Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2181 svör fundust
Hvernig myndast þurrís og af hverju myndar hann þessa gufu eða reyk þegar hann er settur í vatn?
Hér verður einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hver er munurinn á þurrís og venjulegum ís? Er þurrís virkilega svo kaldur að mann getur kalið ef maður snertir hann? Af hverju breytist þurrís ekki í vökva við bráðnun? Hvernig býr maður til þurrís? Hvar er þurrís notaður? Margir hafa eflaust séð þegar þurrís ...
Hvað þýða landvættir? Og eru til sjóvættir?
Hér er einnig svarað spurningunni: Eru til sögur af því hvernig landvættirnar komu til landsins? (Gunnar Logi, f. 1996) Orðið vættur er oftast notað um yfirnáttúrlegar verur frá öðrum heimi. Það er því yfirheiti fyrirbæra eins og drauga, huldufólks, trölla, dverga og ýmiss konar kynjadýra eins og dreka. Sigurður...
Getið þið sagt mér það helsta um skjaldbökur?
Skjaldbökur eru afar frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Helsta einkenni þeirra er skjöldurinn sem umlykur skrokkinn og geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann ef hætta steðjar að. Fæðuval skjaldbaka er nokkuð fjölbreytilegt. Þar sem þær eru tannlausar, og hafa sennilega verið það í 150 milljó...
Myndu vísindin staðna ef háskólanemar þyrftu ekki að læra um 2400 ára gamla heimspekinga?
Ef til vill er það útbreidd skoðun að háskólanemar þurfi að kunna skil á 2400 ára gamalli heimspeki, það er heimspeki Forngrikkja. Í Háskóla Íslands þarf þó einungis lítill hluti nemenda að lesa svo gamla heimspeki – og enn færri við aðra íslenska háskóla. Þeir sem stunda nám við hugvísindadeild Háskóla Ísland...
Hvernig virka fjögurra blaða smárar? Fær maður ósk sína uppfyllta eða eru þeir bara fyrir heppni?
Fjögurra blaða smári er eitt útbreiddasta happatákn í okkar heimshluta og hann hefur lengi verið talinn með áhrifaríkustu jurtum til verndar gegn göldrum og öllu illu. Venjulega hefur smárinn aðeins þrjú lauf en talan þrír er almennt álitin happatala. Af þeirri ástæðu einni er skiljanlegt að smárinn hafi fengið á ...
Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?
Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...
Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er hægt, án samþykkis forsjáraðila, að skuldfæra á barn sem hefur fengið leigða myndbandsspólu, en ekki skilað henni á tilsettum tíma?Stutta svarið við þessari spurningu er að það er vel hægt að skuldfæra á börn sem taka myndbandsspólur á leigu, en torvelt er að innheimta hj...
Hver eru einkenni járnskorts?
Járn er líkamanum nauðsynlegt til að mynda blóðrauða sem flytur súrefni og koltvíoxíð um blóðrásina. Einnig er það nauðsynlegt fyrir ýmis ensím eða efnahvata til þess að þeir starfi eðlilega. Járnskortur leiðir til blóðleysis en vegna ensímanna veldur hann ýmsum öðrum einkennum í líkamanum eins og nánar verður vik...
Skiptir máli varðandi endurhæfingu fanga hvar þeir afplána dóm sinn hér á landi?
Spurningin var svona í heild: Eru til tölur um það hvort menn komi út sem betri einstaklingar þegar þeir koma út af t.d. Kvíabryggju en t.d. Hrauninu? Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um það hvort að brotamenn hér á landi komi frekar út sem betri einstaklingar eftir að hafa setið í tilteknum fangelsum. Málið ...
Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?
Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...
Hvað gerist ef við drekkum ekki vökva?
Ef við drekkum ekki nægan vökva er hætta á að líkaminn fari í ástand sem nefnist ofþornun (e. dehydration), en það getur verið lífshættulegt ef ekkert er að gert. Ofþornun getur bæði komið til vegna ónógrar vatnsdrykkju og vegna mikils vökvataps. Ofþornun þýðir einfaldlega að líkaminn hefur ekki nægilegt magn ...
Var Pétur Pan til eða er þetta bara saga?
Margir þekkja söguna af töfradrengnum síunga Pétri Pan og er hún löngu orðin sígild bæði meðal barna og fullorðinna. Sögupersónan Pétur Pan birtist fyrst í bókinni The Little White Bird (1902) eftir skoska rithöfundinn James Matthew Barrie (1860-1937). Seinna var sá hluti sögunnar sem Pétur Pan kemur fram gerður a...
Hvernig smitast maður af kláðamaur?
Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...
Er hægt að greina vígt vatn frá óvígðu með einhverjum aðferðum?
Já það er vel hægt. Allt vatn sem við komumst vanalega í tæri við er óvígt, nema það sem prestar vígja. En af hverju er þessu svona háttað? Flestum finnst líklega allt vatn vera af sama tagi og ekki er víst að við mundum átta okkur á því ef vígt vatn færi allt í einu að renna úr krananum. En málið er bara að...
Af hverju líður yfir fólk og hvað gerist í líkamanum sem veldur yfirliðinu?
Það líður yfir fólk vegna tímabundins skorts á blóði og þar með súrefni til heilans. Þegar það gerist missir fólk meðvitund í skamma stund. Ólíkt því sem gerist við flog endurheimtar fólk sem hefur fallið í yfirlið árvekni fljótlega eftir að meðvitund næst aftur. Margt getur leitt til þess að það dregur tímabu...