Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 61 svör fundust

Hvað er Stóridómur?

Stóridómur er samþykkt um siðferði sem gerð var á alþingi sumarið 1564 að frumkvæði beggja lögmanna og æðsta fulltrúa konungs á Íslandi, Páls Stígssonar hirðstjóra. Konungur staðfesti dóminn árið eftir. Skammt var frá siðaskiptum og stemningin sú að herða á viðurlögum við hvers kyns lauslæti í samfélaginu. Það var...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um fyrstu nunnurnar á Íslandi?

Meira en 300 ár liðu frá því að Ingólfur Arnarson steig hér á land árið 874 og þar til fyrsta nunnuklaustrið var stofnað á Íslandi. Samt sem áður greina ýmsar heimildir frá þessu tímabili frá konum, oft ekkjum, sem kusu að helga sig kristinni trú og bænahaldi, stundum eftir stormasama ævi. Þannig segir Laxdæla að ...

Nánar

Af hverju var Snæfellsjökull gerður að þjóðgarði?

Þjóðgarðar eru stofnaðir skv. 51 gr. laga nr. 44/1999 um náttúruvernd. Þeir eru á landsvæði sem ástæða þykir til að vernda sérstaklega vegna sérstæðs landslags eða lífríkis eða að á því hvíli söguleg helgi. Jafnframt er almenningi heimilt að fara um þjóðgarðinn eftir tilteknum reglum. Markmiðið með því að stof...

Nánar

Hvað lærði fólk árið 1000? Var um einhverja „menntun“ að ræða?

Frá fornu fari var við það miðað að íbúar trúboðssvæða fengju ekki skírn fyrr en eftir nokkra fræðslu sem var veitt á svokölluðu trúnemanámskeiði (katekumenati). Gat það tekið frá einu upp í þrjú ár. Þar lærði fólk frumatriði kristinnar trúar en jafnframt átti að laga líf þess að kristnu siðferði og gildismati. Lá...

Nánar

Hvaða skólar voru starfræktir á Íslandi á miðöldum?

Hér skiptir miklu máli hvaða merkingu við leggjum í orðið skóli. Almennt merkir það fastmótaða stofnun sem starfar með reglubundnum hætti í langan tíma eftir formlegri skipulagsskrá og þar sem kennarar fræða nemendur. Sé þessu hugtaki beitt er óvíst hvenær skólahald hófst hér, hversu margir skólar voru í landinu o...

Nánar

Af hverju koma flensufaraldrar alltaf upp á svipuðum tíma árlega?

Á hverjum vetri gengur inflúensan yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars og hún stendur yfirleitt yfir í 2–3 mánuði. Sambærilegur faraldur gengur síðan yfir suðurhvel jarðar á tímabilinu júní til október. Þetta tengist í báðum tilvikum kólnandi veðurfari og öðru sem því fylgir. Í þungum faraldri eyks...

Nánar

Hvert er hlutverk Alþingis?

Samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins Íslands hefur Alþingi eftirfarandi hlutverk: Alþingi fer með löggjafarvaldið, ásamt forseta Íslands (2. grein). Alþingi fer með fjárstjórnarvald (40. og 41. grein). Alþingi ræður skipun ríkisstjórnarinnar (1. grein). Alþingi veitir framkvæmdarvaldinu aðhald (39., 43. og 54. g...

Nánar

Hvaða maurategundir hafa fundist hér á landi en ekki náð fótfestu?

Tæplega 20 tegundir maura hafa fundist hér á landi. Vísbendingar eru um að fjórar þeirra hafi náð hér fótfestu; húsamaur, blökkumaur, faraómaur og draugamaur. Um þessar tegundir er fjallað í svari við spurningunni Hvaða maurar hafa náð fótfestu á Íslandi? Í þessu svari er sagt frá nokkrum tegundum sem hafa fundist...

Nánar

Hvernig myndi nútíma einstaklingur finna sig í Fögruborg Platons?

Hér er spurningin skilin þeim skilningi að átt sé við líðan nútíma fólks í Fögruborg, hvernig því þætti að búa þar. Á hinn bóginn gæti orðasambandið „að finna sig“ í einhverju samhengi líka átt við það þroskaferli að átta sig á því hvaða mann maður hefur að geyma, hver gildi manns séu og þar fram eftir götunum. ...

Nánar

Hvernig lifir haförninn á Íslandi?

Haförninn (Haliaeetus albicilla) er einn þriggja ránfugla sem verpir hér á landi, hinar tveir eru smyrillinn (Falco columbarius) og fálkinn (Falco rusticolus). Haförninn er í senn sjaldgæfasti og langstærsti ránfuglinn í íslensku fuglafánunni, vænghaf hans getur orðið rúmir tveir metrar og fuglarnir vega allt frá ...

Nánar

Hvað er ebóluveiran?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hver eru einkenni, útbreiðsla og möguleg lækning gegn Ebóluveirunni? Ebóluveiran tilheyrir svokölluðum þráðveirum (e. filoviruses) sem eru einþátta RNA-veirur sem minna í útliti á snúru eða reipi. Rafeindasmásjármynd af ebóluveiru. Veiran dregur nafn sitt af ánni Ebólu í Ko...

Nánar

Hvaða klaustur voru á Íslandi á miðöldum?

Í kaþólskum sið voru níu klaustur starfrækt hér á landi, tvö fyrir nunnur og sjö fyrir munka. Nunnuklaustrin voru Kirkjubæjarklaustur í Skaftafellssýslu, stofnað 1186 af Þorláki helga Skálholtsbiskupi, og Reynistaðarklaustur í Skagafirði, stofnað 1295 af Jörundi Hólabiskupi og hefðarkonunni Hallberu Þorsteinsdóttu...

Nánar

Fleiri niðurstöður