Leníngrad var glæsilegasta borg Sovétríkjanna og ein sú fjölmennasta fyrir seinni heimsstyrjöldina, en talið er að borgarbúar hafi þá verið tæpar 3,2 milljónir. Í stríðinu sátu herir Þjóðverja og Finna um borgina í nærri 900 daga. Fyrstu mánuði umsátursins sultu borgarbúar heilu hungri og ef Sovétmönnum hefði ekki...
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Jafnvel á frumjörð hafa aðstæður getað verið nokkuð fjölbreytilegar og enginn veit með vissu hvernig þær voru þar sem líf kviknaði. Líklegt er að það hafi kviknað þar sem lífrænar sameindir gátu myndast eða safnast fyrir og lítið sem ekkert var um súrefni. En það hefur þurft mörg skref og líklega langan tíma til þ...
Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla.
Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig.
100 og 50 króna myntir
Gulleit eirblanda með:
70% kopar
24,5% sink
5,5% nikkel
10, 5 og 1 krónu myntir
Málmblanda með:
...
Dýr koma sér fyrir í fæðuvef tiltekins vistkerfis. Það er vafasamt að álykta að staða þeirra þar hafi einhvern sérstakan tilgang. Á Vísindavefnum er að finna svar um tilgang mannsins, Vilhálmur Árnason fjallar um það í svari við spurningunum Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?. Þar er ekkert komið inn...
Þessi spurning er tvíræð. Sé hún skilin svo að spurt sé um orsakir þess að menn eru til þá geta líffræðingar veitt nokkuð ítarleg svör með tilvísun til þróunarkenningarinnar. Sé hún á hinn bóginn skilin svo að spurt sé um tilgang mannlífsins eða hvers vegna það sé þess virði að lifa því, þá verður fátt um svör.
...
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvers vegna íslenska orðið yfir fólk frá Noregi ritað með ð-i, Norðmaður, en ekki Normaður. Hvaðan kemur ð-ið?
Skýringin á Noregur í Íslenskri orðsifjabók eftir Ásgeir Blöndal Magnússon, sem aðgengileg er nú á málið.is hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, er...
Enginn veit hvernig líf myndaðist á jörðinni. Þrátt fyrir margvíslegar tilraunir og ótal skemmtilegar hugmyndir ríkir alger óvissa um fyrstu skrefin í náttúrulegri "sköpun" lífsins á jörðinni.
Til dæmis er það mikil ráðgáta hvernig fyrsta erfðaefnið myndaðist og úr hvaða efni það var samsett. Sumir halda að þa...
Einfaldasta svarið er kannski: Af því að þær þrífast!
Margar tegundir baktería urðu til fyrir mjög löngu og hafa þrifist ágætlega allar götur síðan, en hafa raunar talsvert aðra næringarkosti á síðari tímabilum jarðsögunnar en þær eða forverar þeirra höfðu í öndverðu.
Samkvæmt hugmyndum okkar um þróun lífsi...
Í eina tíð héldu menn einfaldlega að við mennirnir værum miðpunktur alheimsins, eða kannski öllu heldur heimkynni okkar, jörðin. Hún væri í miðju sólkerfisins og einnig í miðju kúlunnar sem menn töldu fastastjörnurnar sitja á. -- Einstaka menn efuðust um þessa heimsmynd, til dæmis hjá Forngrikkjum nokkrum öldum fy...
Orðasambandið að vera í sjöunda himni ‛vera afar glaður’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Þótt hugmyndin um sjö himna sé mjög gömul virðist þetta fasta orðasamband hafa borist hingað um það leyti, sennilega frá Danmörku, það er at være i den syvende himmel. Danir hafa líklegast f...
Yoktó er minnsta einingin í alþjóðlega einingakerfinu (SI-kerfinu), einnig kallað metrakerfið (e. metric system), en eitt yoktó er 10-24 af sérhverri SI-grunneiningu. Alþjóðlega einingin fyrir massa er gramm og því er hlutur sem vegur eitt yoktógramm einungis 10-24 gramm. Hlutur sem vegur eitt gramm er þá 1024 yok...
Flest þykir nú benda til þess að prótín hafi komið til sögunnar á undan DNA, en hins vegar hafi RNA verið komið fram á sjónarsviðið sem mikilvæg lífsameind á undan bæði prótínum og DNA.
Prótín eru afar fjölbreyttar sameindir og í nútímafrumum gegna þau margvíslegum hlutverkum. Jafnvel bakteríurnar smáu framleið...
Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf − án átaka, enginn þroski. Þessi tvö öfl, meðbyr-mótbyr, sem svo oft takast á, eru líklega forsendur lífsins. Ástin er í upprunalegu merkingunni afl lífsins, „já-ið“, lífs- og kynhvötin, afl gleðinnar, hins góða, jákvæða, frjóa, uppbyggilega − líbídó. Hið gagns...
Kabbala er dulhyggjustefna í Gyðingdómi. Örðugt er að fullyrða hvenær hún kom fram því að hún var lengi vel aðeins ætluð fáum innvígðum og varðveittist fyrst og fremst í munnlegri hefð. Í bókinni The Secret Doctrine of the Kabbalah: Recovering the Key to Hebraic Sacred Science eftir Leonoru Leet, er því haldið fra...
Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!