Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2841 svör fundust
Hvers vegna losar bíllinn minn 28,5 kg af koltvíildi (koldíoxíði) á hundraðið við brennslu á 13 lítrum af eldsneyti?
Dísilolía er að langstærstum hluta blanda lífrænna efnasambanda sem í efnafræðinni nefnast kolvetni, en þau eru mynduð úr kolefnis- og vetnisatómum. Um 75% af rúmmáli dísilolíu eru mettuð kolvetni og um 25% eru arómatísk-kolvetni. Að jafnaði er efnaformúla dísilolíu C12H23; um það bil frá C10H20 til C15H28 [1]. D...
Hvað er basalt?
Basalt nefnist sú bergtegund sem Ísland er að mestu gert úr og á vorri tungu kallast blágrýti. Orðið „basalt“ er talið vera komið úr egypsku (báhún = flöguberg) en til forna fluttu Rómverjar grjót frá Grikklandi sem þeir kölluðu basaltes (= grjóthart berg). Heitið hefur þannig ekkert með efnasamsetningu basalts að...
Hver er Linda Darling-Hammond og hvert er hennar framlag til menntavísinda?
Linda Darling-Hammond fæddist 21. desember árið 1951 í Cleveland, Ohio. Hún lauk B.A.-gráðu með láði við Yale-háskóla árið 1973 og Ed.D.-gráðu með ágætiseinkunn við Temple-háskóla árið 1978. Sérsvið hennar var menntun ungs fólks í stórborgum (e. urban education). Darling-Hammond hóf feril sinn sem kennari, en sner...
Hvenær komu klukkur til Íslands og hvernig vissu menn hvað tímanum leið áður en þær komu til sögunnar?
Sjálfvirkar stundaklukkur, það er klukkur sem miða við mínútur og klukkustundir, litu dagsins ljós suður í Evrópu á 14. öld og voru helst í stórum dómkirkjum. Þær voru ekki framleiddar til einkanota fyrr en um 1500. Klukkur voru sjaldgæfar hér á landi framan af en þó er talið að slíkur gripur hafi verið í eigu Hó...
Ef við byggjum í fjórvíðum heimi hvað þyrftum við þá mörg augu til að sjá í fjórvídd?
Svarið er að tvö augu nægja fjórvíðu rúmi og raunar rúmi af hvaða vídd sem er til að skynja allar víddir rúmsins í einu. Fyrst er gott að einfalda dæmið eins mikið og komast má upp með, það er að segja að skoða auga í tvívíðu rúmi. Á myndinni hér fyrir neðan sést hvernig auga býr til mynd út frá stefnu hluta. S...
Hvað gefur til kynna að Heklugos sé yfirvofandi?
Eldfjöll gefa það til kynna, hvert með sínum hætti, þegar von er á gosi. Landris eða landsig á sér stað, smáskjálftavirkni eykst og stærri skjálftar ríða yfir, jarðhitavirkni fer vaxandi. Gufusprengingar og smágos geta stundum verið undanfari meiri umbrota. Heklugos hafa yfirleitt hafist án fyrirvara sem mannl...
Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?
Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...
Er hægt að fylgjast með talningu atkvæða í kosningum og hverjir sjá um að telja?
Um kosningar, og þar með talningu atkvæða, er fjallað í lögum um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Sömu lög gilda að mestu leyti um kosningar til Alþingis og forsetakjör. Samkvæmt fyrrnefndum lögum er landinu skipt í sex kjördæmi. Í hverju kjördæmi er fimm manna yfirkjörstjórn sem kosin er af Alþingi. Hún ber...
Nær Grænland virkilega lengra til austurs en Ísland?
Þegar við skoðum landakort sem sýna stór svæði, jafnvel heiminn allan, þá virðist Ísland oft ná lengra í austur en Grænland. Það kann því að koma einhverjum á óvart að samkvæmt hnitum fyrir nyrstu, syðstu, austustu og vestustu hluta landanna tveggja nær Grænland lengra í allar áttir. GrænlandÍsland NyrstiKap ...
Hvað gerist í vistkerfinu ef mikil fjölgun eða fækkun verður hjá einni tegund?
Orið vistkerfi er notað um hóp af lífverum og umhverfi þeirra sem afmörkuð heild. Ef ein tegund nær að fjölga sér óvenju mikið við náttúrlegar aðstæður þá hafa yfirleitt einhverjir grunnþættir sem snerta hana einnig breyst. Dæmi um þetta er mikil fjölgun snjógæsa undanfarin ár, en hún er rakin til breytinga á ...
Hvað á maður að gefa smáfuglum, skógarþröstum og öðrum, að éta úti í garði á veturna?
Þegar vetrarhörkur ríkja sækja þúsundir fugla til byggða í fæðuleit og fjölmargir landsmenn bera út fæðu fyrir þá. Á höfuðborgarsvæðinu yfir vetrartímann eru algengustu smáfuglarnir skógarþröstur (Turdus iliacus), stari (Sturnus vulgaris), hrafn (Corvus corax), snjótittlingur (Plectrophenax nivalis) og auðnutittli...
Hver er hugsunin á bak við bæjarheitið Svarfhóll?
Svarfhóll er nafn á að minnsta kosti níu bæjum í landinu: Bær í Svínadal í Hvalfjarðarsveit í Borgarfjarðarsýslu. Bær í Stafholtstungum í Mýrarsýslu. Hann stóð á lágum öldóttum klapparhrygg. Bær í Hraunhreppi í Mýrarsýslu. Bær í Miklaholtshreppi í Snæfellssýslu. Þar þykir hvassviðrasamt. Bær í Miðdölum í D...
Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?
Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...
Hvað er kalvínismi eða kalvínstrú?
Kalvínismi eða kalvínstrú er algengt heiti á siðaskiptahreyfingu þeirri sem á rætur að rekja til Jóhannesar Kalvíns (Jean Calvin 1509–1564) og er þar með hliðstæða hugtaksins lútherstrú. Kalvínskar kirkjur eru á erlendum málum gjarna nefndar reformertar (af orðinu reformation sem merkir siðbót) til aðgreiningar fr...
Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?
Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...