Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 4450 svör fundust

category-iconFornleifafræði

Hver fann Majorku?

Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er álft og svanur sami fuglinn?

Einfalda, stutta svarið er stutt og laggott: Já, oftast nær í íslensku. Latneska tegundarheitið á þessum hvíta og fallega fugli er Cygnus cygnus og er það nefnt til dæmis í Íslenskri orðabók, 3. útg., 2002. Mismunandi orð sem hafa sömu merkingu nefnast í málfræðinni samheiti (e. synonyms). Þótt eiginleg me...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Til hvers eru veiðihár á köttum og vaxa þau aftur ef þeir missa þau?

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvers vegna eru menn ekki með veiðihár eins og mörg önnur dýr? er fjallað um hlutverk veiðihára hjá dýrum. Hjá köttum gegna þau mikilvægu hlutverki við skynjun á umhverfinu, líkt og gildir um þreifara hjá skordýrum. Kettir hafa að meðaltali 12 hreyfanleg hár á hvorri hlið trý...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ráðast hákarlar á stökkla?

Það er þekkt að stökklar (Tursiops truncatus) verði fyrir árásum stórra hákarla. Helstu afræningjar stökkla eru hákarlar, háhyrningar og menn. Hákarlar ráðast gjarnan að stökklum þegar kvendýrin eru að fæða. Blóðið laðar hákarlana á staðinn. Samhjálp er mikil meðal stökkla og í hópnum eru nokkur kvendýr, eins ...

category-iconFélagsvísindi

Er til fólksfjöldapíramídi fyrir Kína?

Með fólksfjöldapíramída er átt við teikningu þar sem sýnd er aldurs- og kynskipting einhvers hóps, til dæmis þjóðar. Yfirleitt eru karlmenn hafðir vinstra megin og konur hægra megin á teikningunni og fyrir hvort kyn er súlum raðað þannig að neðst eru súlur fyrir þá yngstu og síðan koma súlur fyrir sífellt eldri. L...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvort hafa slöngur rosalega langan háls eða rosalega langan hala?

Eins og flestum er kunnugt um eru slöngur (Serpentes) fótalausar, langar og rennilegar. Í fljótu bragði getur þess vegna verið erfitt að greina háls þeirra frá brjóstholi og meltingarholið frá halanum. Þegar nánar er að gáð er þó hægur vandi að átta sig á skilunum, til dæmis ef menn vita hvar gotraufin er, en svo ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða "sneis" er í orðinu "sneisafullur"?

Orðið sneis þekkist þegar í fornu máli um trépinna eða mjóa grein. Í öðrum kafla Svarfdæla sögu segir til dæmis frá því er Þórólfur Þorgnýsson tók af sér sverð sitt og gaf Þorsteini bróður sínum. Sverðið þótti góður gripur. Þorsteinn tók við sverðinu lék það illa, rétti Þórólfi aftur og bað hann að láta sig hafa a...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna frjósa tölvur?

Tölva keyrir mörg notendaforrit í einu sem öll keppast um vélarafl hennar. Stýrikerfi tölvunnar stjórnar því hvaða notendaforrit fá aðgang að vélbúnaði hennar, svo sem innra minni, reikniafli, varanlegu minni og netbúnaði. Talað er um að tölva frjósi þegar hún hættir að geta svarað beiðnum og unnið úr þeim verk...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar á landinu eru flestir selir og hvar er hægt að komast nálægt þeim í þeirra náttúrulega umhverfi?

Tvær tegundir sela kæpa við Ísland, útselur (Halichoerus grypus) og landselur (Phoca vitulina). Sellátur finnast víða um land og er aðgengi að sellátrum landsels yfirleitt betra en útsels. Besti staðurinn til að sjá seli í nágrenni höfuðborgarsvæðisins er sennilega fjaran við Stokkseyri og Eyrarbakka en þar halda ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir "maður er manns gaman"?

Máltækið maður er manns gaman á rætur að rekja til 47. erindis Hávamála sem varðveitt eru í Konungsbók Eddukvæða. Máltækið skýrir sig að mestu sjálft ef allt erindið er lesið: Ungur var eg forðum, fór eg einn saman, þá varð eg villur vega, auðigur þóttumst er eg annan fann, maður er manns gaman. Nafnorðið ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju dragast seglar saman á einni hlið en ekki hinni?

Á hverjum segli eru tvö skaut, norðurskaut og suðurskaut. Norðurskautið er það skaut sem vísar á norðurpól jarðar ef seglinum er komið þannig fyrir að hann geti snúist. Samkynja skaut hrinda hvort öðru frá sér, norðurskaut hrindir norðurskauti á öðrum segli frá sér og suðurskaut ýtir suðurskauti frá sér. Norður...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru fuglaber eitruð?

Þegar spyrjandinn talar um fuglaber á hann væntanlega við ber reyniviðarins eða reyniber. Berin eru afar áberandi á haustinn þegar laufin taka að falla og þau laða að sér fjölda skógarþrasta (Turdus illiacus). Reyniberin eru lítið nýtt af okkur mannfólkinu, nema þá til skrauts. Þau hafa eitthvað verið soðin ni...

category-iconHugvísindi

Hver dó fyrstur vegna byssu?

Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Af hverju eru laufblöðin ekki blá og hvít?

Við þessari spurningu eigum við ágætt svar eftir Kesöru Anamthawat-Jónsson. Í svari við spurningunni Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar? kemur fram að blaðgræna í plöntum gleypir í sig rautt og blátt ljós og nýtir við ljóstillífun. Ennfremur segir í svarinu:Það sem plantan notar ekki eru...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju þurfum við að anda að okkur súrefni til að lifa?

Mikilvægum áfanga í sögu lífsins á jörðinni var náð þegar til urðu lífverur sem gátu hreyft sig af eigin rammleik og leitað þannig uppi fæðuna. Einnig gátu þær þá leitað sér skjóls og svo framvegis. En til þess að geta þetta þarf orku og þá orku fengu þessar lífverur með því að "brenna" efnum úr fæðunni eins og þa...

Fleiri niðurstöður