis norðurheimskautið. Rannsóknir á erfðaefni benda til þess að íslenski stofninn hafi verið einangraður frá öðrum stofnum mjög lengi, jafnvel frá því eftir að ísöld lauk (Dalén, L. o.fl. 2005). He...
Af hverju er leir við hveri mismunandi á litinn?
Leir á háhitasvæðum er samsafn leirsteinda sem hafa myndast fyrir áhrif kvikugasa sem berast með heitu vatni og gufu neðan úr jarðskorpunni. Gosberg á yfirborði jarðar er samsafn af steindum (frumsteindum) sem auðveldlega ummyndast fyrir áhrif kvikugasanna og mynda síðsteindir (e. secondary minerals), þar á meðal ...
Hvernig eru loftbelgir, hvernig fljúga þeir, hvaða eldsneyti þurfa þeir og hve stórir eru þeir?
Við höfum gert grein fyrir ýmsum grundvallaratriðum loftbelgja í svari okkar við spurningunni Hvaða gas var notað í loftskip? Hyggilegt kann að vera að lesa það svar áður en lengra er haldið hér. Loftbelgir eru belgir með léttu gasi, nógu léttu til að belgurinn í heild, með umbúðum, farmi og farþegum, geti lyfs...
Hvaða líkur eru á að menn geti flust til annarra reikistjarna, og hvernig færum við þá að því?
Þetta er erfið spurning og umdeild eins og gengur því að vísindamenn eru ekki allir eins, frekar en annað fólk. Sumir eru eldhugar og bjartsýnismenn og halda að við getum flutt til Mars; það sé „ekkert mál“ eins og nú tíðkast að segja. Aðrir eru „jarð“bundnari og telja öll tormerki á að við getum komist til annarr...
Hvernig var Curiosity lent á Mars?
Könnunarjeppanum Curiosity var skotið á loft 26. nóvember 2011. Jeppinn á að rannsaka hvort aðstæður á Mars voru einhvern tímann, eða eru jafnvel í dag, heppilegar fyrir örverulíf. Jeppinn lenti í Gale-gígnum á Mars klukkan 05:17:57 að íslenskum tíma þann 6. ágúst 2012 og bárust fyrstu myndir fáeinum mínútum síðar...