Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5438 svör fundust
Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?
Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...
Er hægt að fá fóstur til þess að þroskast utan móðurkviðar?
Spurningin er ekki alls kostar heppilega orðuð. Það er ekki hægt að fá fóstur til að gera neitt, heldur er hægt að gera tilraun til þess að láta fóstur þroskast utan móðurkviðar. Þetta er gert til dæmis í glasafrjóvgunum þar sem egg móður er frjóvgað í tilraunaglasi og sett upp aftur sem fósturvísir (nokkrar fr...
Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...
Hver er mest sótta heimasíðan á veraldarvefnum?
Þessari spurningu er erfitt að svara mjög nákvæmlega þar sem veraldarvefnum er ekki miðstýrt; því hefur enginn upplýsingar um allar heimasíður sem hann geymir. Aftur á móti eru til heimasíður sem hafa nokkuð góðar skrár yfir umferð á vefnum. Á heimasíðunni Alexa.com er til að mynda hægt að nálgast lista yfir 500 m...
Hversu stór hluti jarðar er hulinn ís?
Heimildum ber nokkuð saman um það að nú á tímum nái jöklar yfir um 15 milljónir km2 af yfirborði jarðar sem er um það bil 3% af heildarflatarmáli jarðarinnar og um eða yfir 10% af flatarmáli þurrlendis jarðar. Suðurskautslandið með hafís umhverfis. Jökulskjöldur Suðurskautslandsins er langstærsta jökulbreiða ...
Hvernig slær rafmagn út og af hvaða ástæðu?
Talað er um að raflína/rafkerfi slái út þegar svokallað var eða öryggi á lögninni opnast svo straumrásin rofnar. Varið/öryggið getur verið grannur þráður sem bráðnar við straumálag yfir mörkum eða fjaðurspenntur rofi sem opnast við of mikið álag. Frágangi rafkerfa í íbúðarhúsum er þannig háttað að inn í tengitö...
Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?
Borgarfjarðarbrúin, brúin yfir Borgarfjörð við Borgarnes, er lengsta brú landsins, 520 m löng. Hafist var handa við gerð hennar árið 1975 en hún var vígð í september 1981. Smíði brúarinnar þótti mikið afrek á sínum tíma og eitt stærsta verk sem Vegagerðin hafði þá ráðist í. Með tilkomu brúarinnar styttist hringveg...
Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og segir í bók Hallgríms Helgasonar?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Kæri viðtakandi. Hvenær voru íbúar Íslands 78.470 eins og getið er um í bók Hallgríms Helgasonar Sextíu kíló af sólskini. Fyrir fram þökk. Talan 78.470 kemur víða fyrir yfir íbúafjölda á Íslandi þann 1. desember 1901, til að mynda í þessari skýrslu um hagtölur landb...
Í hvaða átt sjást norðurljósin?
Stefnan til norðurljósa hér á Íslandi getur verið næstum hver sem er. Þau eru oft hátt á lofti og taka þá jafnvel yfir hvirfilpunkt himins, það er punktinn sem er lóðrétt yfir höfðum okkar. Í borgum er hins vegar sennilegt að norðurljós sjáist síður lágt á himni vegna ljósmengunar sem svo er kölluð, það er að segj...
Hvaða ráðherraembættum gegndi Sir Winston Churchill?
Winston Churchill (1874-1965) gegndi ýmsum ráðherraembættum á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ungur kjörinn á breska þingið og ekki leið á löngu þar til að honum voru falin ábyrgðarstörf. Hér að neðan er listi yfir ráðherrastörf Churchills, ekki eru alltaf til íslensk hugtök yfir embættin en reynt að nálgast...
Eiga heimsálfurnar eftir að koma saman aftur?
Risameginlandið Pangea varð til seint á perm-tímabilinu sem stóð yfir frá 285-225 milljónum ára. Pangea náði milli heimskauta og tók yfir alla meginlandsfleka jarðar sem nú eru til. Í svari við spurningunni Af hverju brotnaði Pangea upp? segir Sigurður Steinþórsson að það sé ólíklegt að meginlöndin sameinis...
Af hverju halda kristnir hvíldardaginn á sunnudögum en ekki laugardögum?
Spurningin hljóðar svona í fullri lengd:Ef sunnudagur er fyrsti dagur vikunnar og Guð hvíldi sig á 7. degi, hlýtur laugardagur að vera sá dagur sem hann hvíldi sig á. Er það ekki?Eins og spyrjandi bendir á stendur í Biblíunni að Guð hafi skapað heiminn á sex dögum og hvílt sig þann sjöunda, og að auki stendur þar ...
Hvað merkir orðið gyðingur og hversu gamalt er það?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hversu gamalt er og hvað merkir orðið gyðingur? Er samsvarandi orð um júða til í öðrum tungumálum? Geri ráð fyrir að orðið júði samsvari jew eða Jude. Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna er orðið júði niðrandi? Í dönsku og þýsku eru notuð nauðalík orð um gyðinga sem ...
Hvenær var Evrópusambandið stofnað og hvaða lönd eru í því núna?
Fyrsta bandalagið sem yfirleitt er talið til fyrirrennara ESB var Kola- og stálbandalag Evrópu (KSB; European Coal and Steel Community, ECSC) frá 1952. Í því voru sex ríki í Vestur-Evrópu: Frakkland, Vestur-Þýskaland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg. Árið 1958 stofnuðu sömu ríki tvö bandalög til viðbótar: Efn...
Hve margir létu lífið á D-Day í seinni heimsstyrjöldinni?
Í svari SHJ við spurningunni Af hverju heitir D-Day þessu nafni? kemur fram:Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikill...