Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 85 svör fundust

Hvað af þessu er réttast að segja: tvem, tveim, eða tveimur?

Í fornu máli var algengast að þágufall af töluorðinu tveir væri tveim þótt myndin tveimr komi fyrir. Sænski málfræðingurinn Adolf Noreen taldi að tveim væri gömul tvítölumynd en tveimr væri samræmismynd við þrimr (síðar þremur) og er það mjög sennilegt. Sú mynd þekkist frá því fyrir 1200. Í nútímamáli eru báð...

Nánar

Hversu almenn er tölvueign Íslendinga?

Samkvæmt könnun sem gerð var í mars og apríl 1999 var tölva á tveim þriðjuhlutum heimila á Íslandi. Þar sem tölvueign fer stöðugt vaxandi má ætla að þetta hlutfall sé hærra núna. Auk þess hafa margir aðgang að tölvu á vinnustað þótt þeir séu ekki með tölvu heima hjá sér. Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 82,3%...

Nánar

Hvað var eða er elsti karl í heimi gamall?

Núverandi elsti karl í heimi er talinn vera Japani að nafni Yukichi Chuganji. Hann fæddist árið 1889 og hefur náð 112 ára aldri. Hann á heima í Fukuoka í Vestur-Japan. Hann hætti ekki að vinna fyrr en fyrir tveim árum. Hann vann við silkiormaræktun. Hann segir að lykillinn að langlífi sé hollur matur og bjartsýni....

Nánar

Hvað eru brönugrös?

Brönugrös (Dactylorhiza maculata islandica) eru plöntur af brönugrasaætt (orchidacea). Þau eru algeng á láglendi víða um land. Brönugrös finnast þó ekki alls staðar, til dæmis ekki í innsveitum norðanlands, á suðurlandi milli Ölfusár og Markarfljóts, og suðausturlandi milli Mýrdalssands og Núpstaðar. Brönugrös (...

Nánar

Af hverju eru álver byggð svona löng og mjó?

Í álveri fer framleiðsla álsins fram í rafgreiningarkerum þar sem sterkur rafstraumur fer frá forskauti til bakskauts um tiltölulega þunnt lag tiltekinnar efnabráðar sem við köllum raflausn, en í henni er hráefnið súrál leyst upp. Þegar rafstraumur fer um raflausnina klofnar súrálið í frumefni sín, ál og súrefni. ...

Nánar

Hvert er nýjasta spendýrið sem menn hafa fundið?

Margir núlifandi dýrafræðingar hefðu vafalaust viljað vera uppi á síðustu öld þegar menn voru enn að uppgötva nýjar tegundir spendýra í stórum stíl. Menn fóru inn í myrkviði Afríku og Suður-Ameríku og færðu heim upplýsingar um ótrúlegustu dýrategundir, þar á meðal mannapa. Þeir dagar eru liðnir og koma aldrei aftu...

Nánar

Hvers vegna heitir Barnafoss í Hvítá þessu nafni?

Upphaflega hét fossinn í Hvítá í Borgarfirði Bjarnafoss (Heiðarvíga saga, Íslenzk fornrit III:297) en ekki er vitað hvenær nafnið breyttist í Barnafoss. Bjarnafoss er enn til á sömu slóðum í Borgarfirði, í Norðlingafljóti í landi Kalmanstungu ofan við Núpdælavað, nærri alfaraleið, Núpdælagötum, upp til Arnarva...

Nánar

Hvaða ártöl notuðu víkingar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...

Nánar

Er hægt að búa til hvaða rauntölu sem er úr ræðum tölum með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum?

Stutta svarið við þessari spurningu er nei. Það er aðeins hægt að búa til sárafáar rauntölur með því að beita hefðbundnum reikniaðgerðum á ræðar tölur; til dæmis getum við hvorki búið til e né pí (\(\pi\)) þannig. Því miður er þetta of flókið að útskýra það hér til hlítar, en í staðinn getum við útskýrt hvernig má...

Nánar

Hvað getið þið sagt mér um feldbjöllur?

Feldbjöllur eða feldgærur (Attagenus smirnovi) eru taldar eiga uppruna að rekja til Afríku, nánar tiltekið í Kenía. Í Evrópu fannst feldbjalla fyrst í Rússlandi árið 1961 og hún hefur verið á hraðri útbreiðslu í Norður-Evrópu þar sem hún er orðin algengt meindýr í upphituðum húsum. Feldbjalla náði fyrst til Ís...

Nánar

Maður kastar bolta í stöng. Ef 10% líkur eru á að maðurinn hitti í einu kasti, hverjar eru þá líkurnar á því að hann hitti að minnsta kosti einu sinni í 10 köstum?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að ég fái sexu ef ég kasta sex teningum? og Kastað er þrem teningum og maður fær að velja eina tölu. Hverjar eru líkurnar á að talan manns komi upp? Allar þessar spurningar eiga það sameiginlegt að við endurtökum einhverja tilraun í ákveðinn fjölda ...

Nánar

Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?

Sumarið 1627 komu ræningjaskip til Íslands frá Norður-Afríku. Ránsmenn voru í tveim hópum; var annar upprunninn í borginni Sale í Marokkó og kom skömmu fyrir Jónsmessu; hinn var frá Algeirsborg (sem nú er höfuðborg Alsírs) og birtist á Íslandi um hálfum mánuði síðar. Hvernig samfloti þeirra var háttað eða hvort og...

Nánar

Af hverju eru sum eldfjöll á Íslandi virk en önnur ekki?

Einfaldasta svarið við þessari spurningu er; vegna þess að til þeirra óvirku streymir ekki lengur kvika. En þetta svar skilur spyrjandann kannski eftir í sömu sporum þar sem það útskýrir ekki hvers vegna kvikan hættir að streyma til eldfjallanna. Skoðum þetta nánar. Ísland hefur mikla sérstöðu í heiminum vegna...

Nánar

Fleiri niðurstöður