Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 142 svör fundust

Hver er skilgreiningin á hreinræktuðum hundi?

Hundarækt hefur verið stunduð öldum saman og frá upphafi hefur markmiðið verið hið sama; að rækta hunda með ákveðna eiginleika til dæmis varðandi skapferli, vinnueðli, útlit eða stærð. Hreinræktaðir hundar eru skráðir í viðurkennda ættbók, þar sem ætterni og tegund er staðfest. Á Íslandi er Hundaræktarfélag Ís...

Nánar

Hvað er UML?

UML™ (Unified Modeling Language) er mál sem notað er til þess að lýsa hugbúnaði. Notkun UML við hugbúnaðargerð má líkja við notkun teikninga við húsbyggingar. Áður en forritun hugbúnaðar hefst eru gerð líkön til að kaupandi og hönnuðir geti áttað sig betur á virkni hugbúnaðarins, hvernig best sé að hanna hann ...

Nánar

Hvernig eru kívíávextir ræktaðir?

Kívíávextir, eða loðber, eru aldin klifurplantna af ættkvíslinni Actinidia; Wikipedia nefnir Actinidia deliciosa og Encyclopædia Britannica Actinidia chinensis. Hægt er að lesa meira um kívíávöxtinn í svarinu Úr hvaða tveimur ávöxtum er kívíávöxtur búinn til? eftir EMB. Einnig má benda á svar Jóns Más Halldórsso...

Nánar

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

Nánar

Samrýmist afstaða Lúthers til hjónaskilnaða afstöðu Jesú?

Upphafleg spurning var á þessa leið:Lúther vildi leyfa skilnað þó Jesús harðbannaði það. Af hverju?1. Jesús og hjónabandið Spurningin virðist byggjast á misskilningi því samkvæmt Matteusarguðspjalli leyfir Jesús hjónaskilnaði þar sem hann segir: „Vegna harðúðar hjartna yðar leyfði Móse yður að skilja við konu...

Nánar

Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?

Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...

Nánar

Hvaða áhrif hefur hungurverkfall á líkamann?

Við föstu eða svelti þarf líkaminn að treysta á eigin birgðir af orkugefandi næringarefnum. Fyrst um sinn nýtir hann birgðir sínar af kolvetnum og fitu, en kolvetnabirgðirnar sem eru fyrst og fremst á formi glúkósa (þrúgusykurs) í glýkógensameindum klárast á aðeins nokkrum klukkustundum. Þar sem heilinn, ásamt ...

Nánar

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

Nánar

Hvernig get ég breytt nafninu mínu?

Samkvæmt 17. grein laga um mannanöfn nr. 45/1996 er heimild fyrir því að fá nafni sínu breytt í Þjóðskrá einu sinni nema sérstaklega standi á. Hvernig ferlið er og hvort nafnbreytingin er gjaldskyld eða ekki fer eftir því hvort aðeins er um að ræða breytingu á ritun nafns eða hvort um eiginlega nafnbreytingu er að...

Nánar

Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?

Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga. Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann. Úr kvikmyndinni Gladiator....

Nánar

Get ég tekið upp ættarnafn afa míns sem foreldrar mínir hafa ekki notað?

Já. Í 5. mgr. 8. gr. laga nr. 45/1996 um mannanöfn segir að maður, sem samkvæmt Þjóðskrá ber ættarnafn við gildistöku þessara laga eða bar ættarnafn í gildistíð laga nr. 37/1991, megi bera það áfram. Sama gildir um niðja hans hvort heldur er í karllegg eða kvenlegg. Orðalag ákvæðisins er skýrt um það að niðjar man...

Nánar

Hvað þýðir það að skip sigli undir hentifánum?

Þegar skip sigla undir öðrum fána en eigin ríkisfána er sagt að þau sigli undir hentifánum. Ástæða þessa er yfirleitt fjárhagslegur ávinningur, til dæmis hvað varðar skráningargjöld, en skipin greiða þá aðeins ákveðin gjöld til þess ríkis sem þau kenna sig við. Íslensk skip hafa í mörgum tilvikum siglt undir öðrum...

Nánar

Hvaðan kemur orðið erfidrykkja og hvaða erfi er verið að drekka?

Orðið erfi er gamalt í málinu og er notað um samkomu sem efnt er til í því skyni að minnast, oftast að heiðra minningu, látins manns. Annað orð um sama er erfisdrykkja. Í Laxdæla sögu er sagt frá láti Höskulds Dala-Kollssonar (ÍFV:73). Þar stendur (stafsetningu breytt): Synir hans láta verpa haug virðulegan ...

Nánar

Hvaða ár var virðisaukaskattur settur á?

Árið 1988 var ákveðið á Alþingi að leggja á virðisaukaskatt og var hann fyrst innheimtur þann 1. janúar árið 1990. Virðisaukaskatturinn leysti af hólmi söluskatt. Virðisaukaskattur þykir almennt hafa ýmsa kosti fram yfir söluskatt en þó er það galli að innheimta virðisaukaskatts er aðeins flóknari. Helsti munu...

Nánar

Fleiri niðurstöður