Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 237 svör fundust

category-iconEfnafræði

Af hverju er loftið ósnertanlegt?

Það er ekki rétt að andrúmsloftið sé ósnertanleg en við fyrstu sýn virðist svo vera. Hugsanlega villir það okkur sýn að loftið er gegnsætt. Ástæðan fyrir því er sú að sameindir og frumeindir loftsins gleypa ekki í sig sýnilegt ljós. Við um einnar loftþyngdar þrýsting (1 atm), sem ríkir vanalega við sjávarmál ja...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða ávöxtur óx á skilningstrénu?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona: Hvaðan kemur þessi rótgróna hugmynd um að ávöxtur skilningstrésins hafi verið epli? Það er ekki með nokkru móti hægt að vita hvers lags ávöxtur óx á skilningstré góðs og ills vegna þess að hinn hebreski frumtexti Biblíunnar í 1. Mósebók 3.6 talar aðeins um „áv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir hlébarði?

Hlébarði eða pardusdýr (Panthera pardus) tilheyrir sömu ættkvísl og aðrar stórvaxnar kattategundir. Þar má nefna jagúarinn (Panthera onca), ljónið (Panthera leo) og tígrisdýrið (Panthera tigris). Engin tegund stórra kattardýra er jafn útbreidd og hlébarðinn; þeir finnast um alla Afríku, á Arabíuskaganum, í Íran,...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig stendur á því að við brennum okkur á 80-100°C heitu vatni en getum setið í jafnheitu gufubaði án þess að brenna okkur?

Þetta er góð spurning og svarið snertir mörg af undirstöðuatriðum varmafræðinnar. Hiti hlutar eða hitastig (e. temperature) segir fyrst og fremst fyrir um stefnu varmaflutnings (e. heat transport) til annarra hluta í kring. Þegar hiti hlutarins A er hærri en hlutarins B segjum við að A sé heitari en B og þá fl...

category-iconÞjóðfræði

Eru til einhverjar þjóðsögur um tígrisdýr?

Upprunalega var einnig spurt um hvenær ár tígrisdýrsins var seinast og hve mörg dýr eru í kínverska almanakinu. Þeim spurningum er svarað í lok þessa svars. Asíubúar eiga aragrúa þjóðsagna um tígrisdýr. All frá Indlandi og austur til Ussuri í Rússlandi, þar sem hið svokallaða síberíska tígrisdýr lifir, finnast ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað gerist ef öll tígrisdýr (allar tegundir) deyja út?

Líklega yrði ekki neitt vistfræðilegt hrun þótt tígrisdýr hyrfu þar sem þau lifa á tiltölulega afmörkuðum og litlum svæðum. Ef tígrisdýr yrðu útdauð færu áhrifin væntanlega eftir aðstæðum á þeim svæðum þar sem þau lifa nú. Þar sem tígrisdýrum hefur fækkað hefur öðrum stórvöxnum afræningjum fjölgað og háttarla...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verður efni til?

Stutta svarið er að við vitum ekki allt um það hvernig efni getur orðið til, en við vitum þó að það getur orðið til úr orku og getur líka breyst í orku. Í daglegu lífi er efnið eða massinn þó varðveitt; þar verður nýtt efni bara til úr öðru efni. En þetta er afar eðlileg spurning sem menn hafa lengi velt fyrir ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig eyðist Amasonskógurinn og hversu mikið af honum hverfur daglega og á einu ári?

Það var ekki fyrr en upp úr 1970 að regnskógareyðing fór að verða vandamál í Amasonregnskóginum og þá sérstaklega eftir að 5300 km löng hraðbraut (e. Trans Amazonian Highway) var lögð þvert í gegnum skóginn í Brasilíu árið 1972. Með hraðbrautinni jókst aðgangur manna að skóginum og hraði skógareyðingar margfaldaði...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er steppa?

Þurrlendi jarðar er skipt í svæði eftir því hvaða gróður er þar mest áberandi. Svæðin kallast gróðurbelti. Steppa sem einnig kallast gresja er eitt af gróðurbeltum jarðar. Gresjur eru mjög stór, tiltölulega flatlend svæði, slétta, þar sem gras er ríkjandi gróður en nær engin tré. Í Rússlandi og ríkjum Mið-Asíu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Fjölga grenitré sér með sjálfsáningu á Íslandi?

Fjórar grenitegundir hafa verið gróðursettar í umtalsverðu magni á Íslandi: Sitkagreni (Picea sitchensis), rauðgreni (Picea abies), blágreni (Picea engelmannii) og hvítgreni (Picea glauca). Auk þeirra hefur allmikið verið gróðursett af blendingi sitkagrenis og hvítgrenis, svokölluðum sitkabastarði (Picea x lutzii)...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig stóð á því að það rigndi fiskum í sumum löndum nú um áramótin og af hverju dóu allir þessir fuglar í Arkansas og víðar?

Við höfum áður svarað þeirri spurningu hvort það geti rignt fiskum. Svarið við þeirri spurningu er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í svari við spurningunni Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum? segir þetta:Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og br...

category-iconVísindi almennt

Við erum í bekk 52 í Hólabrekkuskóla og langar til að vita hvað elsti maður í heimi sé gamall?

Sæl, nemendur í Hólabrekkuskóla. Langlífi hefur löngum heillað mannfólkið og þá einkum ástæður þess. Hægt er að lesa meira um það í svarinu Hvers vegna geta sumir reykt tóbak í 70-80 ár án þess að það hafi sýnileg áhrif til heilsubrests á þá? Þegar þetta er skrifað er bandaríska konan Besse Cooper elsta nú...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Ása L. Aradóttir rannsakað?

Ása L. Aradóttir er prófessor við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa flestar að landgræðslu og þá einkum leiðum til að endurheimta hnignandi og skemmd vistkerfi. Á síðari árum hefur hún einnig beint sjónum sínum að náttúru og líffræðilegri fjölbreytni í þéttbýli. End...

category-iconVeðurfræði

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um afríska fílinn?

Afríski fíllinn skiptist í tvær tegundir, afríska gresjufílinn (Loxodonta africana og afríska skógarfílinn (Loxodonta cyclotis). Þessar tegundir eru þó mjög líkar og voru til skamms tíma taldar sem ein tegund. Eftirfarandi svar fjallar því um einkenni ættkvíslarinnar en gerir ekki greinarmun á tegundunum. Nánar má...

Fleiri niðurstöður