Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 100 svör fundust

Hver er gjaldmiðillinn í Prag?

Gjaldmiðill Tékkklands (og þar með höfuðborgarinnar Prag) heitir koruna, eða tékkneska krónan (CZK eða Kč). Ein tékknesk króna skiptist svo í hundrað hali eða hellera (h). Tékknesku seðlarnir skiptast í 5000, 2000, 1000, 500, 200, 100, 50 og 20 CZK en myntin skiptist í 50, 20, 10, 5, 2, og 1 CZK og 50 h....

Nánar

Hvernig eru nöfnin Björg og Björk fallbeygð?

Við bendum þeim sem þurfa að fletta upp beygingum á orðum, hvort sem það eru mannanöfn eða önnur orð, á síðuna Beygingarlýsing íslensks nútímamáls. Hérna eru upplýsingar sem fundust um nöfnin Björgu og Björk: nfHér erBjörgBjörk þfumBjörguBjörk þgffráBjörguBjörk eftil BjargarBjarkar Nafnið Björg þý...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Andrómedu-vetrarbrautina?

Andrómeda-vetrarbrautin er næsta stóra vetrarbrautin við vetrarbrautina okkar. Við góð skilyrði sést hún sem daufur þokublettur á næturhimninum í stjörnumerkinu Andrómedu, sem hún dregur nafn sitt af. Stjörnufræðingar nefna Andrómedu-vetrarbrautina oft M31 eða NGC 224 og er hún í um 2,8 milljón ljósára fjarlægð ...

Nánar

Hvaða tungumál er talað í Úganda?

Úganda er í Austur-Afríku, og á landamæri að Súdan, Kongó, Kenía, Tansaníu og Rúanda. Enska er opinbert mál Uganda en meira en 30 tungumál og mállýskur eru talaðar í landinu. Enska er þó útbreiddasta tungumálið í landinu heldur eru luganda sem tilheyrir níger-kongó málum og Swahili þau algengustu. Meðal annarra t...

Nánar

Hvaða ár fæddist Eoin Colfer?

Eoin Colfer, rithöfundur og fyrrum grunnskólakennari, fæddist árið 1965 í Wexford sem er bær við suðausturströnd Írlands. Hann er annar í röð fimm bræðra sem heita Paul, Eamon, Donal og Niall. Alls hefur Colfer skrifað 12 bækur, en er þekktastur fyrir að skrifa bækurnar um Artemis Fowl, 12 ára gáfnaljós og glæpam...

Nánar

Hvað þýða litirnir í þýska fánanum?

Í þýska fánanum eru þrír litir, svartur, rauður og gylltur. Til eru tvær kenningar um uppruna þeirra. Önnur þeirra segir að litirnir séu komnir frá búningum Lützow Free Corps, sem var hreyfing stúdenta og menntamanna sem hafði það markmið að frelsa Þýskaland undan oki Napóleóns. Hin kenningin segir að litirnir...

Nánar

Er hægt að taka greindarpróf á netinu og ef svo er á hvaða síðum?

Í venjulegum greindarprófum fær fólk spurningar sem það svarar með því að krossa við þann svarmöguleika sem það telur réttastan. Þegar búið er að svara öllum spurningum í prófinu er greindarvísitala reiknuð út. Flestir fá eitthvað í kringum 80-120, en 100 er meðalgreind. Meira um þetta er hægt að lesa í svari Heið...

Nánar

Hvar er Hrísey?

Hrísey liggur í utanverðum Eyjafirði á Norðurlandi. Eyjan er önnur stærsta eyjan við Ísland; 7,5 km að lengd og 2,5 km að breidd. Stærsta eyjan er aftur á móti Heimaey, og má lesa meira um hana í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hver er stærsta eyjan við Ísland? Hrísey hefur verið ...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Indland og höfuðborg þess?

Indland er í lýðveldi í Suður-Asíu, en það fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1947. Heildarflatarmál Indlands er 3.287.590 km2 sem er heldur minna en þegar landið var undir stjórn Bretlands. Búrma, sem nú kallast Mjanmar, klofnaði frá Indlandi árið 1937 og Pakistan skildi sig frá landinu árið 1947. Árið 1971 klofnaði...

Nánar

Hvað þýða litirnir í finnska fánanum?

Fáni Finnlands er kallaður Siniristilippu á finnsku eða 'fáninn með bláa krossinum'. Eins og nafnið bendir til er fáninn blár kross á hvítum fleti. Blái liturinn táknar himininn og stöðuvötnin, en Finnland er einmitt þekkt sem þúsund vatna landið og eru stöðuvötnin þar rúmlega 187.000 í allt. Hvíti liturinn táknar...

Nánar

Er sumar í Ástralíu þegar við höldum upp á jólin?

Árið skiptist í árstíðir vegna möndulhalla jarðar. Án þessa halla væri enginn hitamunur á vetri og sumri. Auk þess væru dagur og nótt tólf tímar allt árið um kring alls staðar á jörðinni. Þegar norðurhvel jarðar hallar að sólinni þá er sumar þar en vetur á suðurhveli. Á sama hátt er sumar á suðurhveli þegar það ha...

Nánar

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?

Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...

Nánar

Hver er Lúsífer? Er hann fallinn engill eða kölski?

Orðið Lúsífer er upphaflega komið úr latínu og þýðir bókstaflega ljósberi. Orðið Kristófer er af sama tagi og vísar tll þess sem ber krossinn, en fer-endingin í nöfnunum er sótt til latnesku sagnarinnar fero sem merkir meðal annars að bera. Í rómverskri goðafræði var Lúsífer persónugervingur morgunstjörnunnar ...

Nánar

Hvaða plöntur éta menn?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu. Ef spyrjandi á við hvaða plöntur menn leggi sér til munns yrði svarið mjög löng upptalning þar sem við menn borðum jú fjölmargar tegundir úr jurtaríkinu. Ef aftur á móti er átt við hvaða plöntur nærast á mönnum horfir málið öðruvísi við. Ekkert bendir til þess að til s...

Nánar

Fleiri niðurstöður