Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvar verð ég staddur ef ég ferðast með 50 km hraða á klukkustund í norðaustur í 110 daga?
Með þessum hraða fer spyrjandinn 1200 km á sólarhring og ef hann héldi því áfram í 110 daga yrðu úr því 132.000 km. Gallinn er hins vegar sá að hann kemst ekki svo langt með því að fara sífellt í norðaustur. Sá sem ferðast sífellt í sömu stefnu á jarðarkúlunni endar á öðrum hvorum pólnum nema þessi fasta stefn...
Af hverju fær maður kul í tennurnar?
Tannkul eða viðkvæmni í tönnum getur komið fram þegar fólk borðar eða drekkur eitthvað kalt eða heitt, sætt eða súrt. Snerting við tennur getur líka í sumum tilfellum valdið sársauka og einnig ef kalt loft leikur um þær. Viðkvæmnin stafar af örvun frumna inni í örsmáum göngum sem eru í tannbeininu (e. dentin) ...
Hvað er átt við með einingunni hundrað í mati á jörðum og hvað merkir 20c að dýrleika?
Hundrað er verðeining í svonefndum landaurareikningi. Eitt jarðarhundrað jafngilti 120 aurum silfurs og síðar 120 álnum vaðmáls. Lengdarmálseiningin alin er fjarlægðin frá olnboga fram fyrir fingurgóm, oftast góm löngutangar en stundum þumalfingurs. Samkvæmt lögum frá 1776-1907 samsvaraði ein alin 62,7 cm. 120 áln...
Hvenær er höfuðdagur?
Höfuðdagurinn er samkvæmt gildandi tímatali 29. ágúst. Þann dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Vitað er til að minningardagur um aftökuna hafi þekkst þegar á 5. öld bæði í Samaríu og Gallíu. Það var hins vegar páfastóll sem ákvað dagsetninguna 29. ágúst á...
Af hverju eru flæmingjar bleikir?
Einhvers staðar segir 'þú ert það sem þú étur'. Þetta má vel heimfæra á flamingóa, eða flæmingja eins og þeir eru líka kallaðir á íslensku, því bleiki eða ljósrauði liturinn sem einkennir þá er tilkominn vegna fæðunnar sem þeir innbyrða. Í reynd eru flæmingjar ljósgráleitir þegar þeir koma úr eggi og fá ekki þenna...
Hvað er vöðvaslensfár?
Vöðvaslensfár (myasthenia gravis) einkennist af mikilli vöðvaþreytu. Þetta er sjúkdómur sem auðveldlega gleymist, þar sem hann er tiltölulega sjaldgæfur og sjúkdómsmyndin oft óljós. Greiningin dregst því stundum, jafnvel árum saman. Þetta er sjálfnæmissjúkdómur, þar sem ónæmisþol líkamans raskast og ónæmiskerfið r...
Er hægt að greina bein áhrif fjölmiðla á hegðun fólks?
Á sunnudagskvöldi, þann 30. október 1938 (kvöldið fyrir hrekkjavöku, e. Halloween), flutti bandaríska útvarpsstöðin CBS leikritið Innrásina frá Mars (The War of the Worlds) sem byggt var á vísindaskáldsögu H. G. Wells (1866-1946). Að leikgerðinni stóðu Orson Welles (1915-1985), sem síðar varð frægur kvikmyndaleiks...
Af hverju voru galdraofsóknir svona algengar á Ströndum?
Ofsóknir á hendur galdramönnum breiddust jafnan út í litlum samfélögum þar sem nábúakrytur og tortryggni náðu að grafa um sig. Undirrótin var sá málflutningur kirkjunnar manna að engum væri að treysta, djöfullinn væri alls staðar með vélar sínar að villa um fyrir mönnunum. Þessi málflutningur hafði gengið linnulau...
Hvers vegna sofum við?
Aðrir spyrjendur eru: Ásgeir Ingvarsson, Heiðrún Lilja, Ragnar Sigurmundsson, Auður Arna Sigurðardóttir, f. 1996, Jón Þór, Gunnlaugur Sverrisson, Lára, Hrafn Ásgeirsson og Karvel Arnarsson. Ein leið til að kanna gagnsemi svefns er að athuga hvað gerist þegar sofið er of lítið. Svefnleysi hefur óæskileg áhrif á...
Hvað er Prader-Williheilkenni?
Prader-Williheilkenni (PW-heilkenni) stafar af galla á litningi 15. Talið er að eitt af hverjum 12-15.000 börnum fæðist með heilkennið og er tíðni þess óháð kyni og kynþætti. Helstu einkenni PW-heilkennisins eru:slekja (e. hypotonia – minni vöðvaspenna) sem hefur meðal annars í för með sér erfiðleika við að nærast...
Hvaðan kom hefðin að halda upp á afmælið sitt og hvað hefur hún tíðkast lengi?
Fyrsta afmælishald sem spurnir eru af voru burðardagar konunga og annarra leiðtoga austur við Miðjarðarhaf þar sem menn komust fyrst upp á lagið með nákvæma tímatalsútreikninga og fóru að geta búið til almanök. Vitneskja um nákvæma dagsetningu fæðingar sinnar varð til þess að konungar og aðrir höfðingjar á þessum ...
Var líkið af Walt Disney virkilega fryst og geymt í kæli?
Þann 15. desember árið 1966 lést Walt Disney af völdum krabbameins í lungum. Skömmu síðar komust á kreik sögusagnir um að hann hefði séð til þess að lík hans yrði fryst í þeirri von að hægt væri að endurlífga hann þegar læknavísindum hefði fleygt nógu mikið fram. Raunin er hins vegar allt önnur því lík Walts Disne...
Hvað er hampur, í hvað er hann notaður og er hann ræktaður á Íslandi?
Samkvæmt flokkun grasafræðinnar er Cannabis sativa ein tegund sem skiptist í tvær undirtegundir: C. sativa og C. indica. Upprunaleg heimkynni plöntunnar eru í Mið-Asíu og við Himalajafjöll. Undirtegundirnar urðu til þegar menn tóku að rækta plöntuna til mismunandi nota. Norðarlega á útbreiðslusvæði sínu var planta...
Geyma einhver stöðuvötn á Íslandi fornminjar?
Kristján spurði bæði um fornleifar í sjó og vötnum. Hér fyrir neðan er að finna svar um fornleifar í stöðuvötnum en um fornleifar í sjó er hægt að lesa í svari Ragnars Edvarssonar við spurningunni Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland? Á brons- og járnöld tíðkaðist sums staðar í Norður-Evrópu að fórna gripu...
Af hverju eru ljóskur taldar heimskar?
Goðsagan um heimsku ljóskuna er ótrúlega lífseig þótt margsannað sé að engin tengsl eru á milli háralitar og greindarfars. Samkvæmt mýtunni er ljóskan gjarnan með flöskulitað hár. Hún er bæði sæt og kynþokkafull, en jafnframt einföld, barnaleg og ósjálfstæð. Afar fátt kemst að í kolli ljóskunnar, nema helst vangav...