Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8492 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Eru til staðfest dæmi þess að geimverur séu til?

Svarið er nei. En vísindamenn gera eftir sem áður fyllilega ráð fyrir því að líf sé að finna utan jarðar. Galdurinn er bara að finna lífverurnar og sannfærast um tilvist þeirra. Af þeim stöðum sem við höfum þekkt til skamms tíma eru aðstæður á reikistjörnunni Mars einna líkastar þeim sem ríkja hér á jörðinni. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?

Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...

category-iconSálfræði

Hvers vegna verða sumir feimnir?

Þegar spurt er hvort fólk sé feimið eða ekki svarar að jafnaði mjög hátt hlutfall fólks því til að það sé feimið, eða allt að 40%. Almennt séð er vafasamt að líta svo á að dálítil feimni sé endilega óæskileg. Hún kann að endurspegla að við látum okkur miklu skipta hvernig við komum öðrum fyrir sjónir. Í feimni ...

category-iconSálfræði

Af hverju stríða strákar stelpum?

Tilgangur stríðni í mannlegum samskiptum er margþættur og þar er ekki allt sem sýnist. Sumir stríða sjálfum sér eða hópnum til skemmtunar, aðrir eru að reyna að brjóta samskiptamúrinn eða finna sér nýtt öryggi. Stríðni getur verið leið til að hefja sig í hópnum eða til að kynnast stelpunni af viðbrögðum hennar. St...

category-iconLögfræði

Mér var tjáð það að það að keyra bíl væru mannréttindi úr sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er þá hægt að taka ökuskírteini af mönnum?

Í 13. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna er kveðið á um ferðafrelsi og þar segir:Frjálsir skulu menn vera ferða sinna og dvalar innan landamæra hvers ríkis. Rétt skal mönnum vera að fara af landi burt, hvort sem er af sínu landi eða öðru, og eiga afturkvæmt til heimalands síns. Eins og sjá má er ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er genaklónun, hvernig fer hún fram og í hvaða tilgangi?

Með genaklónun eða einræktun gena er átt við það þegar gen eru einangruð, flutt inn í genaferjur og látin margfaldast með þeim í lifandi frumum. Genaferjurnar eru oftast nær annað hvort veirur eða litlar hringlaga DNA-sameindir, svonefnd plasmíð, sem fjölga sér óháð litningi hýsilfrumunnar. Fyrstu tilraunir með...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvar geta Reykvíkingar skoðað stjörnuhimininn?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvar er best að skoða himininn í nágrenni við Reykjavík og hvar er hægt að fá stjörnukort til að hafa við hendina þegar himinninn er skoðaður?Á seinustu árum hefur stjörnuhiminninn yfir Reykjavík smám saman glatast vegna vaxandi ljósmengunar. Þess vegna bregða stjörnuáhugame...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju þarf að drepa kindina ef hún fær riðuveiki, er ekki hægt að lækna hana?

Riðuveiki eða riða í sauðfé er smitandi sjúkdómur í heila og mænu, kvalafullur og langvinnur. Skemmdir sem verða í heilanum leiða til einkenna frá taugakerfi svo sem ótta, öryggisleysis og fælni. Oft sést og finnst hárfínn titringur eða skjálfti og tannagnístur heyrist nær alltaf í riðuveikum kindum. Fyrir kemur a...

category-iconFornleifafræði

Hvað eigum við að gera ef við finnum forngrip á víðavangi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fær maður pening ef maður finnur fornmun og lætur Fornleifastofnun vita af fundinum? Þeir sem finna forngripi á víðavangi eiga að hafa samband við Minjastofnun Íslands sem hefur yfirumsjón með verndun fornleifa- og byggingararfs á Íslandi. Stofnunin er með skrifstofu á...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Helga Gottfreðsdóttir rannsakað?

Helga Gottfreðsdóttir er prófessor í ljósmóðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og forstöðumaður fræðasviðs í ljósmóðurfræði við Kvenna- og barnasviðs á Landspítala. Helga er fyrsti prófessor í ljósmóðurfræði hér á landi. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum fengist við efni sem tengjast meðgönguvernd. ...

category-iconLögfræði

Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?

Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig fjölga köngulær sér og af hverju ráðast þær á hvor aðra þegar þær eru settar saman?

Æxlunarvistfræði köngulóa má gróflega skipta í þrjú skref: Karldýrið þarf að finna kvendýr. Karlinn þarf að geta átt mök við kvendýrið. Kvendýrið verpir eggjum og verndar þau fyrir afráni. Þar með er þó ekki allt upptalið því innan þessara skrefa eru ótal tilbrigði. Til dæmis er hegðunarmynstrið á fyrsta stig...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Werner Heisenberg og hvert var hans framlag til vísindanna?

Þýski eðlisfræðingurinn Werner Heisenberg (f. 5.12. 1901 í Würzburg, d. 1.2. 1976 í München) var einn af brautryðjendum skammtafræðinnar og meðal fremstu vísindamanna á sinni tíð. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í eðlisfræði árið 1932. Svonefnt óvissulögmál sem hann setti fram árið 1927 og við hann er kennt lýsir takm...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp fiðluna?

Fiðlan er strengjahljóðfæri sem hefur fjóra strengi, g, d', a' og e'', með fimmundartónbilum á milli, en það þýðir að tíðnihlutfallið milli samliggjandi strengja er 3:2. Á fiðluboganum eru hrosshár og þegar boganum er strokið yfir strengina titra þeir og mynda tóna. Fiðlan hefur hæsta tónsviðið meðal strengjahljóð...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvers vegna er fólk með Down-heilkenni stundum kallað mongólítar?

John Langdon Down var fyrstur til að lýsa Down-heilkenni en hann kallaði það mongólisma.Down-heilkenni er kennt við breska lækninn John Langdon Down (1828-1896) sem var fyrstur til að lýsa því í grein sem hann birti árið 1866. Þá reyndu fræðimenn oft að flokka fólk í kynþætti eftir ýmsum útlitseinkennum, en sú flo...

Fleiri niðurstöður