Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur?

Jón Már Halldórsson

Löng hefð er fyrir veiðum á hákarli á Íslandsmiðum. Þegar talað er um hákarlaveiðar við Ísland er nær einungis átt við veiðar á grænlandshákarli (Somniosus microcephalus). Nokkrar aðrar hákarlategundir koma þó í veiðarfæri skipa hér við land.

Samkvæmt aflatölum Fiskistofu fyrir árið 2013 voru fimm tegundir hákarla og háffiska voru veiddar innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Mest var veitt af grælandshákarli eða 6.345 kg. Næst kom háfur (Squalus acanthias), af honum veiddust 5.849 kg og því næst gljáháfur (Centroscymnus coelolepis) með 2.173 kg. Að lokum koma tvær tegundir þar sem heildaraflinn var innan við tonn. Þetta eru svartháfur (Centroscyllium fabricii) með 921 kg og hámeri (Lamna nasus) með 793 kg. Sömu fimm tegundirnar voru skráðar á hafnarvogir landsins árið áður.

Grænlandshákarlinn er algengasta tegund hákarls sem veidd er við Ísland.

Flestar tegundir hákarla innan íslensku fiskveiðilögsögunnar finnast djúpt suður af landinu. Grænlandshákarlinn, sem er langstærstur íslenskra hákarla, er sú tegund sem hefur norðlægasta útbreiðslu allra háffiska heimsins. Nokkrar aðrar tegundir teygja útbreiðslu sína norður fyrir land, svo sem háfur sem finnst norður í Barentshafi. Þessar tegundir eru þó töluvert minni en grænlandshákarlinn. Gljáháfurinn verður vart lengri en 100 cm og svartháfurinn er litlu minni eða venjulega í kringum 70 cm.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.2.2014

Spyrjandi

Alma Sigurgeirsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur? “ Vísindavefurinn, 4. febrúar 2014. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=66600.

Jón Már Halldórsson. (2014, 4. febrúar). Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=66600

Jón Már Halldórsson. „Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur? “ Vísindavefurinn. 4. feb. 2014. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=66600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða hákarlategundir eru veiddir í dag við Íslandsstrendur?
Löng hefð er fyrir veiðum á hákarli á Íslandsmiðum. Þegar talað er um hákarlaveiðar við Ísland er nær einungis átt við veiðar á grænlandshákarli (Somniosus microcephalus). Nokkrar aðrar hákarlategundir koma þó í veiðarfæri skipa hér við land.

Samkvæmt aflatölum Fiskistofu fyrir árið 2013 voru fimm tegundir hákarla og háffiska voru veiddar innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Mest var veitt af grælandshákarli eða 6.345 kg. Næst kom háfur (Squalus acanthias), af honum veiddust 5.849 kg og því næst gljáháfur (Centroscymnus coelolepis) með 2.173 kg. Að lokum koma tvær tegundir þar sem heildaraflinn var innan við tonn. Þetta eru svartháfur (Centroscyllium fabricii) með 921 kg og hámeri (Lamna nasus) með 793 kg. Sömu fimm tegundirnar voru skráðar á hafnarvogir landsins árið áður.

Grænlandshákarlinn er algengasta tegund hákarls sem veidd er við Ísland.

Flestar tegundir hákarla innan íslensku fiskveiðilögsögunnar finnast djúpt suður af landinu. Grænlandshákarlinn, sem er langstærstur íslenskra hákarla, er sú tegund sem hefur norðlægasta útbreiðslu allra háffiska heimsins. Nokkrar aðrar tegundir teygja útbreiðslu sína norður fyrir land, svo sem háfur sem finnst norður í Barentshafi. Þessar tegundir eru þó töluvert minni en grænlandshákarlinn. Gljáháfurinn verður vart lengri en 100 cm og svartháfurinn er litlu minni eða venjulega í kringum 70 cm.

Heimild:

Mynd:

...