Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Hvað er holdsveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...
Af hverju hefur Merkúríus svona stóran járnkjarna?
Hér er einnig að finna svar við eftirfarandi spurningum:Af hverju er reikistjarnan sem er næst sólu ekki bráðnuð fyrst hún er að megninu til úr málmi? (Rán Ólafsdóttir, f. 1992)Er gull á Merkúríusi? (Axel Michelsen, f. 1992)Af hverju er svona mikill munur á hitastigi á nóttu og degi á Merkúríusi? (Margrét Lilja)Me...
Hvað heitir stjörnumerkið sem er eins og W í laginu?
Stjörnumerkið sem minnir á gleitt "W" eða "M" á himninum heitir Kassíópeia. Í grískri goðafræði var Kassíópeia kona Sefeusar og móðir Andrómedu. Kassíópeia þótti falleg og montin og hafði lofað dóttur sinni að hún fengi að giftast Perseusi en fékk bakþanka. Hún sannfærði Agenor, son Póseidons, um að trufla brúðkau...
Er hægt að skyggnast inn í framtíðina?
Er ekki í raun ómögulegt að spá fyrir um tækniframfarir? Ekki er gerlegt að spá fyrir um breytingar á mjög afmörkuðum sviðum eða í einstökum tilvikum. Hins vegar má spá fyrir um heildarútkomu flókinnar þróunar í tæknimálum. Fólk gerir óafvitandi ráð fyrir að núverandi hraði framfara haldist um alla framtíð....
Hvernig myndast snjókorn?
Snjór er gjarnan greindur í flyksur, kornsnjó, ískorn og hagl. Hagl greinist í snjóhagl og íshagl. Flyksur eru algengastar hérlendis, snjóhagl er algengt, kornsnjór nokkuð algengur, ískorn sjaldséð og íshagl sárasjaldgæft. Úrkoma myndast þegar raki þéttist í skýjum. Ef ís er til staðar getur úrkoman fallið sem ...
Deyja hvítabirnir út ef ísinn á heimaslóðum þeirra bráðnar?
Lagnaðarísinn sem liggur við strandsvæði norðurhjarans yfir veturinn myndar kjöraðstæður fyrir hvítabjörninn (Ursus maritimus) til að afla sér fæðu. Þar geta þeir setið fyrir sel eða fundið kópaholur urtanna sem lifa á ísnum, en selir eru helsta fæða ísbjarna eins og fram kemur í svara sama höfundar við spurningun...
Hvernig smitast maður af kláðamaur?
Mannakláðamaur (Sarcoptes scabiei) eða bara kláðamaur er örsmár áttfætlumaur (um 0,2-0,4 mm) sem sést varla með berum augum. Hann þrífst bara á fólki og hefur fylgt mannkyninu í þúsundir ára. Menn hafa áætlað að um 300 milljónir manna smitist árlega í heiminum af kláðamaur og hér á landi smitast talsverður fjöldi ...
Eru tengsl á milli sjávarfalla og vinds þannig að vind lægi þegar fellur út?
Menn telja víða um land að samband sé á milli vinda og sjávarfalla og þá þannig að vindur aukist með aðfallinu, en það lægi þegar falla tekur út. Líklegt er að einhver raunveruleg reynsla sé að baki þessara alþýðuvísinda og er ekki aðeins talað um þetta hér á landi heldur einnig í Noregi, á Bretlandseyjum og ef ti...
Hver er munurinn á Prússlandi og Þýskalandi?
Bæði þessi hugtök eiga sér langa sögu, en í grófum dráttum er munurinn sá að Prússland var eitt þeirra ríkja sem myndaði þýska keisaradæmið í byrjun árs 1871, en það er rótin að því sem við köllum nú Þýskaland. Prússland var reyndar upphaflega pólskt hertogadæmi, með Königsberg (sem nú heitir Kaliningrad og ti...
Hvernig aflar maður sér fjár 12 ára?
Á Íslandi er börnum yngri en 13 ára almennt bannað að vinna. Börn undir þeim aldri mega þó vinna við heimilisaðstoð á einkaheimilum og í fjölskyldufyrirtækjum, ef um er að ræða létt verk sem vara í skamman tíma og teljast hvorki skaðleg né hættuleg börnum. Einnig er heimilt að ráða börn undir 13 ára aldri til að t...
Er Askja enn virk eldstöð?
Virk eldfjöll eru þau sem gosið hafa á síðustu 10.000 árum. Óvirk eldfjöll eru þau sem ekki hafa gosið undanfarin 10.000 ár og þykja ekki líkleg til þess að gjósa. Samkvæmt þessu er Askja í Dyngjufjöllum svo sannarlega virk eldstöð enda gaus þar síðast árið 1961. Askja er megineldstöð, en svo eru nefnd eldfjöll...
Hverjar eru úthlutunarreglur jöfnunarþingsæta?
Þingmenn á alþingi Íslendinga eru 63 talsins og er landinu skipt upp í 6 kjördæmi: Suðvesturkjördæmi (12 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi norður (11 þingmenn) Reykjavíkurkjördæmi suður (11 þingmenn) Suðurkjördæmi (10 þingmenn) Norðausturkjördæmi (10 þingmenn) Norðvesturkjördæmi (9 þingmenn) Af þessum 63 ...
Íþróttamenn sjást stundum nota munntóbak, hvernig fer þetta tvennt saman?
Þegar talað er um reyklaust tóbak er átt við neftóbak og munntóbak. Neftóbaks hefur verið neytt á Íslandi í mjög langan tíma. Munntóbaks hefur aftur á móti verið neytt í mun styttri tíma svo einhverju nemi en notkun þess hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum einkum meðal yngra fólks. Ein skýringin á þessari ...