Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 707 svör fundust

category-iconÞjóðfræði

Hvers vegna eru árin í Kína látin heita eftir dýrum?

Til forna höfðu Kínverjar tunglmiðað tímatal sem byggði á 60 eininga hringrás. Slíkt dagatal er ævagamalt, eða allt frá þeim tíma sem kenndur er við Shang-ríkið frá um 1600 til 1040 f.Kr. Nú er ár galtarins samkvæmt kínversku tímatali (þegar þetta er skrifað í maí 2007). Ekki er með fullu ljóst hvernig daga...

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconStærðfræði

Hvað er lögmál Benfords og hvernig er hægt að nota það?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég rakst á nokkuð skemmtilegt lögmáli í dag sem heitir „Benford's law“ eða lögmál Benfords. Getið þið útskýrt fyrir mig hvað lögmálið gengur út á og hvernig það er notað í vísindaheiminum? Lögmál Benfords er kennt við bandaríska rafmagnsverkfræðinginn og eðlisfræðin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr valda mestum mannskaða með beinum árásum, ef frá eru talin skordýr?

Húsdýr, svo sem hundar, hestar, nautgripir og fleira, eru sennilega sá hópur dýra sem veldur mestu manntjóni á heimsvísu. Ef við horfum hins vegar eingöngu á villt hryggdýr eru óneitanlega nokkrir hópar sem koma upp í hugann sem reynst hafa manninum skeinuhættir. Hér verður fjallað um nokkra þeirra. Stórkettir ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvort er betra að teygja strax eftir æfingu eða bíða í 1-2 tíma?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er betra að teygja einum eða tveimur tímum eftir æfingu? Hversu lengi er rétt að bíða með teygjur eftir þjálfun? Áður fyrr var alltaf sagt að best væri að teygja strax eftir æfingu en nú hef ég lesið að betra sé að bíða og leyfa vöðvum að jafna sig? Er þetta rétt? T...

category-iconStærðfræði

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er sagt að eitthvað kosti kúk og kanil? Hvaðan kemur orðasambandið og hvað merkir það?

Orðasambandið að eitthvað kosti kúk og kanil virðist ekki gamalt í málinu. Það hefur ekki komist inn í orðabækur eða orðtakasöfn en virðist mjög algengt á Netinu. Ekki er það heldur að finna í Slangurorðabókinni á Netinu. Merkingin er ‛lítið sem ekki neitt’. Ef eitthvað kostar kúk og kanil er það hræódýrt. A...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða kór er í orðinu kórréttur og hver er uppruni orðsins?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hefði gaman af því að heyra um uppruna orðsins kórréttur, að vera kórréttur. Orðið kórréttur ‘alveg réttur, fullkomlega réttur’ er ekki mjög gamalt í málinu. Elsta heimild sem fram kemur við leit á timarit.is er úr Morgunblaðinu frá 1960 og sú næsta þar á eftir úr Vísi 1963...

category-iconStærðfræði

Hvaðan koma íslensk heiti yfir keilusnið, eins og breiðbogi og fleygbogi?

Stutta svarið við spurningunni er að íslensk heiti yfir keilusnið koma úr þýðingu Jónasar Hallgrímssonar á stjörnufræðibók eftir danska stjörnu- og stærðfræðinginn Georg Frederik Ursin (1797-1849). Lengra svar Ferlar eins og hringur, sporbaugur, fleygbogi og breiðbogi, hafa verið viðföng stærðfræðinga frá fo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?

Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru vítamín og til hvers þurfum við þau?

Vítamín eru lífræn efni sem líkaminn þarfnast í litlum mæli til þess að tryggja líf, heilbrigði, vöxt og fjölgun. Hvert vítamín gegnir sérhæfðu hlutverki en meginhlutverk þeirra er að taka þátt í stjórnun efnaskipta líkamans. Vítamínin fáum við aðallega úr fæðunni. Ef eitthvert þessara efna skortir í fæðuna getur...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru apalhraun og hversu stór verða þau?

Apalhraun (e. a'a lava) eru algengt form basalthrauna, en þau eru einkennistegund ísúrra hrauna með kísilinnihald (SiO2) á bilinu 52-58%.[1] Venjulega eru apalhraun minni um sig en hellu- eða klumpahraun. Flatarmál þeirra er oft á bilinu 10-50 ferkílómetrar, lengd frá 5-30 kílómetrar og dæmigerð þykkt frá 4-20 met...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Fyrst hiti stafar af hreyfingu efniseinda og ljóshraðinn setur henni mörk, er þá ekki hægt að reikna út hæsta hitastigið?

Svarið er nei, vegna þess að hreyfiorka efniseindanna vex upp úr öllu valdi þegar hraði þeirra stefnir á ljóshraðann. Samkvæmt hefðbundinni eðlisfræði eru hraða eða ferð hlutanna engin takmörk sett. Hreyfiorka vex í hlutfalli við ferðina í öðru veldi og fer því upp úr öllu valdi þegar ferðin "stefnir á óendanle...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju fær maður kökk í hálsinn þegar maður grætur?

Gráti fylgir oft tilfinningalegu uppnámi eins og sorg, reiði, hræðslu eða sársauka. Þessar og reyndar fleiri tilfinningar koma af stað ferli í líkama okkar sem kallast "flótta- eða árásarviðbragð" (fight or flight response). Þá verða ýmsar breytingar á starfsemi líkamans sem allar miða að því að koma honum í viðbr...

category-iconAnswers in English

Are portmanteau words frequent in Icelandic?

Portmanteau words are quite rare in Icelandic, and that kind of word formation is not a part of the regular way of making new words for the Icelandic vocabulary. I have asked quite many people, e.g. the lexicographers at the lexicographical department of the Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies and some ...

Fleiri niðurstöður