Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 709 svör fundust
Hversu langt er eitt ljósár? Hversu hratt þyrfti maður að ferðast til að ná þangað á einu ári?
Ljósár er vegalengdin sem ljós ferðast á einu ári í tómarúmi. Því þarf maður að ferðast á ljóshraða til að 'ná þangað á einu ári' en eins og útskýrt er í þessu svari Þorsteins Vilhjálmssonar er það ekki hægt. Einingin ljósár er mikið notuð í stjarnvísindum þar sem einingar á borð við metra og kílómetra hrökkva ...
Ef p og q eru frumtölur og r = pq, eru þá p og q einu tölurnar sem ganga upp í r (fyrir utan 1 og r)?
Svarið er já. Ef náttúrleg tala r er þáttuð (skrifuð sem margfeldi) og vitað er að tiltekin frumtala s gengur upp í henni, þá gildir almennt að s gengur upp í einhverjum þættinum. Ef frumtalan s gengur upp í r í þessu dæmi vitum við samkvæmt þessu að hún gengur annaðhvort upp í p eða q. Þar sem þær eru báðar frumt...
Hvað er fracking og hvaða áhrif getur það haft?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað er fracking? Hvaða áhrif hefur það á berg og jarðlög? Getur þetta haft slæmar afleiðingar? Fracking er stytting á "hydraulic fracturing" sem er aðferð sem beitt hefur verið í orkuiðnaðinum um margra áratuga skeið til að örva vökvarennsli inn í borholur, stundu...
Eru endurvinnslustöðvar fyrir pappír umhverfismengandi?
Endurvinnslustöðvar fyrir pappír eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Í hinum vestræna heimi eru í gildi strangar reglur sem kveða á um meðhöndlun mengandi efna og ber pappírsframleiðendum, eins og öðrum, að fara þeim. Hér á landi er enginn pappírsiðnaður og því sendir til dæmis SORPA dagblöð, tímarit og sk...
Hvað þýðir sögnin að kalóna? Er hún íslensk eða er til annað íslenskt orð um þetta?
Sögnin að kalóna, sem einnig er til í myndinni kalúna, er notuð um að hita vambir sláturdýra í sjóðandi vatni til þess að losa slímhúð innan úr þeim. Hún hefur líklegast orðið til við dönsk áhrif en í dönsku er nafnorðið kallun notað um 'vinstur jórturdýra'. Danska orðið á rætur að rekja til miðaldalatínu calduna ...
Hvernig rækja lifir hér við land og hvert er atferli hennar?
Sú rækjutegund sem lifir hér við land kallast nú til dags aðeins rækja en til er eldra heitið stóri kampalampi (lat. Pandalus borealis). Rækjan er dæmigerð kaldsjávartegund og ein af þeim rúmlega 50 tegundum sem tilheyra ættinni Pandalidea. Pandalus borealis er langmest veidda kaldsjávarrækjutegund í heimi. Teg...
Hvernig er hringrás blóðsins?
Í grófum dráttum er hringrás blóðs eins og hér er lýst. Hefjum ferðina í hægri gátt hjartans, sem er efra hólf þess í hægri helmingnum. Inn í hægri gáttina kemur blóð frá öllum vefjum líkamans um tvær stórar bláæðar sem heita efri og neðri holæð. Bláæðar eru æðar sem flytja blóð til hjartans. Í holæðunum er blóði...
Hvers vegna er dáleiðsla ekki notuð í dómsal?
Saga dáleiðslu hófst á 18. öld með læknisfræðitilraunum Austurríkismannsins Franz Antons Mesmers (1734-1815) og eftir nafni hans er orðið 'mesmerize' dregið, en það þýðir 'að dáleiða'. Upphaflega reyndi Mesmer að lækna ýmiss konar sjúkdóma með því að leggja segla við þau svæði líkamans þar sem fólk kenndi sér einh...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Hvað er eind?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er eind? Og hver er þá munurinn á t.d nifteind, róteind, frumeind? Þá aðeins "eind"? Hugtökin ögn og eind eru notuð yfir enska orðið particle. Í daglegur tali er orðið ögn notað um eitthvað smátt fyrirbæri eða örlítið magn af einhverju. Við tölum til dæmis um að eitthvað ...
Hvernig er hægt að láta jöfnuna 5 + 5 + 5 = 550 standast með því að bæta við einu striki?
Hægt er að láta útreikningana 5 + 5 + 5 = 550 standast á að minnsta kosti tvennan hátt með því að bæta við einu striki. Í fyrsta lagi má setja strik þvert á "jafnt og" merkið til að fá út "ekki jafn og" merkið og þá stendur 5 + 5 + 5 er ekki jafnt og 550 sem er alveg rétt. Skemmtilegri aðferð er þó sú ...
Til hvers voru sálskurðlækningar eins og lóbótómía notaðar?
Upphaflega voru spurningarnar þessar: Hvað er lóbótómía? (Ingibjörg) Hvað var lóbótómía, til hvers var hún notuð og virkaði sú aðferð? (Þórhildur) Lóbótómía (e. lobotomy), sem nefnist á góðri íslensku hvítuskurður eða geiraskurður, er skurðaðgerð þar sem hluti heilans er annað hvort skemmdur eða fjarlægður....
Hvað hefur vísindamaðurinn Birgir Hrafnkelsson rannsakað?
Birgir Hrafnkelsson er prófessor í tölfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Birgis snúa að þróun tölfræðilíkana fyrir veðurfræði, vatnafræði, jarðskjálftaverkfræði og jöklafræði. Líkönin byggja á Bayesískri tölfræði og mörg þeirra taka tillit til landfræðilegrar staðsetningar mælinganna. Hluti af ...
Hvernig er súrmatur búinn til og hvernig eykur súrsun geymsluþol matvæla?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær byrjuðu menn að súrsa mat? Hvað gerist við súrsun á mat? Hvað er það efnafræðilega séð við súrsun sem verkar sem rotvörn í matvælum? Að súrsa matvæli með sýrðri mysu, er ævagömul aðferð til að auka geymsluþol matvæla. Alþekkt er að grænmeti sé sýrt í ediksýru, en hér á...
Er í raun eitthvað til sem heitir staðreyndir?
Heimurinn er settur saman úr staðreyndum sagði frægur heimspekingur einu sinni og hélt að málið væri leyst. En spurningarnar sem vöknuðu voru fleiri en þær sem svarað var. Hvernig birtast þessar staðreyndir, hvert er samband okkar við þær? Er hægt að halda því fram með fullu viti að ekkert sé til nema staðreyndir?...