Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvað er samfélagsábyrgð?

Hugtökin „samfélagsábyrgð“ eða „samfélagsleg ábyrgð“ geta haft margvíslegar og ólíkar merkingar. Í sinni einföldustu mynd vísa þau til þess að manni ber að taka ákvarðanir sem snúast ekki einungis um eigin nærtækustu hagsmuni. Ein birtingarmynd þessa viðhorfs er að maður horfi til framtíðar í ákvarðanatöku og ígru...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að lækna fólk sem „paníkerar“? Hvað með fólk með áráttu eða þráhyggju?

Eru þeir sem „paníkera“ að missa vitið? Hvað um þá sem eru alltaf með einhverja vitleysu á heilanum, til dæmis að þeir þurfi sífellt að þvo sér um hendurnar? Er eitthvað hægt að aðstoða slíkt fólk? Felmtur „Paník“ er á íslensku yfirleitt kallað felmtur eða fát. Einkenni felmturskasts eru að fólk fær andnauð ...

category-iconStærðfræði

Hvaða ástæða er fyrir því að fallið e í veldinu (-x^2/2) er óheildanlegt fall?

Í raun er ekki rétt orðað hjá spyrjanda að $e$ í veldinu $\frac{-x^2}{2}$ eða $exp( \frac{-x^2}{2})$ sé óheildanlegt fall. Hins vegar er ekki hægt að skrifa stofnfall þess á endanlegu formi með margliðum, hornaföllum, veldisföllum eða blöndum af þeim. Upphaflega var spurningin:Nú er fallið e í veldinu (-x2)/2 ó...

category-iconHugvísindi

Hvað hét Hitler, nákvæmlega til tekið?

Adolf Hitler hét aldrei annað en Adolf Hitler. Hins vegar munaði minnstu að svo yrði ekki þar sem forfeður hans hringluðu með nöfn sín. Nafnið Hitler kemur fyrst fyrir á 15. öld. Það er ef til vill tékkneskt að uppruna (Hidlar eða Hidlarcek) og á þýsku hefur það verið stafsett á að minnsta kosti þrjá mismunandi v...

category-iconHeimspeki

Hvenær er núna?

Núna er auðvitað nákvæmlega á þessari stundu, það er að segja þegar þetta er skrifað ... eða kannski alveg eins þegar þetta er lesið. Núna er eitt af þeim orðum sem kölluð hafa verið ábendingarorð (e. indexicals) og eru þeim eiginleikum gædd að merking þeirra ræðst af því hver segir þau, hvar og hvenær. Me...

category-iconLögfræði

Hversu alvarlegt þarf ástand manns að vera til þess að hann sé sviptur sjálfræði?

Sjálfræði merkir í raun það að geta ráðstafað sínum málum sjálfur, öðrum en fjármálum sem falla undir fjárræði. Saman mynda sjálfræði og fjárræði það sem kallað er lögræði. Lögráða verða menn á Íslandi þegar þeir ná 18 ára aldri sbr. 1. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Menn geta orðið lögráða fyrir 18 ára aldur ef þe...

category-iconSálfræði

Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?

Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig ferðast ljósið?

Ljósið hegðar sér ýmist sem agnir eða bylgjur eftir aðstæðum. Þegar það birtist sem agnir ferðast það á afar einfaldan hátt eftir beinum línum. Þegar það kemur fram sem bylgjur er hegðun þess að flestu leyti hliðstæð öðrum bylgjum sem við þekkjum, svo sem bylgjum á vatni, bylgjum í streng, hljóðbylgjum í lofti eða...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju bráðna jöklarnir ekki hraðar?

Í örstuttu og einfölduðu máli þá bráðna jöklar ekki hraðar vegna þess að það er ekki hlýrra í veðri. Hins vegar finnst mörgum breytingarnar vera töluvert hraðar nú á tímum og spurning hversu eftirsóknarvert það væri að jöklar bráðnuðu enn hraðar. Þegar árferði er stöðugt, það er að segja svipað frá ári til árs...

category-iconJarðvísindi

Hvað er átt við með mettun stærðarkvarða í jarðskjálftafræðum og af hverju er óvissa um stærð stórra skjálfta fyrst eftir að þeir verða?

Hægt er að skilgreina stærð jarðskjálfta á ýmsa vegu og hafa margir stærðarkvarðar verið notaðir til að ákvarða hana. Til eru kvarðar sem nota útslagsstærð (ML) en það er hin upphaflega stærð jarðskjálfta samkvæmt skilgreiningu Richters, rúmbylgjustærð (mb), yfirborðsbylgjustærð (Ms), varandastærð (M$\tau$) og væg...

category-iconEfnafræði

Hvað er sp3-, sp2- og sp-svigrúmablöndun kolefnis?

Atóm hafa fjórar gerðir af svigrúmum: s, p, d og f. Hjá kolefni í grunnástandi finnast rafeindir einungis í tveimur þessara svigrúma, s og p. Gildisrafeindir kolefnis er að finna í 2s- og 2p-svigrúmum þess, 2p-svigrúmi má síðan skipta upp í 2px-, 2py- og 2pz-svigrúm þar sem táknin x, y og z tilgreina rúmfræðistöðu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig stendur á þoku eins og myndast í Vestmannaeyjum yfir alla eyjuna á sumarkvöldum?

Raki sem gufar upp úr sjónum kringum Vestmannaeyjar á sólardegi þéttist stundum aftur þegar kólnar á kvöldin. Þá getur myndast þoka. Sú staðreynd að þoka myndast ekki alltaf á kvöldin á sólardögum bendir þó til þess að fleira komi við sögu. Sumarþoka er algengust í Vestmannaeyjum á nóttunni og snemma morguns (k...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er einhver munur á tómum geisladiski og geisladiski sem er búið að brenna efni á?

Flestir skrifanlegir geisladiskar eru þannig að aðeins er hægt að skrifa þá einu sinni, svokallaðir CD-R diskar (e. CD-recordable discs). Það sem hér kemur á eftir á eingöngu við um þá diska. Tómir skrifanlegir geisladiskar hafa engin gögn. Spíralbrautin á disknum hefur því engar holur fyrir leysigeislann til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær kom tvínefni fyrst fram á Íslandi?

Ekki er fullljóst hversu gamall tvínefnasiðurinn er hér á landi. Í Hauksbók, sem rituð var í upphafi 14. aldar, er þessi stutta frásögn af nafnasiðum til forna: Það er fróðra manna sögn að það væri siður í fyrndinni að draga af nöfnum guðanna nöfn sona sinna svo sem af Þórs nafni Þórólf eður Þorstein eður Þorgr...

category-iconFélagsvísindi almennt

Voru konur fleiri en karlar árið 1944?

Ef átt er við Ísland þá voru konur aðeins fleiri en karlar árið 1944. Samkvæmt upplýsingum af vef Hagstofunnar voru Íslendingar alls 125.967 það ár. Af þeim voru konur um 50,5% en karlar 49,5% eða 100 konur á móti rétt rúmlega 98 körlum. Þannig hafði þetta verið um langan tíma, það er að segja konur voru ívið flei...

Fleiri niðurstöður