Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.

Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar sem kennd hefur verið rökgreiningu (e. analytic philosophy). Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, þegar mikil umræða var um umhverfismál, tók Ólafur Páll til við að skrifa greinar um siðfræði og fagurfræði náttúrunnar, auk þess að fjalla um lýðræði með hliðsjón af þeirri umræðu og því umróti sem átti sér stað. Þessi skrif birtust meðal annars í bókinni Náttúra, vald og verðmæti frá 2007.

Haustið 2005 hóf Ólafur Páll störf við Kennaraháskóla Íslands (sem haustið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands) og tók þá að beina sjónum sínum að heimspeki menntunar. Skrif hans á þeim vettvangi hverfast flest um nokkur meginþemu eins og lýðræði, réttlæti og menntun, eins sjá má í samnefndri bók frá 2011.

Rannsóknir Ólafs Páls hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.

Í kennslu sinni hefur Ólafur Páll einnig fjallað um sköpun og gagnrýna hugsun. Á þessu sviði hefur Ólafur Páll viljað víkka út hugmyndina um gagnrýni og í staðinn fyrir að tala um gagnrýna hugsun hefur hann talað um gagnrýnar manneskjur. Manneskjan er jú ekki bara hugsandi vera, heldur líka vera sem skynjar og í skynjun sinni er hún ekki bara hlutlaus þiggjandi upplýsinga heldur virkur greinandi (samanber rannsóknir Heiðu Maríu Sigurðardóttur).

Manneskjan er líka athafnavera, hún situr ekki bara aðgerðalaus og hugsar heldur þarf að vera samhengi á milli hugsunar og athafna ef vel á að vera. Auk þess er manneskjan líka félagsvera sem lærir í gegnum samskipti við aðra. Og loks er manneskjan siðferðisvera sem verður að geta beitt dómgreind sinni til að meta hvað séu verðug verkefni í lífinu (samanber rannsóknir Vilhjálms Árnasonar). Þessar hugmyndir setur Ólafur Páll fram í síðustu bók sinni, Sannfæring og rök frá 2016.

Að undanförnu hefur Ólafur Páll tekið þátt í rannsókn á Menntavísindasviði, ásamt Atla Harðarsyni dósent, Róberti Jack nýdoktor og Þóru Björg Sigurðardóttur doktorsnema, þar sem þau kanna möguleikann á því að efla siðferðisþroska barna í gegnum lestur bókmenntatexta. Verkefnið beinist að siðferðilegum hliðum þess að vera manneskja og hvernig megi styðja börn og ungmenni í því að verða heilsteyptari siðferðisverur. Grunnhugmyndin í rannsókninni er í raun einföld, nefnilega að með því kanna hvernig markviss siðferðileg samræða um bókmenntatexta geti glætt skilning nemenda á hugtökum sem skipta máli fyrir siðferði fólks megi hjálpa nemendum að öðlast betri skilning á siðferðilegum hugtökum um leið og þeir fá þjálfun í að rökræða um siðferðileg álitamál.

Ólafur Páll Jónsson er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1989 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í heimspeki frá HÍ 1994 og M.A.-gráðu í heimspeki frá Háskólanum í Calgary árið 1997. Ólafur Páll lauk doktorsprófi í heimspeki frá MIT í Boston árið 2001.

Loks má geta þess að Ólafur Páll hefur skrifað nokkurn fjölda svara fyrir Vísindavefinn, meðal annars brugðist við spurningunum:

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

20.2.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2018. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75309.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 20. febrúar). Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75309

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2018. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75309>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur fræðimaðurinn Ólafur Páll Jónsson rannsakað?
Ólafur Páll Jónsson er prófessor í heimspeki á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.

Rannsóknarsvið Ólafs Páls var í upphafi frumspeki og heimspekileg rökfræði innan þeirrar hefðar heimspekinnar sem kennd hefur verið rökgreiningu (e. analytic philosophy). Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar, þegar mikil umræða var um umhverfismál, tók Ólafur Páll til við að skrifa greinar um siðfræði og fagurfræði náttúrunnar, auk þess að fjalla um lýðræði með hliðsjón af þeirri umræðu og því umróti sem átti sér stað. Þessi skrif birtust meðal annars í bókinni Náttúra, vald og verðmæti frá 2007.

Haustið 2005 hóf Ólafur Páll störf við Kennaraháskóla Íslands (sem haustið 2008 varð Menntavísindasvið Háskóla Íslands) og tók þá að beina sjónum sínum að heimspeki menntunar. Skrif hans á þeim vettvangi hverfast flest um nokkur meginþemu eins og lýðræði, réttlæti og menntun, eins sjá má í samnefndri bók frá 2011.

Rannsóknir Ólafs Páls hafa einkum verið á sviði menntunarheimspeki, heimspeki náttúrunnar, stjórnmálaheimspeki og frumspeki.

Í kennslu sinni hefur Ólafur Páll einnig fjallað um sköpun og gagnrýna hugsun. Á þessu sviði hefur Ólafur Páll viljað víkka út hugmyndina um gagnrýni og í staðinn fyrir að tala um gagnrýna hugsun hefur hann talað um gagnrýnar manneskjur. Manneskjan er jú ekki bara hugsandi vera, heldur líka vera sem skynjar og í skynjun sinni er hún ekki bara hlutlaus þiggjandi upplýsinga heldur virkur greinandi (samanber rannsóknir Heiðu Maríu Sigurðardóttur).

Manneskjan er líka athafnavera, hún situr ekki bara aðgerðalaus og hugsar heldur þarf að vera samhengi á milli hugsunar og athafna ef vel á að vera. Auk þess er manneskjan líka félagsvera sem lærir í gegnum samskipti við aðra. Og loks er manneskjan siðferðisvera sem verður að geta beitt dómgreind sinni til að meta hvað séu verðug verkefni í lífinu (samanber rannsóknir Vilhjálms Árnasonar). Þessar hugmyndir setur Ólafur Páll fram í síðustu bók sinni, Sannfæring og rök frá 2016.

Að undanförnu hefur Ólafur Páll tekið þátt í rannsókn á Menntavísindasviði, ásamt Atla Harðarsyni dósent, Róberti Jack nýdoktor og Þóru Björg Sigurðardóttur doktorsnema, þar sem þau kanna möguleikann á því að efla siðferðisþroska barna í gegnum lestur bókmenntatexta. Verkefnið beinist að siðferðilegum hliðum þess að vera manneskja og hvernig megi styðja börn og ungmenni í því að verða heilsteyptari siðferðisverur. Grunnhugmyndin í rannsókninni er í raun einföld, nefnilega að með því kanna hvernig markviss siðferðileg samræða um bókmenntatexta geti glætt skilning nemenda á hugtökum sem skipta máli fyrir siðferði fólks megi hjálpa nemendum að öðlast betri skilning á siðferðilegum hugtökum um leið og þeir fá þjálfun í að rökræða um siðferðileg álitamál.

Ólafur Páll Jónsson er fæddur árið 1969. Hann lauk stúdentsprófi af eðlisfræðibraut Menntaskólans á Akureyri vorið 1989 og útskrifaðist með B.A.-gráðu í heimspeki frá HÍ 1994 og M.A.-gráðu í heimspeki frá Háskólanum í Calgary árið 1997. Ólafur Páll lauk doktorsprófi í heimspeki frá MIT í Boston árið 2001.

Loks má geta þess að Ólafur Páll hefur skrifað nokkurn fjölda svara fyrir Vísindavefinn, meðal annars brugðist við spurningunum:

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson.

...