Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7903 svör fundust
Er mögulegt að umlykja ljósaperu með sólarrafhlöðum og framleiða þannig umframorku?
Svarið við þessu er nei, það er ekki hægt. Til þess að lýsa áfram þyrfti peran að breyta allri raforkunni sem hún fær frá sólarrafhlöðunum í ljósorku. Sólarhlöðin þyrftu líka að breyta allri ljósorkunni sem þau fá frá perunni í raforku. Í rauninni er hvorugt mögulegt. Einhver orka tapast alltaf sem varmaorka þe...
Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...
Hve hratt fer flugvélin Fokker 50?
Dæmigerður flughraði Fokker 50 vélanna er um 450 km/klst en hámarkshraðinn er 532 km/klst. Hér að neðan má svo sjá ýmsa eiginleika vélanna. Upplýsingarnar eru þó nokkuð mismunandi eftir flugfélögum og því ná tölurnar oft yfir nokkuð stórt bil. Lengd25 mVænghaf29 mHæð8,5 mFlugþol1300-2250 kmFarþegafjöldi46-5...
Hver var Arkímedes?
Lesa má um Arkímedes á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig dó Arkímedes? Hér verður aðeins bætt við það svar. Arkímedes var grískur stærð- og eðlisfræðingur. Talið er að hann hafi fæðst um 287 f. Kr. og dáið árið 212 f. Kr. Arkímedes reiknaði meðal annars út yfirborð kúlu og rúmmál kúlu og sívalnings...
Hvernig geta hnettirnir snúist í kringum sólina?
Svarið er eiginlega það að þeir geta ekki annað! Sólkerfið varð til úr gríðarlegu skýi úr gasi og ryki. Í þessu skýi var snúningur sem við köllum hverfiþunga og er svipaður því sem gerist kringum lægðir í lofthjúpnum. Skautadrottning sem snýst um sjálfa sig hefur líka hverfiþunga en hann er margfeldið af massa,...
Af hverju er orðið "fags" notað yfir sígarettur í Bretlandi en um homma í Bandaríkjunum?
Í ensku er fag 'sígaretta' stytting úr fag-end, 'stubbur, stúfur'. Upphafleg merking er því endi á sígarettu en færist síðan yfir á alla sígarettuna í óformlegu máli. Orðið virðist frá því í lok 19. aldar. Orðið fag þekkist í amerísku slangurmáli um sígarettur þegar árið 1915 en um kvenlegan karlmann frá þv...
Í hvaða átt er humátt?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Í hvaða átt er humátt? Af hverju er það dregið að fara í humátt á eftir einhverjum?Humátt er eitt af nokkrum afbökunum úr orðinu hámót. Hámót merkir 'hælfar, spor' og orðasambandið var upphaflega að fara í hámót á eftir einhverjum 'læðast á eftir e-m'. Fyrri liðurinn há- kem...
Hvernig er glamúrfólk?
Spurningin hljóðaði svona í heild sinni:Hvað er glamúr og hvað snýst hann um? Hvernig er manneskja sem er glamúr? Glamúr, einnig glamor, er aðkomuorð fengið að láni frá ensku glamour, einnig ritað glamor. Orðinu er þannig lýst í Collins Cobuild Dictionary að það eigi við dýrðarljóma og spennu sem virðist fylgja ...
Af hverju lenda kettir alltaf á löppunum?
Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum. Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á...
Hvaðan er orðið 'svartagallsraus' komið og hvað merkir það?
Í grísku er til orðið melankholía sem merkir ‘þunglyndi, fálæti, depurð’. Það er sett saman af orðunum mélan, hvk. af mélas, ‘svartur’ og khólos, kholē ‘gall’, það er svart gall. Á miðöldum trúðu menn því að svart gall væri einn af fjórum vessum líkamans. Hinir voru blóð, gult gall og slím. Þessa skoðun má r...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Hvers vegna heitir hrafnshreiður laupur, hvað merkir orðið og hvaðan kemur það?
Laupur hefur fleiri en eina merkingu: ‘meis; hrafnshreiður; gamall og slitinn hlutur; óáreiðanlegur maður; viðarstafli’. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:548–549) er upphafleg merking talin karfa (úr trjáberki) og hinar merkingarnar leiddar af henni. Í fornu máli er merkingin ‘karfa’ nær ...
Hvað þýðir að bíta höfuðið af skömminni?
Merkingin er ‘kunna ekki að skammast sín, gera illt verra, gerast enn ósvífnari’. Orðasambandið þekkist frá fyrri hluta 18. aldar. Til dæmis skrifaði Jón Vídalín í postillu sinni: Ecke eru Dæme til þess / ad nockur hafe so bited Høfuded af Skømmenne. Sennilega er orðasambandið fengið að láni úr dönsku bide h...
Hvað er hver grefillinn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver grefillinn er grefill? Grefill er vægt blótsyrði og virðast elstu heimildir ná aftur til 17. aldar. Það er talið ummyndað tökuorð úr þýsku, samanber miðháþýsku griu(w)el, háþýsku Greuel ‘andstyggð, óhæfuverk, viðbjóðsleg vera’. Hver grefillinn er notað í sömu merkin...
Hver er munurinn á ávöxtum og grænmeti?
Þessi orð eru notuð bæði í fræðilegu samhengi og í daglegu máli, og merkja þá ekki nákvæmlega hið sama. Í fræðimáli táknar orðið ávextir (fruit) það sem vex úr egglegi frævunnar á plöntunni en aðrir ætir hlutar hennar kallast grænmeti (vegetables). Í daglegu tali er tilhneigingin sú að það sem menn neyta án matrei...