Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 158 svör fundust

Hvað getið þið sagt okkur um baðhús og baðmenningu í Rómaveldi?

Almenningsböð voru mikilvægur þáttur í menningu Rómverja. Þau eru talin eiga uppruna sinn á 2. öld f.Kr. Flestir höfðu ekki aðgang að baði í heimahúsum og urðu því að fara í baðhús (balnea) til þess að baða sig. Einungis þeir allra ríkustu höfðu efni á að hafa laugar inni á eigin heimili. Baðhúsin urðu æ glæsilegr...

Nánar

Hvað þýðir orðið lobbíismi sem stjórnmálamenn nota?

Lobbíismi eða hagsmunagæsla er iðja sem lobbíistar eða hagsmunaverðir stunda. Finna má orðið lobbíisti í íslenskri orðabók: (niðrandi) maður sem starfar við að greiða hag fyrirtækis, samtaka o.s.frv. við stjórnvöld og stjórnmálamenn.Orðið virðist hafa fremur neikvæðan blæ í íslensku enda er opinber hagsmunagæsla ...

Nánar

Hvað er Bonsai? Er það tegund eða aðferð?

Bonsai er japanskt orð og þýðir upprunalega að planta í bakka. Merking orðsins hefur þó breyst lítið eitt með tímanum og tengist nú einkum japönskum dvergatrjám og listinni að rækta tré í bökkum. Bonsai-tré líkjast venjulegum trjám sem vaxa villt í náttúrunni nema þau eru miklu minni. Bonsai-tré eru tekin úr ...

Nánar

Hvað varð um peningana sem almenningur tapaði í hruninu 2008?

Eignaverðsbóla býr til mikið af verðmætum á pappír en hefur miklu minni áhrif á raunveruleg verðmæti í hagkerfinu. Skýringin er að í bólu setja markaðir hærri verðmiða en áður á eignir eins og fyrirtæki (hlutabréf) eða fasteignir. Þar með finnst eigendum þeirra þeir verða ríkari en áður. Í ákveðnum skilningi eru þ...

Nánar

Hvað er slangur gamalt fyrirbrigði?

Erfitt er að skilgreina nákvæmlega hvað átt er við með orðinu slangur. Það nær yfir óformlegt orðfæri sem er frábrugðið viðurkenndu málsniði. Slanguryrðin eru oft tengd ákveðnum hópum í samfélaginu sem nota þau sem sitt sérstaka mál. Slangur einkennist af óvenjulegri orðmyndun, orðaleikjum og myndmáli og er fyrst ...

Nánar

Geta vísindin spáð eldgosum?

Reynsla hér á landi og erlendis sýnir að í mörgum tilfellum má segja til um eldgos. Oft er talsverður aðdragandi að gosum. Fyrirboðar eldgosa geta verið margvíslegir og mikilvægt er að leggja mat á sem flesta þeirra. Algengustu fyrirboðarnir eru aukin jarðskjálftavirkni, landris á eldfjöllum, aukin jarðhitavirkni ...

Nánar

Er lambablóð í Guinness-bjór?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er notað lambablóð við bruggun á Guinness-bjór? Ef ekki, af hverju er hann þá svona járnríkur og hressandi?Flökkusögur spretta oft upp í kringum fyrirbæri sem almenningi er tíðrætt um. Það er einmitt raunin með dökka Guinness-bjórinn. Hann hefur verið bruggaður síðan 1759 og...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um Chibcha, frumbyggja Kólumbíu?

Chibcha-fólkið er einn af frumbyggjahópum Kólumbíu í Suður-Ameríku. Í sumum heimildum gengur fólkið undir nöfnunum Muisca eða Mosca en hér verður heitið Chibcha notað og þá umritað sem Síbsjar. Á máli Síbsjar-búa þýðir síbsjar 'höfðingi samfélagsins'. Fyrir tíma landvinninga Spánverja í Suður- og Mið Ameríku bj...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Helgi Gunnlaugsson stundað?

Helgi Gunnlaugsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og lúta rannsóknir hans einkum að afbrotum og afbrotafræði. Í doktorsverkefni sínu tók Helgi fyrir afbrot á Íslandi í alþjóðlegu samhengi þar sem hann skoðaði meðal annars ólík viðbrögð samfélagsins gagnvart annars vegar áfengis- og vímuefnum og hin...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt...

Nánar

Hvað gerði Kobbi kviðrista (Jack the Ripper)?

Kobbi kviðrista, eða Jack the Ripper, er einn þekktasti raðmorðingi allra tíma. Frá 7. ágúst til 10. nóvember árið 1888 myrti Kobbi að minnsta kosti fimm manns, allt vændiskonur. Raunar er nafn hans aðeins uppspuni. Enginn veit hvað hann hét í raun, því morðmálið var aldrei upplýst. Kobbi kviðrista framdi öll...

Nánar

Var Sherlock Holmes til í alvöru?

Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...

Nánar

Má þvo íslenska fánann, til dæmis í þvottavél?

Um íslenska fánann gilda lög sem í daglegu tali eru oft kölluð fánalögin en raunverulegt heiti þeirra er: Lög um þjóðfána Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið. Í þessum lögum kemur fram hvernig íslenski fáninn skuli líta út og undir hvaða kringumstæðum hann má nota. Í 12. gr. laganna segir meðal annars: Enginn má óvi...

Nánar

Hvað er mannamál?

Það er snar þáttur í stefnu og verklagsreglum Vísindavefsins að "tala mannamál" eftir bestu getu. Ef það er ekki gert hættir fólk nefnilega að hlusta. Ýmsir spyrjendur nefna líka orðið mannamál í spurningum sínum. Þegar Björn Þorsteinsson heimspekingur var beðinn um að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli fann...

Nánar

Fleiri niðurstöður