Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 235 svör fundust

Af hverju er Jerúsalem heilög borg?

Þrenn trúarbrögð telja Abraham vera ættföður sinn: gyðingdómur, kristni og íslam. Margir sem aðhyllast þessi trúarbrögð líta svo á að Jerúsalem sé heilög borg. Frá 10. öld f.Kr. hafa gyðingar álitið Jerúsalem vera heilaga borg. Þeir beina bænum sínum enn í dag í átt að Jerúsalem og trúa því að Ísrael hafi verið...

Nánar

Hver var Ibn Sina, öðru nafni Avicenna?

Ibn Sina (Abu Ali al-Husayn ibn Abd Allah ibn Sina), betur þekktur sem Avicenna á Vesturlöndum, var persneskur heimspekingur og fjölfræðingur. Hann fæddist um 980 e.Kr. í þorpinu Afshana nálægt borginni Bukhara sem í dag tilheyrir Úsbekistan.[1] Avicenna er talinn vera einn áhrifamesti heimspekingur Mið-Austurland...

Nánar

Eru til margar séríslenskar tegundir af köngulóm sem hafa þróast hér?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl verið þið. Við strákurinn minn vorum að lesa að á Íslandi eru 80 tegundir af kóngulóm! En hvernig komust þær til Íslands? Og eru þær kannski margar séríslensk tegund, þróaðar út frá fáum tegundum sem tókst einhvern veginn að koma hingað? Þetta er frábær spurning sem tilhey...

Nánar

Hver var Averroes og hvert var framlag hans til fræðanna?

Ibn Rushd (1126–1198) eða Averroes, eins og hann nefndist á latínu eftir spænskum miðaldaframburði (Aven Ruiz), var læknir, dómari og heimspekingur í borginni Cordoba á Spáni og var uppi á 12. öld. Cordoba tilheyrði þá arabískumælandi ríki sem nefndist Al-Andalus og var á fyrri hluta aldarinnar undir stjórn fursta...

Nánar

Hvað hét Múhameð spámaður fullu nafni?

Fullt nafn Múhameðs spámanns er Abu al-Qasim Muhammad ibn ‘Abd Allah ibn ‘Abd al-Mut talib ibn Hashim. Samkvæmt arabískri nafnvenju eru börn yfirleitt kennd við föður eins og á Íslandi. Ibn 'Umar merkir sonur 'Umars (Ómars) og bint 'Abbas er dóttir 'Abbasar. Ein af fáum undantekningum frá þessari venju er þega...

Nánar

Hvernig er heimildum raðað upp í heimildaskrá?

Í heimildaskrá þurfa allar helstu upplýsingar um heimildir að koma fram, svo sem höfundur verks, nafn þess, útgáfustaður og útgáfuár. Sé vitnað í tímaritsgrein þarf einnig að koma fram úr hvaða tímariti greinin er og hvar greinina er að finna í því (árgangur, tölublað ef við á og blaðsíðutal). Heimildum er raðað í...

Nánar

Er sama tímatal notað í íslamstrú og kristinni trú?

Einfalda svarið við þessari spurningu er: nei, það er ekki sama tímatal notað í íslamstrú og í kristinni trú. Tímatal kristinna manna kallast gregoríanska tímatalið og er notað í flestum Vesturlöndum. Tímatal múslima er hins vegar kallað Hijri-tímatalið og er notað opinberlega í löndum við Persaflóa og þá sérstakl...

Nánar

Hvað er Bræðralag múslíma og hvenær var það stofnað?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.[1] Bræðralag múslíma var stofnað árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna en meðlimir bræðralagsins tilheyra súnnítum.[2] Merki Bræðralags múslíma. Al-Banna fæddist ár...

Nánar

Hver er staða kvenna innan Bræðralags múslíma?

Bræðralag múslíma (ar. al-Ikhwan al-Muslimun) er ein elsta, stærsta og áhrifamesta íslamska hreyfing Egyptalands, og þótt víðar væri leitað.] Bræðralagið var stofnað í borginni Ismailiya í Egyptalandi árið 1928 af kennaranum Hassan al-Banna (1906–1949). Um bræðralagið og tilurð þess er fjallað í svari sama höfunda...

Nánar

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

Nánar

Hafa auglýsingar síður áhrif á greint fólk?

Samantekt Rhodes og Wood (1992) bendir til þess að samband sé milli greindar og áhrifa auglýsinga.* Að jafnaði gildir að eftir því sem greind mælist hærri, því erfiðara er að breyta viðhorfum með auglýsingum. Þessi tengsl eru jafnan skýrð þannig að greint fólk búi yfir meiri þekkingu en aðrir, og að það sé þekking...

Nánar

Hvers vegna keyrir eldra fólk oft hægt?

Eins og fram kemur í svari Pálma V. Jónssonar við spurningunni Hefur hár aldur og hægari líkamsstarfsemi áhrif á það hvernig við skynjum hraða tímans? hægja ýmsar aldurstengdar breytingar á hreyfingum og viðbrögðum fólks. Hjá eldra fólki er vöðvasamdráttur hægari en hjá þeim sem yngri eru. Þetta stafar meðal an...

Nánar

Fleiri niðurstöður