Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvenær urðu fyrstu skýjakljúfarnir til?
Hugtakið skýjakljúfur er notað um mjög háar turnlaga byggingar. Hins vegar er ekki til ein ákveðin skilgreining á því hvað bygging þarf að uppfylla til þess að falla í þann flokk. Það sem fólki fannst svo hátt að það gæti klofið skýin seint á 19. öld er ekkert svo hátt miðað við ýmsar nýrri byggingar. Eitt viðmið...
Höfðu kennarar og þingmenn einu sinni sömu laun?
Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins. Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá l...
Hvaða stjörnur mynda stjörnumerkið Meyju og hvar sést það á himninum?
Meyjan er eitt hinna 88 stjörnumerkja sem þekja himinhvelfinguna. Meyjan er næststærsta stjörnumerkið á eftir Vatnaskrímslinu. Hún sést lágt á lofti á vorhimninum. Meyjan liggur umhverfs miðbaug himins og markast af stjörnumerkjunum Ljóninu og Bikarnum í vestri, Bereníkuhaddi og Hjarðmanninum í norðri, Höggorm...
Hvað er felling, botnfall og lausn?
Orðið felling hefur mismunandi og óskyldar merkingar, en vegna samhengisins við hin orðin í spurningunni á spyrjandi líklega við hið efnafræðilega fyrirbrigði sem einnig er kallað botnfelling og útfelling (e. precipitate eða precipitation) úr lausn. Lausn samanstendur af tveimur þáttum, leysinum (e. solvent) og...
Hvað orsakar hvarmabólgu og hvað er til ráða gegn henni?
Hvarmabólga (e. blepharitis) er það þegar jaðrar augnlokanna bólgna. Hvarmabólga er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi en erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa verule...
Hvað búa margir unglingar á Íslandi?
Hjá Hagstofu Íslands má finna ýmislegt talnaefni, meðal annars aldursdreifingu þeirra sem búa á Íslandi. En áður en við getum svarað spurningunni verðum við að skilgreina hvaða ár teljast til unglingsára. Á Snöru má finna eftirfarandi skilgreiningu á orðinu unglingur: ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17-18...
Verða til piparkökur ef piparkökusöngnum í Dýrunum í Hálsaskógi er fylgt?
Stutta svarið er að það verða til kökur ef piparkökusöngnum er fylgt. Þær verða hins hins vegar ekki eins og þær piparkökur sem flestir eiga að venjast. Eins og fram kemur í svari við spurningunni Í flestum piparkökuuppskriftum er enginn pipar, nema kannski á hnífsoddi. Af hverju kallast kökurnar þá piparkökur...
Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?
Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...
Hvaða áhrif hefur nikótín á líkamann?
Nikótín telst til svokallaðra alkalóíða en það eru basísk lífræn efni sem finnast í plöntum. Nikótín finnst í blöðum tóbaksplöntunnar Nicotiana tabacum sem óx upphaflega í Ameríku en barst til Evrópu fyrir um 500 árum. Hreint nikótín var fyrst unnið úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. Það er í fljótandi formi og ...
Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar?
Upprunaleg spurning var á þessa leið: Hvers vegna eru jólin ekki haldin á sama tíma alls staðar? Til dæmis annars vegar hjá kaþólikkum, kalvínistum og evangelísk-lúterskum og hins vegar hjá rétttrúnaðarmönnum? Hér er einnig svarað spurningu Önnu Ásgeirsdóttur: Af hverju er haldið upp á afmæli Jesú um jól...
Hvað voru margar nornabrennur á Íslandi, hvenær hættu þær og hverjar voru brenndar?
Þegar talað er um brennudóma yfir galdrafólki á Íslandi er ekki beint hægt að nota orðið "nornabrennur" eða hugtakið "norn" yfirleitt. Sannleikurinn er sá að langflestir þeirra sem lentu á báli hérlendis fyrir galdra voru karlmenn sem sakaðir voru um fjölkynngi og þjóðlegt kukl á borð við meðferð rúna og galdrasta...
Hvað er randbörkur og hvaða hlutverki gegnir hann?
Randbörkur er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif.Randbörkur (e. limbic cortex) er sá hluti heilabarkar sem tilheyrir randkerfi heilans. Randkerfið (e. limbic system) er staðsett miðlægt undir hvelaheila (e. cerebrum), innst ...
Hvers vegna fá íslenskir hestar erlendis sumarexem og hvernig er hægt að koma í veg fyrir það?
Sumarexem er ofnæmi í hrossum gegn biti mýflugna af ættkvíslinni Culicoides. Sjúkdómurinn finnst ekki á Íslandi enda lifir flugan sem veldur ofnæminu ekki hér á landi. Öll hrossakyn geta fengið sjúkdóminn en íslenskir hestar fæddir á Íslandi virðast vera næmari (20-30%) en flest önnur hrossakyn (3-7%) og næmari en...
Fara A- og D-vítamín yfir í móðurmjólkina og hver er þörf móður og barns fyrir lýsi?
Ef næringarástand móður er gott má yfirleitt segja að mataræði hennar hafi ekki mikil áhrif á samsetningu eða gæði móðurmjólkur. Það er aðeins þegar móðirin hefur búið við langvarandi skort á næringarefnum sem slíkt getur farið að koma niður á næringarefnum í mjólkinni. Í fyrstu gengur móðirin bara á eigin birgðir...
Þegar þið segið að "ekkert" sé fyrir utan heiminn ef hann er endanlegur, hvað er þá "ekkert"?
Spurningin í heild var sem hér segir:Mig langar að spá meira í eina spurningu sem var "Mig langar að vita hvort geimurinn er endalaus eða er eitthvað á bak við hann?" Þarna talið þið um að EF alheimurinn er endanlegur þá sé EKKERT fyrir utan. Þá spyr ég: HVAÐ ER EKKERT? Svarið er að "ekkert" er einmitt það sem ek...