Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3511 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvað er ofurflæði?

Ofurflæði (superfluidity) er sá eiginleiki vökva að geta streymt án núnings. Ofurflæði er einungis þekkt í tveimur helínsamsætum, He-4 og He-3. Ástæða þess er sú að önnur efni hafa þegar breyst úr vökva í fast efni við það lága hitastig sem þarf til að ofurflæði geti átt sér stað. Sem dæmi má nefna að ofurflæði í ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er snjólausum jólum lýst sem "rauðum jólum" en ekki svörtum?

Lýsingarorðið rauður hefur fleiri en eina merkingu, meðal annars merkir það 'snjólaus, auður', til dæmis rauð jörð. Með rauð jól er því átt við snjólausa auða jörð um jól. Orðatiltækið rauð jól, hvítir páskar, hvít jól, rauðir páskar felur í sér þá trú manna að væri jörð auð um jól yrði snjór um páska og öfugt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er sjaldgæfasta spendýr í heimi?

Svarið við þessari spurningu er ekki auðfundið því að í fyrsta lagi greinir menn á hvort sumar tegundir séu útdauðar eða ekki. Í öðru lagi eru stofnstærðir margra sjaldgæfra tegunda sem lifa í regnskógum og á öðrum torfærum svæðum afar illa þekktar. Þó er vitað um nokkrar tegundir sem hafa stofnstærð sem telur vel...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er innri öndun og hvernig verkar hún?

Innri öndun er kölluð öðru nafni frumuöndun og fer fram í hverri einustu frumu líkamans. Þetta er í raun efnaferli þar sem orkuefni, sem við höfum fengið með fæðunni og hafa borist með blóðrásinni frá meltingarfærum til vefja líkamans, eru brotin niður í frumunum til að fá úr þeim orku. Þessi efni eru sykrur (carb...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað getiði sagt mér um Finnland?

Finnland tilheyrir Skandinavíu og er eitt Norðurlanda. Grannlönd þess eru Noregur, Svíþjóð og Rússland. Upphaflega var Finnland hérað í Svíþjóð sem síðar varð að sænsku hertogadæmi. Frá árinu 1809 tilheyrði hertogadæmið Rússlandi, og 6. desember 1917 varð Finnland sjálfstætt ríki. Þegar þetta er skrifað (árið 200...

category-iconHeimspeki

Hverjir eru kostir og gallar klónunar?

Áður en lengra er haldið þarf að gera greinarmun á tvenns konar tilgangi með einræktun, læknisfræðilegum tilgangi og æxlunartilgangi, og skoða síðan kosti og galla hvors um sig. Einræktun í æxlunartilgangi gæti gefið fleirum kost á að eignast börn sem væru líffræðilega tengd þeim sjálfum. Enga sæðisfrumu þarf í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu stór er stærsti kakkalakki í heiminum og hvar fannst hann?

Stærsta tegund kakkalakka í heiminum er tegundin Megaloblatta longipennis. Eitt kvendýr þessarar tegundar mældist rúmlega 9 sentímetrar á lengd og tæplega 4,2 sentímetrar á breidd. Ekki fylgir sögunni hvenær þetta risavaxna kvendýr fannst. M. longipennis lifa í regnskógum Kólumbíu í norðanverðri Suður-Ameríku. V...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru tundurdufl?

Tundurdufl (mine á ensku og dönsku) er nafn á sprengjum sem lagðar eru í sjóinn til þess að granda skipum og kafbátum. Herskipin sem leggja tundurduflin kallast tundurduflaleggjarar (e. minelayer). Sprengjurnar springa ef þær verða fyrir höggi vegna áreksturs, hljóðs, segulsviðs eða þrýstings. Tundurdufl eru oft l...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá hundar?

LitaskynjunKeilur eru þær sjónfrumur augans sem greina liti. Tvær mismunandi gerðir eru af keilum í sjónhimnu hunda. Þessar keilur hafa ljósgleypni á tveimur bylgjulengdum, við 429 nm og 555 nm, en á þeim nema hundar bláan og gulan lit. Því er hægt að segja að hundar séu með tvílitaskynjun (e. dichromat vis...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er hlutverk íslenskra diplómata og sendiráða?

Meginhlutverk utanríkisþjónustunnar er að gæta hagsmuna Íslands á alþjóðavettvangi gagnvart öðrum ríkjum og alþjóðastofnunum. Helstu starfssvið hennar eru á sviði stjórnmála, öryggismála, utanríkisviðskipta og menningarmála. Auk þessa hefur hún það almenna hlutverk að efla vinsamleg samskipti við önnur ríki og vei...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur hreyfingarstefna áhrif á þyngd?

Svarið er nei, yfirleitt ekki, en samt í vissum skilningi já! Þyngd hlutar í bókstaflegum skilningi er heildarkrafturinn sem verkar á hann vegna annarra massa í kring. Þessi kraftur er eingöngu háður stað hlutarins en ekki hraða eða stefnu. Ef við erum í grennd við jörðina ræðst þyngd okkar þess vegna eingöngu ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um drekaflugur?

Drekaflugur (einnig kallaðar slenjur) nefnast öll skordýr af undirættbálki vogvængja (Anisoptera). Alls eru þekktar um 2.500 tegundir af drekaflugum. Helstu einkenni þessara flugna eru áberandi langur bolur, stór augu og útstæðir vængir, einnig í hvíldarstöðu. Augun þekja mestan part höfuðsins og er sjónskyn f...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er hlutbundin forritun og til hvers er hún notuð?

Hlutbundin forritun (e. object-oriented programming) er fyrst og fremst heiti yfir ákveðnar forritunaraðferðir sem gjarnan er stillt upp á móti ferlislegri forritun (e. procedural programming). Forritunarmál eins og Smalltalk, Java og C++ styðja hlutbundna forritun, meðan önnur, svo sem C, Pascal og Basic, gera þa...

Fleiri niðurstöður