Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5547 svör fundust
Hver er stærsti tannhvalur í heimi?
Búrhvalurinn (Physeter macrocephalus) er langstærsti tannhvalur (Odontoceti) í heimi. Búrhvalir geta orðið allt að 20 metrar á lengd og vegið allt að 57 tonn. Meðallengdin er þó nokkuð minni eða um 16-17 metrar. Til eru heimildir um enn stærri einstaklinga, eða allt að 24 metra langa, en slíkt hefur ekki verið sta...
Til hvers eru litlu vasahólfin neðst utan á eyrum katta?
Þessi formgerð í ytri eyrum nokkurra spendýra er hvað mest áberandi hjá köttum en þekkist þó meðal annarra rándýra og kann það að vísa til sameiginlegs uppruna þessara hópa spendýra. Þetta er meðal annars að finna hjá tegundum innan vísluættar (Mustelidae), getur verið áberandi hjá nokkrum afbrigðum hunda og e...
Var útþenslan í Miklahvelli ekki í allar áttir en ekki eina eins og skýringarmyndir gefa til kynna?
Upprunalega spurningin var: Mynd af Miklahvelli er oft sýnd sem trekt frá upphafinu eins og rof á blöðru. Út um hvert allt lak. Gengu ekki efnisstrókar í allar áttir frá Miklahvelli eins og við ímyndum okkur venjulega sprengingu? Samkvæmt þekkingu nútímavísinda miðast upphaf alheimsins við það sem nefnt er Mikl...
Hver er uppruni orðsins stúlka?
Orðið stúlka er í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar skýrt sem ‘ung, ógift kona, stelpa’. Það er sama orð og í færeysku stulka og finnst í sænskum mállýskum sem stulka ‘unglingsstelpa’ og í nýnorsku stulk. Af sama toga er nýnorska sögnin stulka, stolka ‘ganga stirðlega, staulast’. Nafnorðið er þó tæ...
Er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14-15 ára?
Hér er einnig svarað spurningunum:Geta börn undir 15 ára haft kynmök? Er það leyfilegt þótt þau séu ekki orðin kynþroska?Hvað þarf maður að vera orðinn gamall samkvæmt lögum til að mega stunda kynlíf? Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er kynlíf? hefur hugtakið kynlíf mjög víða merking...
Er hægt að færa rök fyrir tilvist Guðs út frá mögulegum útskýringum á tilvist alheimsins?
Tilvist alheimsins hefur verið mönnum nokkurt undrunarefni svo langt sem heimildir ná, og að öllum líkindum lengur, svo að ekki þarf að koma á óvart þótt reynt hafi verið að leita svara við slíkum spurningum í tímans rás. Hefðbundið svar felst í svonefndum „heimsfræðirökum“, sem eru ein af nokkrum sígildum rökfærs...
Hvað eru frumdýr?
Frumdýr (protozoa) eru litlar lífverur, venjulega á bilinu 10-50 μm (míkrómetrar) að stærð. Sumar tegundir geta þó orðið allt að 1mm og því vel sýnilegar í víðsjá. Frumdýr eru langflest einfrumungar en fáeinar tegundir mynda sambú frumna. Lífríkinu er gjarnan skipt í þrjú yfirríki, en það eru gerlar (bact...
Hvað getið þið sagt mér um breiðnef?
Breiðnefurinn (Ornithorhynchus anatinus) er spendýr, þótt enga hafi hann spenana. Hann nærir ungviði sitt á mjólk sem smitast út um húðina líkt og hjá mjónefnum (Tachyglossus aculeatus). Breiðnefurinn telst til ættbálks nefdýra (Monotremata) rétt eins og mjónefurinn, en nefdýr eru ein þriggja greina spendýra (Mamm...
Hvernig er veirum gefið nafn og hvernig flokka vísindamenn þær?
Upprunalega spurningin var: Er veirum gefið nafn eftir tvínafnakerfinu? Hvernig eru veirur flokkaðar í flokkunarkerfi Carls von Linné? Í stuttu máli má segja að veirum er ekki gefið nafn eftir tvínafnakerfinu, en hins vegar er flokkunarfræði veira byggð á því flokkunarkerfi sem notað er fyrir lífverur. Veir...
Er gagnlegt að eyða COVID-veirunni með því að úða fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum og víðar?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Vinna sótthreinsunarefni með fjórgildum efnasamböndum á COVID-veirunni? Þá er ég að hugsa um hvort það sé gagnlegt að úða þoku með fjórgildum efnasamböndum á skrifstofum, heilsurækt, og matsal. Ég er látin gera þetta en efast mikið um gagnsemi gegn COVID-19. (Þetta er n...
Hafa drepsóttir haft áhrif á erfðaefni og þróun mannsins?
Faraldrar eru ein alvarlegasta áskorun sem lífverur standa frammi fyrir. Í sögu mannkyns eru þekktir nokkrir sérstaklega skæðir heimsfaraldrar, eins og spánska veikin, svartidauði og HIV, sem leiddu til dauða milljóna einstaklinga. Í ljósi þeirrar staðreyndar að breytingar á tíðni gerða[1] yfir kynslóðir leiða til...
Hver fann upp stafrófið?
Stafrófið var ekki fundið upp í heilu lagi, heldur þróaðist það á mörgum öldum úr eldri gerðum skriftar. Eins og hellamálverk eru til vitnisburðar um, er hæfileiki manna til að teikna og mála myndir mörg þúsund ára gamall. Hugmyndin að láta ólíkar myndir eða tákn standa fyrir ólíka hluti, svo sem orð eða tölur, vi...
Er til íslensk þýðing á „impala“ - antilópa og hvað getið þið sagt mér um það dýr?
Íslenska heitið á impala (Aepyceros melampus) er einfaldlega impalahjörtur. Impalahirtir eru meðal einkennisdýra afrísku stjaktrjáarsléttunnar (Savanna) og finnast frá norðausturhluta Suður-Afríku vestur til suðurhluta Angólu, í suðurhluta Kongó (áður Saír), Rúanda, Úganda og austur til Keníu. Dýrafræðingar...
Af hverju nota sálfræðingar svartar klessumyndir og spyrja sjúklingana út í þær?
Þær klessumyndir sem spyrjandi vísar í eru hluti af Rorschach blekklessuprófinu (Rorschach Inkblot Test) sem oftast er bara kallað Rorschach-próf. Klessumyndirnar eru 10 talsins og í raun ekki allar svartar heldur eru sumar í lit. Rorschach-prófið er stundum notað af klínískum sálfræðingum, geðlæknum eða öðrum...
Hvað þýða litirnir í norska fánanum?
Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undi...