Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2204 svör fundust
Hvað eru hugvísindi?
Hugvísindi eru þær greinar fræða og vísinda sem fást við að skýra afurðir menningarinnar, greina þær og miðla þeim. Menning er hvers kyns viðleitni manna til að gæða lífið merkingu. Sú viðleitni er öðrum þræði í því fólgin að nema það sem fyrir ber í allri sinni dýpt og öllum sínum fjölskrúðugu myndum. Öll vísindi...
Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini?
Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...
Er páskavikan vikan fyrir eða eftir páskadag?
Vikan sem byrjar með pálmasunnudegi og lýkur laugardaginn fyrir páska er oft nefnd páskavika. Svo hefur þó ekki alltaf verið og hefur menn stundum greint á um það. Í fornu máli virðist svo sem páskavika byrji með páskadegi og sé vikan eftir páska. Þetta skýrist með því að vikan er talin hefjast með sunnudegi og pá...
Hvað er EP-plata?
Í grófum dráttum er plötum hljómsveita skipt í þrjá flokka eftir lengd: smáskífur, stuttskífur eða EP-plötur (extended play) og breiðskífur (LP; long playing). Smáskífa (e. single) var upphaflega plata með allt að þrem lögum. Þær voru mikilvægari fyrir nokkrum áratugum en í dag, þegar fólk keypti oftar stakar ...
Hver var heimsmynd ásatrúarmanna?
Margt er á huldu um heimsmynd norrænna manna en þó bendir ýmislegt til þess að þeir hafi talið jörðina vera hnöttótta. Samkvæmt norrænu goðafræðinni var jörðin sköpuð af goðunum Óðni, Víla og Vé úr líkama jötunsins Ýmis. Í upphafi var ekkert nema Ginnungagap en um það segir í Völuspá: Ár var alda, það er ekk...
Við hvaða Bárð er Bárðarbunga kennd?
Bárðarbunga er hæsta fjall á Íslandi utan Öræfajökuls. Hæð þess hefur löngum verið talin um 2000 metrar yfir sjávarmáli en í bókinni Jöklar á Íslandi eftir Helga Björnsson frá 2009 kemur fram að hæðin er 2009 metrar. Bungan rís hátt í 1000 metra yfir umhverfi sitt. Undir bungunni er mikil askja með allt að 800 met...
Hvaðan er lakkrís upprunninn?
Hér er einnig að finna svör við spurningunum: Mig hefur lengi langað til þess að vita hvernig lakkrís er framleiddur. Hvernig er lakkrís framleiddur og úr hvaða hráefnum? Hvernig og úr hverju er lakkrís unninn og getur hann verið hollur fyrir mann? Ef hér er átt við sælgætið lakkrís þá dregur það nafn s...
Hvað er hyski?
Þótt orðið fjölskylda sé vel þekkt í fornu máli hefur það ekki þar þá merkingu sem nú er algengust, það er `foreldrar og börn þeirra; húsráðendur og afkomendur þeirra o.fl.' heldur var hin forna merking einkum `annir, margvísleg störf.' En hvaða orð var notað um fjölskyldu? Hér er þess að gæta að hið forna ísl...
Hvert er lengsta gos í Heklu og töldu menn áður fyrr að þar væri inngangur í helvíti?
Lengsta þekkta gos í Heklu stóð yfir í rétt rúm tvö ár. Gosið hófst 5. apríl 1766 og í fjallinu gaus með nokkrum hléum fram í maí 1768. Lengsta hléið í þessu gosi var um sex mánuðir. Sögu gosa í eldstöðvakerfi Heklu er hægt að rekja aftur á ísöld. Fyrir rúmum 7000 árum hófst saga þeirrar Heklu sem við þekkjum. ...
Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM. Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt staf...
Hversu stór hluti Tyrklands er í Evrópu og hversu stór í Asíu?
Tyrkland er eitt fárra landa í heiminum sem tilheyra tveimur heimsálfum, Asíu og Evrópu. Landið er alls 783.356 km2 að stærð, 97% þess tilheyra Asíu en um 3% (23.764 km2) eru á Balkanskaga, í suðausturhluta Evrópu. Evrópuhluti Tyrklands kallast Austur-Þrakía. Þrakía var fyrr á tímum ríki sem náði yfir stóra...
Hvaða rannsóknir hefur Gyða Margrét Pétursdóttir stundað?
Gyða Margrét Pétursdóttir er dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands. Hún er þeirrar skoðunar að hið persónulega sé afsprengi þess samfélags sem við lifum og hrærumst í og sé því bæði pólitískt og fræðilegt viðfangsefni. Gyða hefur í rannsóknum sínum leitað svara við persónulegum viðfangsefnum sem eru þá jafnf...
Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?
Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það. Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. H...
Hvaða rannsóknir hefur Páll Björnsson stundað?
Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu, það er að segja á þeim samfélagsgerðum og menningu sem tók að skjóta rótum á Vesturlöndum á 18. öld. Í doktorsritgerð sinni...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Steinþórsson rannsakað?
Sigurður Steinþórsson er prófessor emeritus við Háskóla Íslands í jarðfræði, með berg- og jarðefnafræði sem sérgreinar. Fræðin nam hann í St. Andrews í Skotlandi (B.Sc. Honours) og Princeton, Bandaríkjunum (Ph.D.) á árunum 1960-70. Á þeim áratug varð bylting í heimsmynd jarðfræðinnar þar sem landrek í formi fl...