Sólin Sólin Rís 11:09 • sest 16:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:26 • Sest 12:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:09 • sest 16:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:26 • Sest 12:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:52 • Síðdegis: 22:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025?

Ritstjórn Vísindavefsins

Svör um líffræði kyns, jökla og loftslagsmál og um mikilvægi þess að hafa það sem sannara reynist, voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum árið 2025.

Ef til vill kemur það fáum á óvart að flestir lesendur Vísindavefsins lásu svör um margbreytileika líffræðilegs kyn á árinu 2025. Í stuttu máli felst kjarni þeirra svara í því að líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar. Af ýmsum samfélagsmiðlum að dæma er ljóst að fjölmargir deildu þessu efni og vísuðu til þess í umræðum á netinu og annars staðar.

Svar um jökla og hlýnun jarðar, þar sem komið er inn á áhrif þyngdarkrafts Grænlandsjökuls á sjávarstöðu, var í þriðja sæti vinsælustu svara. Það er fagnaðarefni að svar um loftslagsmál sé svo ofarlega á blaði og rétt að minna á að framahald þess svars birtist seint á seinasta ári.[1]

Í fjórða og fimmta sæti yfir mest lesnu nýju svörin árið 2025 eru síðan tvö svör þar sem farið er í saumana á því hvað sé satt og hvað seinni tíma uppspuni í frásögnum af morðingjanum Axlar-Birni og öðrum hugsanlegum íslenskum fjöldamorðingjum. Í þessum svörum er hismið greint frá kjarnanum með nákvæmri skoðun á samtíðarheimildum.

Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2025

Sé lestur eldri svara skoðaður er ljóst að stríðið í Úkraínu er ofarlega í huga margra og sama má segja um gervigreind. Svar um umbrotin á Reykjanesskaga er eitt af mest lesnu svörunum annað árið í röð, enda óhætt að segja að þar sé atburður enn í gangi. Fá svör á Vísindavefnum haf verið jafn oft uppfærð og það svar. Að lokum er rétt að vekja athygli á miklum lestri á svari um kúluskít. Svarið er eitt af eldri svörum Vísindavefsins og sýnir að breiddin í lestri á svörunum er mikill.

Önnur fimm mikið lesin svör ársins 2025

Enginn sérstakur efnisþáttur skar sig áberandi úr hvað vinsældir varðar á árinu 2025, ólíkt árinu 2024 þegar svör um stjórnmálafræði voru nær allsráðandi. Þó má nefna töluverðan áhuga á svörum sem öll tengjast næringarfræði á einn eða annan hátt, samanber þessi fimm svör hér:

Fimm mikið lesin svör um næringu og bætiefni

Umferð um Vísindavefinn var með sambærilegu móti og undanfarin tvö ár. Árlegar heimsóknir voru rúmar tvær milljónir og flettingar rúmar þrjár milljónir.

Í lokin er rétt að taka fram að þessi samantekt er aðallega til gamans gerð. Oft munar litlu þegar tölur um lestur á svari í einhverju „sæti“ eru bornar saman við svar sem raðast einu eða jafnvel 50 „sætum“ neðar. Það mikilvægasta er að sjálfsögðu áhugi fólks á vísindum og fræðum!

Tilvísun:
  1. ^ Sjá hér: Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?

Heimild og mynd:
  • Tölur um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast við sömu vefmælingu.
  • Mynd: © KRI.

Útgáfudagur

7.1.2026

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025?“ Vísindavefurinn, 7. janúar 2026, sótt 8. janúar 2026, https://visindavefur.is/svar.php?id=88341.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2026, 7. janúar). Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=88341

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025?“ Vísindavefurinn. 7. jan. 2026. Vefsíða. 8. jan. 2026. <https://visindavefur.is/svar.php?id=88341>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða svör voru mest lesin á Vísindavefnum árið 2025?
Svör um líffræði kyns, jökla og loftslagsmál og um mikilvægi þess að hafa það sem sannara reynist, voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum árið 2025.

Ef til vill kemur það fáum á óvart að flestir lesendur Vísindavefsins lásu svör um margbreytileika líffræðilegs kyn á árinu 2025. Í stuttu máli felst kjarni þeirra svara í því að líffræðilegt kyn fólks er flóknara en marga grunar. Af ýmsum samfélagsmiðlum að dæma er ljóst að fjölmargir deildu þessu efni og vísuðu til þess í umræðum á netinu og annars staðar.

Svar um jökla og hlýnun jarðar, þar sem komið er inn á áhrif þyngdarkrafts Grænlandsjökuls á sjávarstöðu, var í þriðja sæti vinsælustu svara. Það er fagnaðarefni að svar um loftslagsmál sé svo ofarlega á blaði og rétt að minna á að framahald þess svars birtist seint á seinasta ári.[1]

Í fjórða og fimmta sæti yfir mest lesnu nýju svörin árið 2025 eru síðan tvö svör þar sem farið er í saumana á því hvað sé satt og hvað seinni tíma uppspuni í frásögnum af morðingjanum Axlar-Birni og öðrum hugsanlegum íslenskum fjöldamorðingjum. Í þessum svörum er hismið greint frá kjarnanum með nákvæmri skoðun á samtíðarheimildum.

Fimm mest lesnu nýju svör ársins 2025

Sé lestur eldri svara skoðaður er ljóst að stríðið í Úkraínu er ofarlega í huga margra og sama má segja um gervigreind. Svar um umbrotin á Reykjanesskaga er eitt af mest lesnu svörunum annað árið í röð, enda óhætt að segja að þar sé atburður enn í gangi. Fá svör á Vísindavefnum haf verið jafn oft uppfærð og það svar. Að lokum er rétt að vekja athygli á miklum lestri á svari um kúluskít. Svarið er eitt af eldri svörum Vísindavefsins og sýnir að breiddin í lestri á svörunum er mikill.

Önnur fimm mikið lesin svör ársins 2025

Enginn sérstakur efnisþáttur skar sig áberandi úr hvað vinsældir varðar á árinu 2025, ólíkt árinu 2024 þegar svör um stjórnmálafræði voru nær allsráðandi. Þó má nefna töluverðan áhuga á svörum sem öll tengjast næringarfræði á einn eða annan hátt, samanber þessi fimm svör hér:

Fimm mikið lesin svör um næringu og bætiefni

Umferð um Vísindavefinn var með sambærilegu móti og undanfarin tvö ár. Árlegar heimsóknir voru rúmar tvær milljónir og flettingar rúmar þrjár milljónir.

Í lokin er rétt að taka fram að þessi samantekt er aðallega til gamans gerð. Oft munar litlu þegar tölur um lestur á svari í einhverju „sæti“ eru bornar saman við svar sem raðast einu eða jafnvel 50 „sætum“ neðar. Það mikilvægasta er að sjálfsögðu áhugi fólks á vísindum og fræðum!

Tilvísun:
  1. ^ Sjá hér: Hvaða áhrif hefur bráðnun jökla á Suðurskautslandinu á sjávarstöðu við Ísland?

Heimild og mynd:
  • Tölur um aðsókn og heimsóknir á Vísindavefinn koma frá vefmælingu Matomo. Aðilar eins og NASA, Amnesty International og Sameinuðu þjóðirnar styðjast við sömu vefmælingu.
  • Mynd: © KRI.
...