Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 408 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir í geimförum?

Í þeim skilningi að orðið búa merki varanleg búseta þá er svarið við spurningunni sú að enginn maður býr í geimnum. Það er því líklega betra að spyrja hversu margir dvelja í geimnum á hverjum tíma. Í dag er pláss fyrir þriggja manna áhöfn í alþjóðlegu geimstöðinni en gert er ráð fyrir að sex geti dvalið þar í...

category-iconLandafræði

Hver er yngsta þjóð í heimi?

Til þess að svara þessari spurning þarf fyrst að gera grein fyrir því hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar, eða hvaða skilning er valið að leggja í orðin. Hugtakið þjóð er til dæmis langt frá því að vera einfalt eins og Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur fjallar um í pistli á Pressan.is. Þar segir meðal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Veiða Íslendingar hákarla í útrýmingarhættu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég er með fyrirspurn frá erlendu ferðafyrirtæki. Það spyr hvort að Íslendingar veiði hákarla í útrýmingarhættu. Vitið þið hver staðan á veiðum hér við land er? Í svonefndum Washingtonsáttmála (CITES, Convention on International Trade in Endangered Species of Wild Fauna an...

category-iconEfnafræði

Get ég notað vetni sem brennsluefni á útigrillið mitt?

Própangas er algengasta brennsluefni fyrir útigrill í heiminum en metangas (jarðgas) er lítillega notað. Ekki er hægt að nota vetni á útigrill sem gerð eru fyrir própangas (Agagas, Gasol, Kosanga, Primus) eða metangas. Ástæðan er sú að í grillum og eldavélum eru brennarar sem eru hannaðir með tilliti til þess efni...

category-iconStærðfræði

Hvers vegna er stærðfræði námsefni?

Snemma á miðöldum varð til námsefni sem nefndist hinar sjö frjálsu listir. Þær voru tvenns konar. Annars vegar var þrívegurinn – trivium: Mælskulist, rökfræði og málfræði. Þessar greinar lögðu undirstöðu að tjáningunni, töluðu og ritaðu máli. Hins vegar var fjórvegurinn – quadrivium: Reikningur, flatarmálsfræði, s...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er íslenska notuð í geimnum?

Já, íslenska er notuð í geimnum! Ekki þó í þeim skilningi að þar tali menn almennt íslensku heldur eru til nokkrir staðir í sólkerfinu sem bera íslensk heiti. Frá árinu 1919 hefur það verið í verkahring nafnanefndar Alþjóðasambands stjarnfræðinga (e. International Astronomical Union) að nefna fyrirbæri á hnöttum s...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Sunna Símonardóttir stundað?

Sunna Símonardóttir er nýdoktor í félagsfræði og stundakennari í félagsfræði og kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar hafa beinst að kyn- og frjósemisréttindum kvenna, móðurhlutverkinu og foreldramenningu. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og birt greinar í alþjóðlegum ritrýndum fræðitímaritum á borð...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Magnús Árni Skjöld Magnússon stundað?

Magnús Árni Skjöld Magnússon er dósent við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Bifröst. Helstu rannsóknir hans snúa að stjórnmála- og efnahagslegum þáttum Evrópusamrunans, Evrópuvæðingu og stjórnsýslu sveitarfélaga og borga, en Magnús hefur einnig stundað rannsóknir á sviði þróunarhagfræði og fjármálamarkaða. ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Valur Ingimundarson stundað?

Valur Ingimundarson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans eru á sviði samtímasögu og tengjast einkum alþjóðastjórnmálum, utanríkismálum, öryggismálum, kalda stríðinu, samspili stjórnmála og laga, sögu og minni og fasisma og popúlisma. Hann hefur meðal annars fjallað um stjórnmálasamskipti B...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað geta hundar lifað lengi án matar og vatns?

Margar dýrategundir geta tekist á við svelti í skamman tíma án þess að bíða skaða af. Lífið er barátta og í lífi villtra dýra koma oft dagar þar sem enga fæðu er að fá. Rannsóknir á tíðni drápa hjá úlfum (Canis lupus) hafa sýnt að þeir fella bráð að jafnaði á þriggja daga fresti og þá belgja þeir sig út af kjö...

category-iconMenntunarfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ásta Bryndís Schram stundað?

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt (e. motivation), sjálfsmynd (e. identity), samsömun (e. identification), og samspil þessara þátta við k...

category-iconJarðvísindi

Hvernig varð Gjáin í Þjórsárdal til?

Gjáin nefnist sérkennilegt gljúfur í Þjórsárdal innanverðum, skammt frá Stöng, og fellur Rauðá í snotrum fossi niður í það. Heitir hann Gjárfoss. Þjórsá hefur sennilega myndað Gjána í öndverðu. Til skamms tíma hljóp hún þar oft fram í vatnavöxtum, en til að varna því var gerður stíflugarður yfir skarðið frá Sandaf...

category-iconVeðurfræði

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...

category-iconBókmenntir og listir

Ætti að nota hanska þegar gömlum handritum er flett?

Upprunalega spurningin var: Hvers vegna notar fólk ekki hanska þegar íslensk gömul handrit eru handfjötluð? Það sést aftur og aftur í sjónvarpi þegar fræðimenn, fréttamenn og aðrir fletta þessum dýrgripum með berum höndum og strjúka síður og skilja eftir óhreinindi og fitu. Starfsmenn safna hafa löngum nota...

category-iconHugvísindi

Hver var ástæðan fyrir kalda stríðinu? Var það nauðsynlegt eða hefði verið hægt að sleppa því?

Margar spurningar hafa borist Vísindavefnum um kalda stríðið og vígbúnaðarkapphlaupið sem því fylgdi. Hér er reynt að svara þeim Kristborgu Ágústsdóttur, Davíð Sigurðarsyni, Thelmu Hrönn Sigurdórsdóttur, Einari Hafliðasyni, Ernu Valdísi Jónsdóttur, Söndru Guðmundsdóttur, Berglindi Þorsteinsdóttur, Jarþrúði Hólmdís...

Fleiri niðurstöður