Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3511 svör fundust
Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?
Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra. Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjó...
Hvar á landinu er mest veitt af tófum, minkum og selum?
Veiðistjóraembættið hefur umsjón með opinberum aðgerðum til þess að draga úr tjóni af völdum refa og minka og þar er hægt að fá upplýsingar um fjölda veiddra dýra ár hvert. Upplýsingarnar eru skráðar eftir sveitarfélögum og sýslum. Varast ber að taka tölur um heildarveiði sem algildan sannleik um þéttleika á hver...
Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að...
Hvers vegna er geispi smitandi?
Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...
Hvers vegna hafna sumar grænmetisætur mjólkurafurðum?
Spurningin er svona í fullri lengd:Hvers vegna borða sumar grænmetisætur ekki venjulegt brauð og af hverju drekka þær ekki mjólk og borða ost? Eins og fram kemur í svari Jóhönnu Eyrúnar Torfadóttur við spurningunni Fá grænmetisætur öll þau næringarefni sem líkaminn þarfnast? eru til nokkrar "tegundir" af grænmeti...
Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?
Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmin...
Eru miðilsstörf virðisaukaskattsskyld starfsemi?
Um meginreglu virðisaukaskattskyldu hér á landi má lesa í 1. gr. laga nr. 50 frá árinu 1988. Er hún svohljóðandi:Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum. Samt sem áður er tiltekið í lögunum að...
Hvað eru til margir órangútanapar í Afríku? En í heiminum?
Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu margir órangútanapar (Pongo pygmaeus) eru í Afríku en sjálfsagt eiga nokkrir heimkynni sín í dýragörðum í álfunni. Villtir órangútanapar lifa hins vegar í regnskógum Borneó og á takmörkuðu svæði á Súmötru. Samkvæmt rannsóknum eins helsta fremdardýrafræðings heims, ...
Hvert er hlutverk allsherjarnefndar Alþingis?
Allsherjarnefnd er ein af tólf fastanefndum Alþingis. Í II. kafla laga nr. 55/1991 um þingsköp Alþingis (þskl.) er fjallað um fastanefndir Alþingis sem eru þessar skv. 13. gr. laganna:AllsherjarnefndEfnahags- og viðskiptanefndFélagsmálanefndFjárlaganefndHeilbrigðis- og trygginganefndIðnaðarnefndLandbúnaðarnefndMen...
Hvað er stjörnuferill?
Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...
Hvar keypti Davíð ölið?
Orðasambandið um Davíð og ölið er notað á fleiri en einn veg í merkingunni að „láta einhvern kenna á því“. Það er notað með sögninni að sýna, til dæmis „Ég skal sýna þér hvar Davíð keypti ölið ef þú bregst mér,“ með sögninni að vita, til dæmis „Þú færð að vita hvar Davíð keypti ölið ef þú svíkur mig“ og með sögnin...
Hvað er fuglaflensan búin að vera til lengi?
Fuglaflensa hefur verið mikið í fréttum undanfarin misseri en er þó ekkert nýtt fyrirbæri þó umræða um hana sé mikil þessa dagana. Veirur sem valda flensu í fuglum hafa sjálfsagt verið til mjög lengi, rétt eins og veirur sem valda flensu í mönnum. Það er hins vegar sjaldgæft að fuglaflensuveirur smiti menn og þega...
Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...
Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...
Hvernig á maður að svara spurningum?
Engin regla er til um það hvernig beri að svara spurningum. Það er til dæmis ekkert sem segir að ég verði að svara spurningunni „Hvað heitir forseti Íslands?” með svarinu „Ólafur Ragnar Grímsson”; ég gæti alveg eins svarað að tunglið sé úr osti eða að hundar séu skynsamar verur. Stundum er einmitt sagt að stjórnmá...