Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 539 svör fundust
Af hverju verður blanda af maíssterkju og vatni að föstu efni við högg?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað veldur því að blanda af maíssterkju og vatni verður fast efni við högg og hvers vegna dansar hún á hátalara við lága tíðni? Maíssterkja blönduð með vatni er dæmi um svokallaðan ó-Newtonskan (e. non-Newtonian) vökva. Slíkur vökvi á það til að breyta þykkt (seigj...
Hver voru algeng nöfn víkinga?
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...
Hvað er páfagaukaveiki og er hún enn til?
Svonefnd páfagaukaveiki (Psittacosis/avian chlamydiosis) er svo sannarlega til. Páfagaukaveiki er sjúkdómur sem orsakast af sýklinum Chlamydophila psittaci. Sýkillinn getur borist í fólk úr fuglum og veldur þá lungnabólgu. Sennilega er páfagaukaveiki algengust hjá þeim sem vinna innan um dýr, svo sem hjá dýralæ...
Af hverju talar maður eins og teiknimyndapersóna ef maður andar að sér helíngasi úr blöðru?
Ástæðan fyrir því að röddin breytist þegar maður andar að sér helíngasi er sú að það er miklu léttara en andrúmsloftið og hljóðbylgjurnar fara mikið hraðar í gegnum það. Þegar bylgjuhraðinn eykst vex einnig tíðnin og röddin verður skrækari. Um þetta er fjallað nánar í svari við spurningunni Hvers vegna breytist rö...
Hvaða sníkjudýr er þetta sem finnst í síldinni núna?
Sníkjudýrið Ichthyophonus hoferi er svipudýr (Choanoflagellata) í fiskum. Alls hefur þetta sníkjudýr fundist í meira en 70 fisktegundum, aðallega kaldsjávartegundum. Ichthyophonus hoferi hefur meðal annars fundist í laxi, síld og ýmsum tegundum flatfiska. Sníkillinn hefur valdið talsverðum skaða í lax- og silungse...
Hvað er átt við með orðinu skammtafræði?
Orðið skammtafræði er þýðing á erlendu orði sem notað er í eðlisfræði. Á ensku kallast skammtafræði 'quantum theory', 'quantum physics' eða 'quantum mechanics'. Sambærilegt heiti í frönsku er 'mécanique quantique' og á þýsku eru notuð orðin 'Quantenmechanik', 'Quantentheorie' eða 'Quantenphysik'. Í svari við sp...
Hvað er holdsveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...
Eru óveður algeng um páska (páskahret)?
Hret eru algeng síðla vetrar og á vorin, en þau lenda ekkert frekar á páskum en öðrum dögum á tímabilinu. Ekkert samband hefur fundist milli illviðra og tunglstöðu. Þar sem páskar falla á mismunandi tíma á ári hverju er hægt að tengja veðuratburði á nokkuð löngum tíma við þá. Af umræðu síðustu 40 til 50 ára er...
Hjá hvoru kyninu er geðveila meira ríkjandi?
Með „geðveilu“ er líklega átt við geðröskun eins og geðsjúkdómar eru nú yfirleitt nefndir. Í heild er ekki neinn munur á algengi eða tíðni geðraskana eftir kyni. Þunglyndis- og kvíðaraskanir eru þó tíðari meðal kvenna en á móti kemur að geðraskanir vegna áfengisnotkunar eru algengari meðal karla. Á pers...
Er breska afbrigðið af veirunni sem veldur COVID-19 hættulegt?
Öll spurningin var: Hvað er vitað um breska afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og er það hættulegt?[1] Þann 14. desember 2020 lýsti Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Bretlands, því yfir að nýtt afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 hefði fundist og að gögn bendi til þess að það smitist mun hraðar en eldri...
Hvað eru kronotropismi, inotropismi og dromotropismi í starfsemi hjartans?
Hjartað í okkur hefur innbyggðan gangráð sem myndar rafboð um það bil 100 sinnum á mínútu. Það gerir hjartanu mögulegt að starfa án utanaðkomandi áhrifa frá taugum eða hormónum. Þetta sést best ef hjarta er flutt úr einum einstaklingi í annan en þá þarf það að starfa án tengsla við taugakerfið þar sem enn er ekki ...
Hvað framkallar fíkn hjá fólki í eiturlyf eða áfengi?
Ágæt skilgreining á fíkn er eftirfarandi:Ákveðin hegðun, til dæmis að drekka áfengi, verður einstaklingnum miklu mikilvægari en áður og mikilvægari en önnur hegðun sem áður skipti máli. Hegðun er haldið áfram þrátt fyrir að hún valdi einstaklingnum skaða. Það er ekki vitað fyrir víst af hverju sumir verða “fíklar...
Er hægt að vera með skófíkn?
Hugtakið fíkn (e. addiction) er notað í lýðheilsu- og geðlæknisfræðum yfir áráttuhegðun sem fólk hefur ekki vald yfir. Í þeim skilningi er hæpið að tala um skófíkn sem oftast vísar ekki til alvarlegra ástands en þess að hafa gaman af tísku og fallegum fötum. Hins vegar leika skór stórt hlutverk í neyslumenningu s...
Hvernig virka farsímar?
Farsímar eru í raun bara flókin útvarpstæki, nema hvað að þeir taka ekki bara á móti rafsegulbylgjum, eins og útvörp, heldur geta líka sent þær frá sér. Í dag eru allir farsímar stafrænir, það er þeir taka við og senda frá sér stafrænar upplýsingar, það er 0 eða 1 í löngum bunum, hvort sem það er stafrænt kóðað ra...
Hvers konar frumefni er xenon og af hverju heitir það þessu nafni?
Xenon hefur sætistöluna 54 í lotukerfinu og er eðallofttegund. Það var uppgötvað af bresku efnafræðingunum Sir William Ramsay (1852-1916) og Morris Travers (1872-1961). Ramsay átt þátt í uppgötvun eðallofttegundarinnar argons árið 1894, ásamt eðlisfræðingnum William Rayleigh. Ramsay sýndi síðan fram á að staðsetni...