Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 2522 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna er suðurströnd Íslands sandströnd eða sandeyrar frá Djúpavogi að Þorlákshöfn?

Talið er að suðurströnd Íslands hafi færst 4 km suður í Kötluhlaupinu 1918. Þá myndaðist Kötlutangi sem var syðsti punktur Íslands í nokkra áratugi, uns hafið hafði nagað hann burt og borið efnið vestur með ströndinni og meðal annars bætt vel í ströndina hjá Vík í Mýrdal. Á landnámsöld, og allt til 1179, var Hjörl...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kemur aldrei hvirfilbylur eða fellibylur á Íslandi?

Hvirfilbyljir eða skýstrókar eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, sumir hafa kannski séð hvirfilbylji í bíómyndum. Fellibyljir eru hins vegar víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Það er algengt að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fellib...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju kallast Fimmvörðuháls þessu nafni?

Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars:Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra stystu leiðina milli Goðalands og heimabyggðar, um Hrútafellsheiði, Drangshlíðarheiði og slakkann milli Eyjafjallajö...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?

Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Deyr loðna eftir hrygningu eins og á við um laxinn?

Já það er rétt að nær öll loðna drepst að hrygningu lokinni. Helstu hrygningarsvæði loðnunnar hér við land eru með suður- og vesturströndinni, allt frá Hornafirði að Ísafjarðardjúpi. Hrygningin hefst í febrúar og stendur fram í apríl og maí en dæmi er um hrygningu hjá loðnunni eitthvað inn í sumarmánuðina. Loðn...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Eru einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hafa verið einhver þorp eða byggðarkjarnar á Íslandi sem hafa lagst algjörlega í eyði? Er svo er, hvaða þorp eru það og hver er saga þeirra? Svarið við fyrri spurningunni er já, vissulega hafa þorp lagst í eyði. Erfitt er að segja nákvæmlega hve mörg og hvenær vegna þess að ál...

category-iconJarðvísindi

Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...

category-iconHugvísindi

Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?

Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvar var Jómsborg?

Í Jómsvíkinga sögu segir meðal annars frá Jómsvíkingum, alræmdu hernaðarbandalagi danskra víkinga sem hafa aðsetur í svo nefndri Jómsborg. Í sögunni segir að danskur höfðingi að nafni Pálna-Tóki hafi flúið undan Danakonungi og á náðir konungsins í Vindlandi sem gefur honum land í sínu ríki gegn því að hann verji V...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Kom Kristófer Kólumbus til Íslands?

Í janúar 1495 skrifaði Kólumbus konungshjónunum á Spáni þeim Ferdínand og Ísabellu bréf í þeim tilgangi að réttlæta og verja gerðir sínar sem landstjóri í spænsku nýlendunum vestanhafs en margt var honum mótdrægt í því starfi. Einnig höfðu andstæðingar hans heima í Madríd gagnrýnt hann og rægt. Bréfið notaði hann ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Kesara Anamthawat-Jónsson rannsakað?

Kesara Margrét Anamthawat-Jónsson er prófessor í grasafræði og plöntuerfðafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hún hefur haft umsjón með kennslu í plöntulífeðlisfræði, plöntuerfða- og líftækni, sameinda- og frumuerfðafræði plantna og hitabeltislíffræði. Ran...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er sjóbirtingur?

Sjóbirtingur er urriði (Salmo trutta) sem líkt og laxinn dvelst fyrstu ár ævi sinnar í fersku vatni en gengur síðan til sjávar. Venjulega eru slíkir urriðar orðnir 2-5 ára gamlir þegar þeir yfirgefa uppeldisstöðvar sínar og fara á haf út. Það gerist langoftast á vorin. Sjóbirtingar eru algengastir við vestu...

category-iconLandafræði

Hvaða höf liggja að Norðurlöndum?

Hafið sem liggur að öllum Norðurlöndum er einfaldlega Norður-Atlantshaf. Sumum finnst það kannski hljóma undarlega, en í kerfi heimshafanna eru Noregshaf, Norðursjór, Eystrasalt og svo framvegis, eingöngu innhöf, strandhöf eða flóar sem tilheyra Atlantshafinu. Hér er reyndar einnig gert ráð fyrir að Norður-Íshafið...

category-iconVeðurfræði

Hvað er fellibylur, af hverju og við hvaða aðstæður myndast fellibyljir?

Fellibyljir eru djúpar og krappar lægðir sem myndast yfir hafi í hitabeltinu. Lægðir þessar valda oft miklu tjóni þegar þær ganga á land, ýmist vegna fárviðris, úrfellis eða sjávarflóða sem oft fylgja. Ólíkt lægðum sem fara um Ísland og myndast og dýpka á mörkum kaldra og hlýrra loftmassa sækja fellibyljir ork...

category-iconLandafræði

Hver eru fimm þéttbýlustu lönd í heimi?

Fimm þéttbýlustu lönd heims eru: Macau með 21 606 íbúa á hvern ferkílómetra Mónakó með 16 329 íbúa á hvern ferkílómetra Singapúr með 6641 íbúa á hvern ferkílómetra Hong Kong með 6603 íbúa á hvern ferkílómetra Gíbraltar með 4254 íbúa á hvern ferkílómetra Myndin hér að ofan sýnir hluta af Macau. Macau...

Fleiri niðurstöður