Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 413 svör fundust

Staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins

Alþingiskosningar verða 29. október 2016. Af því tilefni býður Vísindavefurinn almenningi að senda inn spurningar sem gætu vaknað í tengslum við kosningabaráttu flokkanna. Í kosningabaráttu er algengt að stjórnmálamenn og talsmenn stjórnmálaflokka setji fram fullyrðingar um tölulegar staðreyndir eða um þætt...

Nánar

Hvaða kona var fyrst til þess að fara út í geiminn?

Fyrsti kvenkyns geimfarinn var hin sovéska Valentina Tereshkova. Tereshkova var ekki flugmaður eins og svo margir af fyrstu geimförunum, heldur starfaði hún áður í textílverksmiðju. Hún var ein fimm kvenna sem valdar voru árið 1962 til þess að taka þátt í geimferðaþjálfun, en Sovétmenn höfðu mikinn áhuga á að ...

Nánar

Samstarf um stjórnarskrána

Rannsóknaverkefnið Lýðræðisleg stjórnarskrágerð og Vísindavefurinn hafa stofnað til samstarfs um stjórnarskrármál. Nýlega skiluðu forystukonur Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá undirskriftum 43.423 íslenskra borgara þar sem þess er krafist að Alþingi „virði niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 20. október 2012 o...

Nánar

Af hverju fær maður hiksta?

Líkaminn inniheldur svokallaða öndunarboða sem senda manni boð þegar við eigum að anda. Stundum senda þau aukaboð og öndunin ruglast. Þá fær maður ef til vill hiksta. Vanalega kemur hiksti eftir að fólk hefur borðað mikinn mat og sérstaklega þegar maturinn er mjög kryddaður eða þegar fólk drekkur mikinn vökv...

Nánar

Nýtt útlit á Vísindavefnum

Þann 5. október 2007 var skipt um útlit á Vísindavefnum. Áður leit Vísindavefurinn út eins og sést hér á myndinni og hafði reyndar verið eins í öllum aðalatriðum frá því vefnum var hleypt af stokkunum 29. janúar árið 2000. Svona leit Vísindavefurinn út fyrir útlitsbreytinguna í október. Nýja útlitið er hanna...

Nánar

Af hverju hitna svartir hlutir þegar sól skín á þá?

Þegar hlutir hitna senda þeir frá sér varmageislun. Hæfni hluta til að senda varmageislun frá sér er sú sama og hæfni þeirra til að gleypa slíka geislun í sig. Yfirleitt gleypa svartir hlutir betur í sig varmageislun, til dæmis frá sólu, en ljósir hlutir. Ástæðan fyrir því er sú að ljósir hlutir endurkasta yfirlei...

Nánar

Hversu mikið er hægt að þjappa gögnum?

Í stuttu máli er svarið að það eru engin sérstök neðri mörk á því hversu mikið hægt er að þjappa gögnum. Það er þó ekki hægt að þjappa þeim niður í ekki neitt, því að gögnin verða að komast til skila. En það fer eftir eðli gagnanna og þeim forsendum sem við gefum okkur, hversu mjög við getum þjappað. Tökum einf...

Nánar

Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Eftir umfangsmiklar kannanir á tunglinu á sjöunda áratugnum, sem meðal annars fólu í sér nákvæma kortlagningu yfirborðsins og fimm lendingar ómannaðra geimfara, sendu Bandaríkjamenn níu mönnuð geimför til tunglsins. Fyrsta mannaða geimfarið sem fór á braut um tunglið var Apollo 8., sem flaug í desember 1968, og va...

Nánar

Hvað gerir maginn?

Hlutverk magans er fjórþætt. Í fyrsta lagi tekur hann við tugginni fæðu úr vélindanu. Þar blandast fæðan magasafa fyrir tilstuðlan bylgjuhreyfinga og malast áfram í mauk. Þetta er fyrsta stig meltingar, það er mölun, sem hefst í munni. Annað hlutverk magans er að drepa örverur sem kynnu að komast með fæðunni í...

Nánar

Gáta: Trukkurinn á brúnni

Stór trukkur er á leið yfir brú. Brúin ber einungis 7000 kg og engu máli skiptir hvar bíllinn er staðsettur, brúin mun alltaf þola sömu þyngd. Trukkurinn er hins vegar nákvæmlega 7000 kg og getur þannig keyrt út á brúna vandræðalaust. Brúin er heldur löng, um 50 km. Enginn annar bíll né nokkuð annað er á ferð um b...

Nánar

Hvers vegna kippist fóturinn til við högg neðan við hnéð?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Ef slegið er í hné manna kippist löppin til. Þetta er ósjálfrátt viðbragð, en það sem mig langaði að vita er hvaða tilgangi þjónar viðbragðið og af hverju verður það? Ef setið er með slakan fót og slegið er létt á réttan stað fyrir neðan hnéskelina tekur hann ósjálfrátt viðb...

Nánar

Hver er munurinn á veirum og ormum í tölvum?

Orðið tölvuveira (e. computer virus) er bæði notað í almennum skilningi um hvers kyns óæskileg forrit (e. malware, stytting á malicious software) en einnig um tiltekna undirtegund slíkra forrita. Hér verður fjallað örstutt um helstu flokka tölvuveira. Veirur (e. viruses, file infectors) eru forrit sem koma sér ...

Nánar

Fleiri niðurstöður