Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins COVID-19 og full ástæða til að skoða betur á hvaða forsendum þetta hvílir.

Í lögum um almannavarnir er tekið fram að þau skuli „taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum“. Jafnframt er tekið þar fram að tilgangur almannavarna sé „að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið“.

Þær skerðingar á frelsi sem við búum við nú á tímum COVID-19, eins og samkomubann, takmarkanir á ýmiss konar atvinnustarfsemi og fleira, eru byggðar á lögum sem eiga við þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Þær skerðingar á frelsi sem við búum við nú á tímum COVID-19, eins og samkomubann, takmarkanir á ýmiss konar atvinnustarfsemi og fleira, eru ekki byggðar á því að ný lög hafi verið sett af Alþingi heldur á lögum sem voru þegar til staðar og eiga við þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Ráðstafanir sem þessar eru alls ekki séríslenskar, enda hafa fjölmörg ríki í heiminum komið sér upp svipuðum tímabundnum reglum og hafa verið settar á Íslandi og benda má á sambærileg ákvæði í alþjóðalögum. Í 29. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna stendur:

Við beitingu réttinda sinna og frelsis skulu allir háðir þeim takmörkunum einum sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, almannareglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.

Miðað við núverandi aðstæður má ganga út frá að yfirlýsing neyðarástands og aðgerðir í krafti þess eigi sér stað til að standa vörð um velferð almennings, eða almannahag eins og það er oft kallað, enda er markmiðið að bjarga mannslífum og forða fólki frá alvarlegum veikindum. Þrátt fyrir að skerðingar á ferðafrelsi og atvinnufrelsi hljóti að teljast slæmar þá er ógnin sem almenningi stafar af yfirvofandi hættu talin svo mikil að það sé skárri kostur að skerða frelsið með tímabundnum takmörkunum í varnarskyni.

Aðgerðirnar sem komið hefur verið á í því skyni að hemja dreifingu veirunnar sem veldur COVID-19 fela í sér umtalsverðar takmarkanir á einstaklingsfrelsi sem eru svo sannarlega ekkert til að leika sér að. Mikilvægt er þó að huga að því að réttindi okkar snúast ekki einungis um einstaklingsfrelsi heldur má benda á rétt til lífs og rétt til að njóta verndar sem koma óhjákvæmilega við sögu í þessum aðstæðum. Óheft ferðafrelsi einstaklinga sem eru margir ekki í mikilli hættu vegna kórónuveirusjúkdómsins getur þannig ógnað rétti þeirra sem eru viðkvæmir fyrir sjúkdómnum til lífs og verndar. Yfirvöld víðs vegar um heiminn hafa vissulega þá skyldu að tryggja þegnum sínum frelsi en þeim ber einnig skylda til að vernda almenning þegar hætta steðjar að. Á tímum neyðarástands getur þannig gerst nauðsynlegt að skerða tímabundið tiltekin réttindi þegar enn mikilvægari hagsmunir eru í húfi.

Óheft ferðafrelsi einstaklinga sem eru margir ekki í mikilli hættu vegna kórónuveirusjúkdómsins getur ógnað rétti þeirra sem eru viðkvæmir fyrir sjúkdómnum til lífs og verndar. Myndin er tekin við Miklubraut miðvikudagsmorgun 1. apríl 2020.

Í aðstæðum sem þessum er afar mikilvægt að þess sé gætt að takmarkanir á frelsi séu aðeins bundnar við þann tíma sem neyðarástandið ríkir og einnig að ekki sé komið á takmörkunum sem eru ónauðsynlegar sem viðbrögð við þessu tiltekna neyðarástandi. Til dæmis væri ekki trúverðugt að setja takmarkanir á tjáningarfrelsi eða skoðanafrelsi í sóttvarnarskyni. Aðgerðir sem þessar krefjast þess að stjórnvöldum sé treystandi til að misbeita þeim ekki, svo sem með því að halda í takmarkanir eftir að þær hætta að vera nauðsynlegar, með því að setja á óþarfa takmarkanir, eða með því að lýsa yfir neyðarástandi án fullnægjandi ástæðu. Æskilegt er að ákvarðanir sem teknar eru um svo umsvifamiklar neyðarráðstafanir séu teknar af aðilum sem eiga ekki einkahagsmuni af þeim, hvort sem er af því að beita ónauðsynlegum aðgerðum eða af því að halda aftur af nauðsynlegum aðgerðum.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna varaði við misbeitingu aðgerða í yfirlýsingu þann 16. mars síðastliðinn þar sem leiðtogar þjóðríkja heimsins eru minntir á að neyðarráðstafanir vegna COVID-19 þurfi að vera í samræmi við ástandið, nauðsynlegar og megi ekki fela í sér mismunun.[1] Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa í úttekt sinni á viðbrögðum við núverandi heimsfaraldri bent á að vissulega sé grundvöllur fyrir frelsisskerðandi aðgerðum á vegum stjórnvalda, meðal annars vegna þess að yfirvöldum þjóðríkja beri skylda til að standa vörð um líf og heilsu þegna sinna. Þar koma við sögu önnur mannréttindi en þau sem snúast um frelsi, svo sem rétturinn til heilsu og rétturinn til lífs. Samtökin benda svo einnig á að gæta þurfi að ýmsum öðrum atriðum sem varða mannréttindi í því ástandi sem við glímum við.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ OHCHR - COVID-19: States should not abuse emergency measures to suppress human rights – UN experts. (Sótt 06.04.2020).
  2. ^ Human Rights Dimensions of COVID-19 Response - Human Rights Watch. (Sótt 06.04.2020).

Myndir:

  • © Kristinn Ingvarsson.

    Spurningu Guðmundar er hér svarað að hluta.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.4.2020

Spyrjandi

Guðmundur G.

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=25722.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2020, 11. apríl). Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=25722

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=25722>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Mega stjórnvöld skerða frelsi borgaranna vegna farsóttar?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands er kveðið á um ýmsar gerðir frelsis sem þegnar landsins skuli hafa, eins og ferðafrelsi og atvinnufrelsi. Þó er tekið fram að þetta frelsi geti takmarkast af lögum. Þegar þetta er skrifað hafa þessi form frelsis verið skert með ýmsum hætti vegna heimsfaraldurs veirusjúkdómsins COVID-19 og full ástæða til að skoða betur á hvaða forsendum þetta hvílir.

Í lögum um almannavarnir er tekið fram að þau skuli „taka til samhæfðra almannavarnaviðbragða til þess að takast á við afleiðingar neyðarástands sem kann að ógna lífi og heilsu almennings, umhverfi og/eða eignum“. Jafnframt er tekið þar fram að tilgangur almannavarna sé „að undirbúa, skipuleggja og framkvæma ráðstafanir sem miða að því að koma í veg fyrir og takmarka, eftir því sem unnt er, að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni, eða umhverfi eða eignir verði fyrir tjóni, af völdum náttúruhamfara eða af mannavöldum, farsótta eða hernaðaraðgerða eða af öðrum ástæðum og veita líkn í nauð og aðstoð vegna tjóns sem hugsanlega kann að verða eða hefur orðið“.

Þær skerðingar á frelsi sem við búum við nú á tímum COVID-19, eins og samkomubann, takmarkanir á ýmiss konar atvinnustarfsemi og fleira, eru byggðar á lögum sem eiga við þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Þær skerðingar á frelsi sem við búum við nú á tímum COVID-19, eins og samkomubann, takmarkanir á ýmiss konar atvinnustarfsemi og fleira, eru ekki byggðar á því að ný lög hafi verið sett af Alþingi heldur á lögum sem voru þegar til staðar og eiga við þegar neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Ráðstafanir sem þessar eru alls ekki séríslenskar, enda hafa fjölmörg ríki í heiminum komið sér upp svipuðum tímabundnum reglum og hafa verið settar á Íslandi og benda má á sambærileg ákvæði í alþjóðalögum. Í 29. grein Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna stendur:

Við beitingu réttinda sinna og frelsis skulu allir háðir þeim takmörkunum einum sem settar eru með lögum í því skyni að tryggja viðurkenningu á og virðingu fyrir réttindum og frelsi annarra og til þess að fullnægja réttlátum kröfum um siðgæði, almannareglu og velferð almennings í lýðfrjálsu þjóðfélagi.

Miðað við núverandi aðstæður má ganga út frá að yfirlýsing neyðarástands og aðgerðir í krafti þess eigi sér stað til að standa vörð um velferð almennings, eða almannahag eins og það er oft kallað, enda er markmiðið að bjarga mannslífum og forða fólki frá alvarlegum veikindum. Þrátt fyrir að skerðingar á ferðafrelsi og atvinnufrelsi hljóti að teljast slæmar þá er ógnin sem almenningi stafar af yfirvofandi hættu talin svo mikil að það sé skárri kostur að skerða frelsið með tímabundnum takmörkunum í varnarskyni.

Aðgerðirnar sem komið hefur verið á í því skyni að hemja dreifingu veirunnar sem veldur COVID-19 fela í sér umtalsverðar takmarkanir á einstaklingsfrelsi sem eru svo sannarlega ekkert til að leika sér að. Mikilvægt er þó að huga að því að réttindi okkar snúast ekki einungis um einstaklingsfrelsi heldur má benda á rétt til lífs og rétt til að njóta verndar sem koma óhjákvæmilega við sögu í þessum aðstæðum. Óheft ferðafrelsi einstaklinga sem eru margir ekki í mikilli hættu vegna kórónuveirusjúkdómsins getur þannig ógnað rétti þeirra sem eru viðkvæmir fyrir sjúkdómnum til lífs og verndar. Yfirvöld víðs vegar um heiminn hafa vissulega þá skyldu að tryggja þegnum sínum frelsi en þeim ber einnig skylda til að vernda almenning þegar hætta steðjar að. Á tímum neyðarástands getur þannig gerst nauðsynlegt að skerða tímabundið tiltekin réttindi þegar enn mikilvægari hagsmunir eru í húfi.

Óheft ferðafrelsi einstaklinga sem eru margir ekki í mikilli hættu vegna kórónuveirusjúkdómsins getur ógnað rétti þeirra sem eru viðkvæmir fyrir sjúkdómnum til lífs og verndar. Myndin er tekin við Miklubraut miðvikudagsmorgun 1. apríl 2020.

Í aðstæðum sem þessum er afar mikilvægt að þess sé gætt að takmarkanir á frelsi séu aðeins bundnar við þann tíma sem neyðarástandið ríkir og einnig að ekki sé komið á takmörkunum sem eru ónauðsynlegar sem viðbrögð við þessu tiltekna neyðarástandi. Til dæmis væri ekki trúverðugt að setja takmarkanir á tjáningarfrelsi eða skoðanafrelsi í sóttvarnarskyni. Aðgerðir sem þessar krefjast þess að stjórnvöldum sé treystandi til að misbeita þeim ekki, svo sem með því að halda í takmarkanir eftir að þær hætta að vera nauðsynlegar, með því að setja á óþarfa takmarkanir, eða með því að lýsa yfir neyðarástandi án fullnægjandi ástæðu. Æskilegt er að ákvarðanir sem teknar eru um svo umsvifamiklar neyðarráðstafanir séu teknar af aðilum sem eiga ekki einkahagsmuni af þeim, hvort sem er af því að beita ónauðsynlegum aðgerðum eða af því að halda aftur af nauðsynlegum aðgerðum.

Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna varaði við misbeitingu aðgerða í yfirlýsingu þann 16. mars síðastliðinn þar sem leiðtogar þjóðríkja heimsins eru minntir á að neyðarráðstafanir vegna COVID-19 þurfi að vera í samræmi við ástandið, nauðsynlegar og megi ekki fela í sér mismunun.[1] Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hafa í úttekt sinni á viðbrögðum við núverandi heimsfaraldri bent á að vissulega sé grundvöllur fyrir frelsisskerðandi aðgerðum á vegum stjórnvalda, meðal annars vegna þess að yfirvöldum þjóðríkja beri skylda til að standa vörð um líf og heilsu þegna sinna. Þar koma við sögu önnur mannréttindi en þau sem snúast um frelsi, svo sem rétturinn til heilsu og rétturinn til lífs. Samtökin benda svo einnig á að gæta þurfi að ýmsum öðrum atriðum sem varða mannréttindi í því ástandi sem við glímum við.[2]

Tilvísanir:
  1. ^ OHCHR - COVID-19: States should not abuse emergency measures to suppress human rights – UN experts. (Sótt 06.04.2020).
  2. ^ Human Rights Dimensions of COVID-19 Response - Human Rights Watch. (Sótt 06.04.2020).

Myndir:

  • © Kristinn Ingvarsson.

    Spurningu Guðmundar er hér svarað að hluta....