Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3618 svör fundust
Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?
Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem e...
Hvað gerist þegar jöklar hopa?
Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á lágle...
Hverjar eru líkurnar á að fá Yatsý og að fá 5 sexur í Yatsý?
Í teningaspilinu Yatsý eru notaðir fimm teningar. Í hverri umferð fær keppandi þrjú köst og má eftir fyrsta og annað kast halda eftir þeim teningum sem hann vill. Það er kallað Yatsý ef keppandi hefur fengið sömu tölu á alla teningana eftir þrú köst. Hugsum okkur að við höldum alltaf eftir þeim teningum sem hæs...
Hvað er hreint gull mörg karöt?
Hreinleiki gulls er mældur í karötum og er eitt karat 1/24 eða um 4,1667 prósent. Hreint gull er því 24 karöt, en algengt er að skartgripir séu búnir til úr gulli sem er í kringum 14 karöt. Gullblanda sem inniheldur 16 hluta gulls og 8 hluta af öðrum málmi, til dæmis kopar, er 16 karöt. Þessi háttur á að mæ...
Hver er eðlismassi vatns?
Eðlismassi ferskvatns við 4 °C og einnar loftþyngdar þrýsting er 1,00 kg/l eða 1,00 g/ml. Þetta þýðir til dæmis að einn lítri af vatni við þessar aðstæður hefur massann 1 kg. Vatn þenst lítillega út þegar það er kælt úr 4 °C niður í frostmark. Rúmmálsbreytingin er um 0,15 af þúsundi og eðlismassinn minnkar sem ...
Hversu stór hluti Snæfellsness er þakinn gróðri? Hvers konar gróður vex þar helst?
Snæfellsnes, eða nánar tiltekið Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla, er að flatarmáli samtals 2.198 ferkílómetrar (km2). Af því eru 1674,5 km2 (76,2%) gróið land, 76 km2 (3,5%) eru þaktir vatni (að meðtöldum nokkrum innfjarðarósum), 15,5 km2 (0,7%) eru undir jökli, en 432 km2 (19,6%) er land sem er minna en hálfgróið,...
Gáta: Hvaða héraðsstjóri er að svíkja soldáninn?
Soldán nokkur í Mið-Austurlöndum situr í fjárhvelfingu sinni og horfir með velþóknun á tólf poka, sem hver og einn er fullur af stórum silfurpeningum. Sérhver pokanna er kominn frá einum héraðsstjóra sem skattur og hver poki er merktur með nafni héraðsstjórans. Hver silfurpeningur á, samkvæmt skipun soldánsins, að...
Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?
Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...
Hvað eru Bandaríkin stór að flatarmáli?
Bandaríki Norður-Ameríku eru þriðja stærsta land í heimi á eftir Rússlandi og Kanada. Flatarmál þess eru rúmlega 9.631.000 ferkílómetrar (km2) eða um 6,5% af þurrlendi jarðar. Til viðmiðunar eru Bandaríkin litlu minni en Evrópa, um það bil helmingur af stærð Suður Ameríku og um 90 sinnum stærri en Ísland. Alas...
Hvers vegna á að forðast að borða mat úr beygluðum niðursuðudósum?
Ekki er hættulegt að borða mat úr beygluðum dósum svo framarlega sem þær eru ennþá heilar. Ef gat er á dósinni á aftur á móti ekki að borða neitt sem kemur úr henni. Ástæðan fyrir því er sú að bakteríur hafa þá átt greiða leið að innihaldinu þar sem þær geta fjölgað sér og gert matinn óætan. Ekki er hættulegt ...
Er 1997 prímtala?
Kannski er fróðlegt fyrir lesendur að sjá hvernig hægt er að fara að til að komast að því hvort tiltekin tala er prímtala. Við byrjum á að hugsa okkur að talan sé skrifuð sem margfeldi tveggja náttúrlegra talna:1997 = n ∙ mþar sem n er náttúrleg tala stærri en einn og m þá sömuleiðis. Önnur af tölunum n ...
Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?
Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...
Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?
Svarið við þessari spurningu felst í eiginleikum kynlitninga katta. Líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kv...
Hvað eru til margar lofttegundir?
Hér verður einungis svarað hversu mörg frumefnanna séu lofttegundir, en lofttegundir eða gös úr tveimur eða fleiri frumefnum eru mun fleiri. Frumefni geta verið í þrenns konar ham:storkuham / fast form (e. solid)vökvaham (e. liquid)gasham (e. gas)Öll efni eru raunar í einhverjum þeim ham sem hér var talinn auk ...
Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jafnmörgum snúningum?
Svarið er nei: Ef dekkin snúast jafnmarga snúninga og renna ekki til á veginum, þá fer dekkið sem meira loft er í lengri leið. Ef dekkin eru hvort sínu megin á bíl sem ekur eftir beinum vegi, þá snýst dekkið sem minna loft er í fleiri umferðir. Vegalengdin sem dekkið fer í einum snúningi ræðst af virkum geisla ...