Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 73 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað varð um COVID, er það bara kvef núna?

Í stuttu mál þá er kórónuveiran SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 enn á sveimi. Hún berst manna á milli og heldur áfram að þróast. Einkennin sem hún veldur geta verið mismunandi eftir einstaklingum, hjá sumum kvef en öðrum alvarlegri sjúkdómur. Lengra svar COVID-19 orsakast af sýkingu veirunnar SARS-...

category-iconStærðfræði

Hvaðan kemur hugmyndin um að alheimurinn sé bók rituð á tungumáli stærðfræðinnar?

Að liðnum miðöldum um 1450 urðu margvíslegar framfarir, og skilningur manna á umheiminum óx. Ítalski eðlisfræðingurinn og stjörnufræðingurinn Galíleó Galíleí (1564–1642) vissi að himintunglin fylgdu ákveðnum einföldum brautum og fór þannig gegn viðteknum kenningum kirkjunnar í þessum efnum. Hann aðhylltist sólmiðj...

category-iconVísindafréttir

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025?

Svör um líffræði kyns, jökla og loftslagsmál og um mikilvægi þess að hafa það sem sannara reynist, voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum árið 2025. Ef til vill kemur það fáum á óvart að flestir lesendur Vísindavefsins lásu svör um margbreytileika líffræðilegs kyn á árinu 2025. Í stuttu máli felst kjarni þeirra...

category-iconJarðvísindi

Hvað er nornahár og hvernig myndist það?

Þegar kvika kemst upp á yfirborð jarðar verður eldgos en tegund goss ræður því hvaða gosafurðir verða til. Í flæðigosum eru gosefnin að mestu hraun sem renna eftir landinu, í sprengigosum myndast gjóska sem berst með vindi frá upptökum og í blandgosum myndast hvoru tveggja. Allt fast efni sem flyst frá gosupptökum...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um dreifingu COVID-19, alvarleika og áhrif á samfélagið fimm árum eftir heimsfaraldur?

Miðað við tölur frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (e. World Health Organization, WHO), sem þegar þetta svar er skrifað ná til 31. ágúst 2025, hafa yfir 778 milljón tilfelli COVID-19 greinst á heimsvísu frá upphafi talningar. Fjöldi áætlaðra dauðsfalla er að minnsta kosti 7 milljónir og fjöldi innlagna er margf...

category-iconLæknisfræði

Hvernig er best að lýsa sjúkdómnum COVID-19 í stuttu máli?

COVID-19 er fyrst og fremst öndunarfærasýking sem getur verið allt frá því að vera einkennalaus yfir í að valda lífshættulegu bólgusvari í margskonar líffærakerfum. Afleiðingar COVID-19 utan öndunarfæranna eru næstum án undantekninga óbeinar afleiðingar bólgusvars sem við myndum gegn sýkingunni, en veiran heldur s...

category-iconLandafræði

Er einhver byggð á Baffinslandi?

Baffinsland liggur á milli meginlands Kanada og Grænlands. Baffinsland er stærsta eyja Kanada, 507.471 km2 að flatarmáli, eða tæplega fimm sinnum stærri en Ísland. Eyjan er nefnd eftir breska landkönnuðinum William Baffin (1584-1622) sem kannaði meðal annars hafsvæðið vestur af Grænlandi í leit að norðvesturleiðin...

category-iconUmhverfismál

Hvaða þættir hafa áhrif á sjávarflóð við Ísland?

Sjávarflóð verða vegna samspils ýmissa þátta bæði frá sjó og landi. Frá sjó eru sjávar- og ölduhæð mikilvægustu þættirnir. Sjávarhæð ræðst síðan af sjávarföllum annars vegar og svokölluðum áhlaðanda hins vegar. Áhlaðandi er af þrennum toga, vegna lágs loftþrýstings, álandsvinds og hækkunar sjávarborðs innan brimga...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar dýr var ógnarúlfur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Nú er í einhverjum fjölmiðlum sagt frá því að vísindamenn hafi ræktað fram útdauðan úlf, dire wolf eða ógnarúlf. Hvað geturðu sagt mér um þessa tegund? Ógnarúlfur er útdauð tegund hunddýra sem lifði í Norður-Ameríku undir lok síðustu ísaldar. Vísindamenn eru ekki á einu mál...

category-iconLífvísindi: almennt

Er eitthvað nýtt að frétta af uppruna veirunnar sem veldur COVID-19?

Upprunalega spurningin var: Er eitthvað nýtt vitað um uppruna veirunnar sem veldur COVID-19, fimm árum eftir heimsfaraldurinn? Frá upphafi heimsfaraldurs COVID-19 hefur mikið verið rætt um uppruna veirunnar SARS-CoV-2, og hefur umræðan oft og tíðum einkennst af samsæriskenningum sem ekki voru studdar af vís...

category-iconJarðvísindi

Hvert er hámarksdýpi jarðskjálfta á Íslandi?

Langflestir jarðskjálftar á Íslandi eru tengdir flekaskilunum sem ganga gegnum landið og stafa af spennu í jarðskorpunni sem safnast upp vegna færslu flekanna út frá skilunum.[1] Í efri hluta jarðskorpunnar er brotstyrkur bergsins með þeim hætti að bergið brestur við ákveðin brotmörk, það myndast sprunga eða gömul...

category-iconTrúarbrögð

Hvenær er fyrsti sunnudagur í aðventu í ár? Er aðfangadagur talinn með?

Stutta svarið við seinni hluta spurningarinnar er einfaldlega já. Þegar aðfangadagur lendir á sunnudegi er hann síðasti sunnudagurinn í aðventu. Um fyrri hluta spurningarinnar er þetta að segja: Fyrsti sunnudagur í aðventu árið 2025 er 30. nóvember, annar 7. desember, þriðji 14. desember og fjórði 21. desember....

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru fjarreikistjörnur og hvernig er hægt að finna þær?

Fjarreikistjarna (e. extrasolar planet eða exoplanet) er reikistjarna utan okkar sólkerfis. Frá því að þær fyrstu fundust árið 1992 hefur þekktur fjöldi aukist gríðarlega. Þegar þetta svar er skrifað (í febrúar 2025) eru staðfestar fjarreikistjörnur rúmlega 5800.[1] Af þeim eru um 200 bergreikistjörnur, svipaðar M...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru gammosíur og hvaðan kemur þetta orð?

Á köldum vetrardögum var ekki óalgeng krafa hjá foreldrum á síðustu öld að börn þeirra færu í gammosíur innan undir buxurnar eða pilsin til að þeim yrði ekki of kalt, nema það væri svo kalt að þau þyrftu að klæðast föðurlandi. Nú hafa orðin leggings eða sokkabuxur að mestu leyst gammosíur af hólmi og orðið virkar ...

category-iconVísindafréttir

Vísindavefur HÍ fær styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn

Þann 9. desember 2025 var tilkynnt að Vísindavefurinn fengi styrk frá stjórnvöldum til að uppfæra Evrópuvefinn. Í frétt á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands segir þetta: Að auki hefur verið ákveðið að fimm milljónir króna renni til Vísindavefs Háskóla Íslands til uppfærslu á Evrópuvefnum, sem haldið hefur verið ú...

Fleiri niðurstöður