Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 222 svör fundust

Er hægt að tala um frjálsan vilja?

Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...

Nánar

Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?

Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...

Nánar

Hvað þýðir máltækið "að bera í víurnar"?

Orðasambandið er að bera víurnar í einhvern eða eitthvað. Vía er egg maðkaflugunnar í fiski eða kjöti. Orðasambandið, sem þekkt er frá þessari öld, er þannig hugsað að einhver hafi ágirnd á einhverju, vilji leggja eitthvað undir sig eins og flugurnar gera þegar þær verpa í kjöt eða fisk....

Nánar

Má breyta nafninu sínu algjörlega?

Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...

Nánar

Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?

Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...

Nánar

Var guð til í alvörunni, eins og í myndum?

Við gerum ráð fyrir að spyrjandi vilji fræðast um útlit Guðs, hvort hann líti út eins og í einhverjum tilteknum bíómyndum. Um þetta vitum við ekki neitt enda vitum við ekki til þess að nokkur hafi séð Guð. Það er hins vegar hefð fyrir því að sýna Guð kristinna manna í mannsmynd enda segir í 1. Mósebók að Guð hafi ...

Nánar

Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill?

Orðið engill er af grískum uppruna og merkir sendiboði. Að kristnum skilningi eru englar sérstakir sendiboðar Guðs, settir okkur til verndar. Þeir eru ósýnilegir og ósnertanlegir. Margt fólk trúir því að englar séu stundum sendir með skilaboð og eru til reynslusögur frá fólki af því að engill hafi vitrast því, stu...

Nánar

Er bannað að borða sitt eigið hold?

Í lögum er hvergi lagt blátt bann við því að valda sjálfum sér skaða hvort sem það er gert með því að borða eigið hold, skera í það eða beita öðrum aðferðum.Í þessu felst þó að sjálfsögðu ekki að löggjafinn vilji stuðla að því að menn valdi sjálfum sér skaða, heldur er ástæðan miklu frekar sú að réttur einstakling...

Nánar

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?

Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...

Nánar

Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?

Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...

Nánar

Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?

Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...

Nánar

Geta veirur verið óvinir manna?

Öll spurningin var: Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna? Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...

Nánar

Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?

Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...

Nánar

Fleiri niðurstöður