Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 73 svör fundust

Hvert er öflugasta eldgos á Íslandi sem vitað er um?

Þetta er ekki einföld spurning, mörg stór eldgos hafa orðið á Íslandi og erfitt að fullyrða hvert þeirra var öflugast. Í jarðlögum fram til nútíma (frá 17 milljónum ára fram til síðustu 10 þúsund ára) er víða að finna ummerki stórra eldgosa. Hér er bæði um að ræða stór súr sprengigos og stór basísk flæðigosa. Það ...

Nánar

Er til algilt líkan til að spá fyrir um verðbólgu?

Það er ekki neitt til sem kalla má algilt líkan til að spá verðbólgu ef með því er átt við að líkanið spái fullkomlega rétt fyrir um verðþróun. Raunar er það eðli allra líkana, jafnt í hagfræði sem öðrum vísindagreinum, að þau eru einföldun á raunveruleikanum og geta því ekki lýst honum fullkomlega. Að öðru jö...

Nánar

Hver fann upp stærðfræðina?

„Guð fann upp heilu tölurnar, allt annað eru mannanna verk“ er haft eftir Kronecker, einum af höfuðstærðfræðingum 19. aldar. Öll menningarsamfélög hafa einhverja aðferð til að kasta tölu á tiltekinn fjölda. Að þessu leyti mætti segja að enginn hafi fundið upp stærðfræðina heldur sé hún samofin menningunni og af Gu...

Nánar

Hvernig er hægt að útskýra heimspeki Heideggers á mannamáli?

Þessari spurningu verður best svarað í verki, það er að segja með því að útskýra í stuttu máli nokkra helstu þættina í heimspeki þýska hugsuðarins Martins Heideggers (1889–1976), en í öðru svari er fjallað nánar um hvað felist í orðinu mannamál. Í skrifum sínum og hugsun reyndi Heidegger einmitt að streitast ge...

Nánar

Hvað éta pokadýr?

Það er erfitt að gefa tæmandi úttekt á fæðu pokadýra þar sem pokadýr eru nokkuð fjölbreyttur hópur. Hér verður þess vegna fjallað um ættbálka pokadýra og sagt frá helstu einkennum og fæðu dýranna. Ránpokadýr (Dasyuromorphia) Þessi ættbálkur skiptist í þrjár ættir; maurapokaætt (Myrmecobiidae), pokaúlfaætt (T...

Nánar

Hvaða kvarðar eru helst notaðir til að mæla stærð jarðskjálfta?

Fljótlega eftir að skjálftamælingar hófust á virkum skjálftasvæðum, varð ljóst að jarðskjálftar voru mjög misstórir. Áhrif þeirra og tjón sem af þeim leiddi, var ekki sérlega góður mælikvarði á mikilvægi atburðanna í jarðfræðilegum skilningi. Þörf var á að finna kvarða sem gerði kleift að bera saman stærðir skjálf...

Nánar

Hversu mikið afl er í eldgosum?

Fá fyrirbæri á jörðu eru aflmeiri en stórt eldgos í algleymingi. Kvikustreymi í öflugustu gosum hér á landi er líklega um hundrað þúsund rúmmetrar á sekúndu, en flest gos eru þó miklu minni. Rúmmálið getur verið ónákvæmur mælikvarði á efnismagnið. Magn kvikugasa (vatnsgufu, koltvíoxíðs, brennisteins) er mjög mismu...

Nánar

Hver skapaði þríhyrninginn?

Elsta þekkta alþjóðlega heimildin um stærðfræði er skjal sem nefnist Rhind-papýrus og fannst í Egyptalandi á nítjándu öld. Skjalið er talið hafa verið ritað um 1650 f.Kr. og vera endurrit af 200 árum eldra skjali. Textinn er því um fjögur þúsund ára gamall. Rhind-papýrusinn sýnir myndir af þríhyrningum og greinir ...

Nánar

Hverjir „fundu upp“ π (pí)?

Talan π (pí) er hlutfallið milli ummáls og þvermáls hrings. Mönnum hefur snemma orðið ljóst að þetta hlutfall er hið sama fyrir alla hringi. Í ritum Evklíðs frá því um 300 fyrir Krist er þessi staðreynd sett fram án sönnunar. Í Biblíunni er talan 3 notuð sem gildi á π: „Og Híram gjörði hafið, og var þa...

Nánar

Fleiri niðurstöður