Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2312 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið skápur í örnefninu Skápadalur?

Skápadalur er jörð innst í Patreksfirði í gamla Rauðasandshreppi, Vestur-Barðastrandarsýslu. Í örnefnaskrá fyrir jörðina sem Jónína Hafsteinsdóttir tók saman árið 1978 kemur fram að í eldri skrá eftir Ara Gíslason sé sagt „að nafn jarðarinnar sé á reiki, sé stundum Skyttudalur eða Skytjudalur. Ólafía Ólafsdóttir s...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál?

Hér er þessum spurningum svarað: Eru táknmál eins uppbyggð og önnur mál? Eru fallbeygingar í táknmáli? Samkvæmt vefsíðunni Ethnologue sem hefur að geyma skrá yfir tungumál heimsins eru til 142 táknmál[1] en líklegt má telja að þau séu töluvert fleiri. Rannsóknir á táknmálum hófust ekki fyrr en eftir miðja ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Eru algengustu orð í íslensku til á táknmáli?

Eins og fram kemur í svari á Vísindavefnum við spurningunni Hvert er algengasta orðið í íslenskri tungu? þá gefur Íslensk orðtíðnibók (1991) þær upplýsingar að eftirfarandi orð séu þau tíu algengustu í íslensku: og vera að í á það hann ég sem hafa Í spurningunni sem hér er leitast við að svara e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til mörg kyn í náttúrunni?

Stutta svarið við spurninginni er að það er afar breytilegt. Sumar tegundir fjölga sé kynlaust og hjá öðrum tegundum þekkist að kynin séu rúmlegu tuttugu þúsund. Algengast er þó meðal meðal heilkjörnunga að kynin séu tvö. Lengra svar Þótt margt sé á huldu um fyrstu lífverur á jörðinni, er sennilegast að þær ...

category-iconSálfræði

Hvaða áhrif getur kynferðislegt ofbeldi í æsku haft á kynheilbrigði karla?

Kynferðislegt ofbeldi í æsku getur verið mjög alvarlegt sálrænt áfall sem getur haft víðtækar afleiðingar fyrir heilsu almennt og kynheilbrigði. Við sálrænt áfall bregst líkaminn ýmist við með því að berjast eða flýja (e. flight-or-fight response). Þegar líkaminn getur hvorki flúið né barist, þá „frýs“ hann og g...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til mörg afbrigði af bleikju í íslensku ferskvatni?

Bleikja (Salvelinus alpinus) er ferskvatnsfiskur sem finnst í stöðuvötnum, ám og lækjum á norðurslóðum. Margir vita að bleikja er góður matfiskur, en færri vita hins vegar um þann mikla fjölbreytileika sem finnst meðal bleikju hér á landi. Á Íslandi finnst bleikjan bæði sem sjóbleikja (e. anadromous charr) og l...

category-iconStærðfræði

Hver var Carl Friedrich Gauss og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Rétt eins og hefð er orðin að segja að Bach, Mozart og Beethoven séu mestu tónskáld sögunnar, án þess að samkomulag sé um hver eigi fjórða sætið, er löngu orðið til siðs að nefna Arkimedes, Newton og Gauss sem þrjá mestu stærðfræðinga allra tíma. Gauss var þegar í lifanda lífi kallaður princeps mathematicorum, sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær og hvers vegna breyttist „ek em“ í „ég er“?

Í þessu felast eiginlega tvær spurningar, annars vegar breytingin frá ek í ég og hins vegar breytingin úr em í er. Breytingin frá ek í ég Eintölubeyging 1. persónu fornafnsins í forníslensku og nútímaíslensku er sýnd í Töflu 1. eintala físl. nísl. ...

category-iconHugvísindi

Hvað táknar rauði liturinn í íslenska fánanum?

Rauði liturinn á að tákna eld, blái liturinn hafið og himininn og hvíti liturinn jökla. Rautt og hvítt táknar þannig eld og ís. Rauði liturinn var settur í íslenska fánann að beiðni danskra stjórnvalda en Íslendingar höfðu fyrst valið sér bláhvítan fána. Meginröksemd Dana var sú að bláhvíti fáninn væri allt of ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins felmtur eins og í "felmtri sleginn"?

Orðið felmtur kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni ‘ótti’. Það er með stofnlægu r-i, sem merkir að r helst í gegnum alla beyginguna (þf. felmtur, þgf. felmtri, ef. felmturs), til dæmis að vera felmtri sleginn, eða að ‘verða mjög hræddur’. Nafnorðið er leitt af sögninni felmta, ‘óttast, verða hræddur’, ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað á afríkufíll mörg afkvæmi í einu, getur hann eignast tvíbura?

Það er almenn regla meðal stærri spendýra að þau eignist aðeins eitt afkvæmi í einu. Tvíburafæðingar hjá þessum dýrum eru því afar sjaldgæfar en slíkt kemur þó fyrir, meðal annars hjá fílum (Elephantidae), en höfundur hefur ekki upplýsingar um tíðni slíkra fæðinga. Það má segja að fílar sem tegund græði lítið...

category-iconHugvísindi

Ég lenti í hörkurifrildi við vin minn vegna orðsins 'að fíla'. Getið þið sagt okkur hver sé uppruni þess og hvort það sé íslenskt?

Sögnin að fíla er merkt sem slangur í Íslenskri orðabók (2002:331). Um slangur má lesa nánar í svari við spurningunni Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum? Merking sagnarinnar að fíla er sögð ‘hafa dálæti á, kunna vel við sig’. Elstu dæmi í ritmálssafni frá lokum 19. aldar sýna að sögnin er fengin að l...

category-iconHugvísindi

Er sú regla að hafa stóran staf í upphafi nafnorða sérþýskt fyrirbæri og af hverju stafar þetta?

Ákvarðanir í stafsetningarmálum eru alltaf samkomulagsatriði þeirra sem fengnir eru til að setja niður reglur eða endurskoða eldri reglur og síðan yfirvalda sem setja lög og reglugerðir. Fyrr á öldum, þegar stafsetning var ekki í jafn föstum skorðum og hún er nú í norðanverðri Evrópu, þeim löndum sem við miðum okk...

category-iconHugvísindi

Hvaðan kemur orðatiltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni?

Máltækið sjaldan fellur eplið langt frá eikinni 'afkvæmið líkist gjarnan foreldrinu' á sér samsvaranir í erlendum málum þótt ekki séu þær fyllilega eins. Í dönsku er sagt æblet falder ikke langt fra stammen en danskan mun hafa þegið máltækið úr þýsku der Apfel fällt nicht weit vom Stamm. Bein merking erlendu máltæ...

Fleiri niðurstöður