Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 223 svör fundust

Hvað ræður því hvernig ljós er á litinn? Hvers vegna sjáum við til dæmis ljós í sama lit hvort sem við erum í vatni eða í lofti?

Almennt er litur ljóss tengdur við öldulengd ljóssins. Þetta er ekki skýrasti kostur í stöðunni, eins og spurningin ber með sér, því öldulengd ljóssins breytist með hraða ljóssins, þegar það fer úr einu efni í annað. Öldulengdarbreytingin stjórnast af stærð \(n\) sem kallast brotstuðull efnis og er hlutfall hraða...

Nánar

Hvað þýðir 'hringaná', er það kannski nafn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Halló, ég var að hlusta á lagið 'Hættu að gráta hringaná' og ég fór að velta því fyrir mér hvort að Hringaná sé nafn? Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram...

Nánar

Eru búri og búrfiskur það sama?

Orðið búri er ýmist notað um búrfisk (Hoplostethus atlanticus, Hoplostethus islandicus, e. orange roughy) eða búrhval (Physeter catodon, Physeter macrocephalus, e. sperm whale). Í Sjávardýraorðabókinni sem Gunnar Jónsson fiskifræðingur tók saman og finna má á heimasíðu Hafrannsóknastofnunarinnar eru heitin búr...

Nánar

Hvort deyja menn „um“ eða „fyrir“ aldur fram?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ég er með fyrirspurn um íslenskt mál sem mig langar að fá svar við. Þetta varðar hluta af starfi mínu. Hvort er réttara að segja: „Hann (hún) lést fyrir aldur fram árið ... aðeins ... ára að aldri“ „Hann (hún) lést um aldur fram árið... aðeins ... ára að aldri“ Með ...

Nánar

Hvað er að vera gonaralegur og hvaðan kemur orðið?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er að vera gonaralegur? Hungraður? Horfinn?, hvaðan kemur lýsingarorðið... Lýsingarorðið gonaralegur virðist lítið notað. Ekkert dæmi fannst í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans og eitt á Tímarit.is úr ritinu Muninn, skólablaði Menntaskólans á Akureyri, frá 1991. Þar stend...

Nánar

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504): krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eð...

Nánar

Hvort er rétt að skrifa kónguló eða könguló?

Samkvæmt Íslenskri orðabók í ritstjórn Árna Böðvarssonar, 2. útgáfu frá árinu 1983, eru bæði orðin jafn gild í rituðu máli, og þau virðast notuð jöfnum höndum meðal almennings. Í nýju orðabókinni, 3. útgáfu í ritstjórn Marðar Árnasonar, er þó aðeins að finna orðin könguló og köngulló, og köngulóin virðist einn...

Nánar

Hver er uppruni orðsins að selflytja?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan kemur orðatiltækið að selflytja og í hvaða merkingu var það notað í upphafi? Sögnin að selflytja var orðin vel þekkt í málinu á síðari hluta 19. aldar. Merkingin er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1259) að ‘flytja eitthvað í áföngum (í mörgum ferðum og aðeins nokkur...

Nánar

Hvað eru hrannir þegar eitthvað er sagt vera í hrönnum?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Að vera með eitthvað í hrönnum, er eitthvað sem maður hefur notað í daglegu máli. En eru til hrannir og hvað eru hrannir? Nafnorðið hrönn merkir ‘alda, bára’ (einkum í skáldamáli) en einnig ‘dyngja, aflöng hrúga’ og er það síðari merkingin sem á við orðasambandið í hrö...

Nánar

Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?

Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...

Nánar

Hvað er misþroski?

Þegar talað er um misþroska er gjarnan átt við að þroski barns eða færni á ólíkum sviðum sé svo breytileg að það hamli barninu með einum eða öðrum hætti. Dæmi um misþroska gæti verið að hreyfifærni fjögurra ára barns sé á við þriggja ára meðalbarn en að þetta sama fjögurra ára barn sé jafnframt einu ári á undan ja...

Nánar

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...

Nánar

Hvers vegna eru seldar sígarettur ef það er vitað að þær drepa?

Í dag er það talið almenn vitneskja að það sé óhollt að reykja og að það getur orsakað ýmsa sjúkdóma og kvilla, jafnvel dregið fólk til dauða. Mörg mjög skaðleg og hættuleg efni er að finna í sígarettum svo sem nikótín, tjöru og kolsýrling eða kolmónoxíð (CO). Þetta er þó aðeins brot af þeim efnasamböndum sem er a...

Nánar

Hvað þýðir orðið 'blákalt' og hvaðan kemur það?

Orðið blákalt þýðir eiginlega bara kalt en forliðurinn blá- er notaður í herðandi merkingu; það sem er ‘blákalt’ er ennþá kaldara en kalt. Aðrir litaforliðir eru til dæmis ‘svart-’ eins og í orðunum ‘svartnætti’ sem er dimm nótt og ‘svartamarkaður’ þar sem verslað er á ólöglegan hátt eða með óleyfilegar vörur....

Nánar

Fleiri niðurstöður