Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?

Arnar Eggert Thoroddsen

Upprunalega spurningin hljómaði svona:
Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það?

Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst rótum í nokkrum borgum Bandaríkjanna undir lok sjöunda áratugarins og blómstraði svo um munaði á þeim áttunda. Diskóið náði hámarki undir lok hans en fölnaði svo fljótt á þeim níunda og rann inn í aðrar stefnur og umbreyttist. Það hvarf hins vegar alveg aldrei og var til dæmis nokkurs konar hreyfill teknó- og hústónlistar sem festu sig í sessi á níunda áratugnum.[1]

Diskóið hafði einnig töluverð áhrif á meginstraumspopp. Reglulega koma út plötur vinsælla listamanna sem gleypa diskóið með húð og hári (bandaríska sveitin Scissor Sisters byggði ímynd sína sem og tónlist á diskói og gengst til að mynda við merkimiðanum nýdiskó eða „nu-disco“). Einnig vísa sumir tónlistarmenn til diskósins á kerknisfullan hátt eða nýta það á óbeina vegu. Fyrsta smáskífa U2 af plötunni Pop (1997) var lagið „Discotheque“. Í myndbandi með því lagi dönsuðu meðlimir U2 og klæddust að hætti Village People, en sú sveit var ein af höfuðsveitum diskósins.

Diskókúlan er eitt þekktasta tákn stefnunnar en rekur þó uppruna sinn allt aftur til þriðja áratugarins og var meðal annars notuð í næturklúbbum Berlínar á þeim tíma.

Diskótónlistin gekk í fyrstu út á stuð, gleði og fjör og var aðallega danstónlist til að spila á næturklúbbum, fremur en í stofunni. Það sama á við um diskóið og stærri undirstefnur tónlistarinnar (til dæmis þungarokk) að því fylgdi ákveðinn tískuklæðnaður, eiturlyf og lífsspeki; til að mynda frjálslegt viðhorf til kynlífs. Strax í upphafi varð diskóið athvarf undirmálsfólks og jaðarhópa; fólks af afrísk-amerískum uppruna, frá rómönsku Ameríku og þeirra sem voru af spænsku bergi brotnir, auk LGBT-fólks, sér í lagi hvítra karlmanna.

Austurströnd Bandaríkjanna, einkum borgirnar Philadelphia og New York, var höfuðvígi tónlistarstefnunnar. Tónlistin var nokkurs konar andsvar við ægivaldi rokktónlistarinnar og lenti stefnunum saman, meðal annars var andúð pönkara á forminu fræg. Í lok áttunda áratugarins var staðið fyrir and-diskóviðburðum þar sem hundruðir diskóplatna voru sprengdar í loft upp. Hugsjónaríkir pönkarar litu á diskóið sem andlausa, innihaldslausa froðu á meðan diskófólkið sá pönkara og rokkara sem eitraðar karlrembur, án mýktar og eðlilegrar glaðværðar. Síðpönkarar sem störfuðu í kringum 1980 hrærðu stefnunum hins vegar skammlaust saman, eins og erindi hins tilraunaglaða síðpönks bauð upp á.

Þegar diskóið var í hámæli (1974 – 1979) var uppgangurinn á tvennum vígstöðvum. Annars vegar sáu plötusnúðar um að fóðra dansgólfin að næturlagi með löngum, oft spunakenndum „settum“ þar sem sjaldgæfar plötur fengu að snúast. Hins vegar unnu upptökustjórar og lagasmiðir, stundum nafnlausir, þrotlaust á bakvið tjöldin við sköpun þeirrar tónlistar. Eftir 1977 varð diskóið síðan poppvænt og sveitir eins og ABBA, Chic, Village People og Bee Gees komu því á öldur ljósvakans á meðan diskódívur eins og Donna Summer og Gloria Gaynor hleyptu svitastokknu stuði af stað á helstu diskótekunum.

Lag Donnu Summer, „I Feel Love“ (1977), sem hún vann með ítalska upptökustjóranum Giorgio Moroder, braut blað í sögu diskósins. Þess má geta að Þórir Baldursson vann náið með Summer og Moroder á þessum tíma.

Upprunalega spurningin sem barst Vísindavefnum er nokkuð sértæk og þar er lögð megináherslu á upphaf diskósins. Til að svara henni er rétt að fara nánar yfir hvaða aðstæður í samfélaginu og tónlistarmenningu þess hrundu af stað diskóinu. Diskótekin tóku að skjóta rótum þegar fólk fór að leika plötur í klúbbum í stað þess að ráða hljómsveitir. Það olli víða deilum í félögum tónlistarmanna á Vesturlöndum.

Hin belgíska Régine Zylberberg (Næturdrottningin) segist hafa verið fyrst til að þeyta skífum. Það var í París og nýtti hún sér tvo plötuspilara til að hafa þagnarlaust á milli laga. Deilt er um nákvæmar tímasetningar hvað hina og þessa frumviðburði varðar í sögu diskósins, en margir vilja rekja upphafið til heimilis David Manuso, sem var plötusnúður í New York. Hann rak einkaklúbbinn The Loft og þangað var aðeins sérvöldum gestum boðið. Fyrsta viðburðinn kallaði hann „Love Saves The Day“, og fór hann fram á Valentínusardag árið 1970. Mancuso lagði áherslu á að tónlistin væri sálarrík og taktviss og bæri boðskap vonar og stolts til viðstaddra gesta.

Kvikmyndin Saturday Night Fever kom út árið 1977 og hafði mikil áhrif, bæði á dansmenningu diskósins og tónlist. Gibb-bræður (Bee Gees) sendu diskóið með glans út í meginstrauminn.

Diskóið er fyrirbæri sem óx og dafnaði á áttunda áratugnum en ræturnar eru í hræringum sem áttu sér stað undir lok sjöunda áratugarins. Hugsjónir hippanna og andmenningin (e. counter-culture) sem þær báru með sér höfðu áhrif á hugmyndir fólks um femínisma, sjálfsveru, pólitík, mannréttindi og margt fleira. Í upphafi áttunda áratugarins var fæðingarstaður diskósins, New York, nokkuð stjórnlaus, þar var mikil fátækt og fólk bjó í ódýru húsnæði við magran kost. Innflytjendur frá Asíu, Karíbahafinu, Suður-Ameríku og fleiri „vanþróuðum“ ríkjum fluttu í unnvörpum til borgarinnar. Diskóið veitti fólki stundarfró frá erfiðum, oft kaldhömruðum, veruleikanum. Poppfræðingurinn Simon Frith segir að diskóið hafi sótt beinan innblástur í speki hippanna og það eigi við um bestu diskótónlistina að í henni renni einstaklega sterkir straumar samhygðar og vellíðunar („a remarkably powerful sense of collective euphoria“).

Skemmtistaðurinn Studio 54 er frægasta diskótek sögunnar. Hann varð heimsfrægur á diskótímabilinu, einkum vegna frægra fastagesta. Það þótti mikið stöðutákn að hafa greiðan aðgang að Studio 54.

Tengsl diskós og menningar samkynhneigðra eru mikil. Sú sena var áberandi í partíum áðurnefnds Mancuso. Samkynhneigðir bjuggu við ofsóknir, fangelsanir og beina lífshættu á þessum tíma. Þessar áhyggjur hurfu á verndarsvæði, eins og því sem Mancuso bauð upp á. Tónlistin studdi við þennan hóp, sem á líka vegu hampaði henni og hélt henni í deiglunni. Tónlistin sjálf var undir áhrifum frá ryþma og blús, sálartónlist, fönki og „go-go“. Diskóið var því „svart“, fyrst um sinn. Áhrif útgáfufyrirtækisins Motown voru mikil, en Supremes og Stevie Wonder áttu til dæmis lög sem voru nokkurs konar for-diskó. Sálartónlistin í New York og Philadelphiu fór þá að vera flauelsmjúk í upphafi áttunda áratugarins, silkiþræddir strengir og gerðarlegur hljómur undirstakk það sem í vændum var. Á árinu 1974 lenti diskóið síðan með látum meðal almennings og það ár fóru nokkur lög hátt á vinsældalista, til að mynda lagið „Kung Fu Fighting“ með Carl Douglas, sem er ein mest selda smáskífa allra tíma (11 milljónir eintaka).

Hugtakið „diskó“ er dregið af „discothèque“ sem þýðir plötusafn, líkt og „bibliothèque“ þýðir bókasafn. Vince Aletti var fyrstur manna til að skrifa um diskóið og nota orðið til að lýsa tónlistinni og menningunni í kringum hana. Það gerði hann í vikulegum pistli fyrir tímaritið Record World. Skrifunum hefur verið safnað saman í bókinni The Disco Files 1973–78: New York's Underground, Week by Week.

Neðanmálsgrein:
  1. ^ Þessar stefnur áttu eftir að verða afar áberandi á þeim tíunda og mynda nú rótfasta neðanjarðartónlistarmenningu.

Heimildir og ítarefni
  • Aletti, Vince. 2009. The Disco Files 1973-78: New York's underground, week by week. London: DJhistory.com
  • Brewster, Bill; Broughton, Frank. 1999. Last Night a DJ Saved My Life. London: Headline Publishing Group.
  • Dyer, Richard. „In Defence of Disco“. Gay Left, Issue 8, 1979.
  • Frith, Simon. 2008. „The Best Disco Record – Sharon Redd: “Never Give You Up” í McKee, Alan. Beautiful Things in Popular Culture. Hoboken: John Wiley & Sons.
  • Haden-Guest, Anthony. 1997. The last party: Studio 54, disco, and the culture of the night. New York: William Morrow.
  • Lawrence, Tim. 2016. Life and death on the New York dance floor, 1980-1983. Durham: Duke University Press.
  • Shapiro, Peter. 2005. Turn the beat around. London: Faber.

Myndir:

Höfundur

Arnar Eggert Thoroddsen

aðjúnkt á Félagsvísindasviði HÍ

Útgáfudagur

22.3.2019

Spyrjandi

Steinunn Birna Guðjónsdóttir, Sóley Sigmarsdóttir, Stefán Hauksson

Tilvísun

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2019. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56082.

Arnar Eggert Thoroddsen. (2019, 22. mars). Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56082

Arnar Eggert Thoroddsen. „Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2019. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56082>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er diskó og hvernig varð sú tónlist til?
Upprunalega spurningin hljómaði svona:

Hvernig má segja að diskóið hafi byrjað? Eða hver voru upptök þess og hvers vegna byrjaði það?

Þegar litið er yfir sögu og þróun dægurtónlistarinnar er ljóst að diskótónlistin og menningarheimur hennar skipar þar veglegri sess en margan grunar. Tónlistin skaut fyrst rótum í nokkrum borgum Bandaríkjanna undir lok sjöunda áratugarins og blómstraði svo um munaði á þeim áttunda. Diskóið náði hámarki undir lok hans en fölnaði svo fljótt á þeim níunda og rann inn í aðrar stefnur og umbreyttist. Það hvarf hins vegar alveg aldrei og var til dæmis nokkurs konar hreyfill teknó- og hústónlistar sem festu sig í sessi á níunda áratugnum.[1]

Diskóið hafði einnig töluverð áhrif á meginstraumspopp. Reglulega koma út plötur vinsælla listamanna sem gleypa diskóið með húð og hári (bandaríska sveitin Scissor Sisters byggði ímynd sína sem og tónlist á diskói og gengst til að mynda við merkimiðanum nýdiskó eða „nu-disco“). Einnig vísa sumir tónlistarmenn til diskósins á kerknisfullan hátt eða nýta það á óbeina vegu. Fyrsta smáskífa U2 af plötunni Pop (1997) var lagið „Discotheque“. Í myndbandi með því lagi dönsuðu meðlimir U2 og klæddust að hætti Village People, en sú sveit var ein af höfuðsveitum diskósins.

Diskókúlan er eitt þekktasta tákn stefnunnar en rekur þó uppruna sinn allt aftur til þriðja áratugarins og var meðal annars notuð í næturklúbbum Berlínar á þeim tíma.

Diskótónlistin gekk í fyrstu út á stuð, gleði og fjör og var aðallega danstónlist til að spila á næturklúbbum, fremur en í stofunni. Það sama á við um diskóið og stærri undirstefnur tónlistarinnar (til dæmis þungarokk) að því fylgdi ákveðinn tískuklæðnaður, eiturlyf og lífsspeki; til að mynda frjálslegt viðhorf til kynlífs. Strax í upphafi varð diskóið athvarf undirmálsfólks og jaðarhópa; fólks af afrísk-amerískum uppruna, frá rómönsku Ameríku og þeirra sem voru af spænsku bergi brotnir, auk LGBT-fólks, sér í lagi hvítra karlmanna.

Austurströnd Bandaríkjanna, einkum borgirnar Philadelphia og New York, var höfuðvígi tónlistarstefnunnar. Tónlistin var nokkurs konar andsvar við ægivaldi rokktónlistarinnar og lenti stefnunum saman, meðal annars var andúð pönkara á forminu fræg. Í lok áttunda áratugarins var staðið fyrir and-diskóviðburðum þar sem hundruðir diskóplatna voru sprengdar í loft upp. Hugsjónaríkir pönkarar litu á diskóið sem andlausa, innihaldslausa froðu á meðan diskófólkið sá pönkara og rokkara sem eitraðar karlrembur, án mýktar og eðlilegrar glaðværðar. Síðpönkarar sem störfuðu í kringum 1980 hrærðu stefnunum hins vegar skammlaust saman, eins og erindi hins tilraunaglaða síðpönks bauð upp á.

Þegar diskóið var í hámæli (1974 – 1979) var uppgangurinn á tvennum vígstöðvum. Annars vegar sáu plötusnúðar um að fóðra dansgólfin að næturlagi með löngum, oft spunakenndum „settum“ þar sem sjaldgæfar plötur fengu að snúast. Hins vegar unnu upptökustjórar og lagasmiðir, stundum nafnlausir, þrotlaust á bakvið tjöldin við sköpun þeirrar tónlistar. Eftir 1977 varð diskóið síðan poppvænt og sveitir eins og ABBA, Chic, Village People og Bee Gees komu því á öldur ljósvakans á meðan diskódívur eins og Donna Summer og Gloria Gaynor hleyptu svitastokknu stuði af stað á helstu diskótekunum.

Lag Donnu Summer, „I Feel Love“ (1977), sem hún vann með ítalska upptökustjóranum Giorgio Moroder, braut blað í sögu diskósins. Þess má geta að Þórir Baldursson vann náið með Summer og Moroder á þessum tíma.

Upprunalega spurningin sem barst Vísindavefnum er nokkuð sértæk og þar er lögð megináherslu á upphaf diskósins. Til að svara henni er rétt að fara nánar yfir hvaða aðstæður í samfélaginu og tónlistarmenningu þess hrundu af stað diskóinu. Diskótekin tóku að skjóta rótum þegar fólk fór að leika plötur í klúbbum í stað þess að ráða hljómsveitir. Það olli víða deilum í félögum tónlistarmanna á Vesturlöndum.

Hin belgíska Régine Zylberberg (Næturdrottningin) segist hafa verið fyrst til að þeyta skífum. Það var í París og nýtti hún sér tvo plötuspilara til að hafa þagnarlaust á milli laga. Deilt er um nákvæmar tímasetningar hvað hina og þessa frumviðburði varðar í sögu diskósins, en margir vilja rekja upphafið til heimilis David Manuso, sem var plötusnúður í New York. Hann rak einkaklúbbinn The Loft og þangað var aðeins sérvöldum gestum boðið. Fyrsta viðburðinn kallaði hann „Love Saves The Day“, og fór hann fram á Valentínusardag árið 1970. Mancuso lagði áherslu á að tónlistin væri sálarrík og taktviss og bæri boðskap vonar og stolts til viðstaddra gesta.

Kvikmyndin Saturday Night Fever kom út árið 1977 og hafði mikil áhrif, bæði á dansmenningu diskósins og tónlist. Gibb-bræður (Bee Gees) sendu diskóið með glans út í meginstrauminn.

Diskóið er fyrirbæri sem óx og dafnaði á áttunda áratugnum en ræturnar eru í hræringum sem áttu sér stað undir lok sjöunda áratugarins. Hugsjónir hippanna og andmenningin (e. counter-culture) sem þær báru með sér höfðu áhrif á hugmyndir fólks um femínisma, sjálfsveru, pólitík, mannréttindi og margt fleira. Í upphafi áttunda áratugarins var fæðingarstaður diskósins, New York, nokkuð stjórnlaus, þar var mikil fátækt og fólk bjó í ódýru húsnæði við magran kost. Innflytjendur frá Asíu, Karíbahafinu, Suður-Ameríku og fleiri „vanþróuðum“ ríkjum fluttu í unnvörpum til borgarinnar. Diskóið veitti fólki stundarfró frá erfiðum, oft kaldhömruðum, veruleikanum. Poppfræðingurinn Simon Frith segir að diskóið hafi sótt beinan innblástur í speki hippanna og það eigi við um bestu diskótónlistina að í henni renni einstaklega sterkir straumar samhygðar og vellíðunar („a remarkably powerful sense of collective euphoria“).

Skemmtistaðurinn Studio 54 er frægasta diskótek sögunnar. Hann varð heimsfrægur á diskótímabilinu, einkum vegna frægra fastagesta. Það þótti mikið stöðutákn að hafa greiðan aðgang að Studio 54.

Tengsl diskós og menningar samkynhneigðra eru mikil. Sú sena var áberandi í partíum áðurnefnds Mancuso. Samkynhneigðir bjuggu við ofsóknir, fangelsanir og beina lífshættu á þessum tíma. Þessar áhyggjur hurfu á verndarsvæði, eins og því sem Mancuso bauð upp á. Tónlistin studdi við þennan hóp, sem á líka vegu hampaði henni og hélt henni í deiglunni. Tónlistin sjálf var undir áhrifum frá ryþma og blús, sálartónlist, fönki og „go-go“. Diskóið var því „svart“, fyrst um sinn. Áhrif útgáfufyrirtækisins Motown voru mikil, en Supremes og Stevie Wonder áttu til dæmis lög sem voru nokkurs konar for-diskó. Sálartónlistin í New York og Philadelphiu fór þá að vera flauelsmjúk í upphafi áttunda áratugarins, silkiþræddir strengir og gerðarlegur hljómur undirstakk það sem í vændum var. Á árinu 1974 lenti diskóið síðan með látum meðal almennings og það ár fóru nokkur lög hátt á vinsældalista, til að mynda lagið „Kung Fu Fighting“ með Carl Douglas, sem er ein mest selda smáskífa allra tíma (11 milljónir eintaka).

Hugtakið „diskó“ er dregið af „discothèque“ sem þýðir plötusafn, líkt og „bibliothèque“ þýðir bókasafn. Vince Aletti var fyrstur manna til að skrifa um diskóið og nota orðið til að lýsa tónlistinni og menningunni í kringum hana. Það gerði hann í vikulegum pistli fyrir tímaritið Record World. Skrifunum hefur verið safnað saman í bókinni The Disco Files 1973–78: New York's Underground, Week by Week.

Neðanmálsgrein:
  1. ^ Þessar stefnur áttu eftir að verða afar áberandi á þeim tíunda og mynda nú rótfasta neðanjarðartónlistarmenningu.

Heimildir og ítarefni
  • Aletti, Vince. 2009. The Disco Files 1973-78: New York's underground, week by week. London: DJhistory.com
  • Brewster, Bill; Broughton, Frank. 1999. Last Night a DJ Saved My Life. London: Headline Publishing Group.
  • Dyer, Richard. „In Defence of Disco“. Gay Left, Issue 8, 1979.
  • Frith, Simon. 2008. „The Best Disco Record – Sharon Redd: “Never Give You Up” í McKee, Alan. Beautiful Things in Popular Culture. Hoboken: John Wiley & Sons.
  • Haden-Guest, Anthony. 1997. The last party: Studio 54, disco, and the culture of the night. New York: William Morrow.
  • Lawrence, Tim. 2016. Life and death on the New York dance floor, 1980-1983. Durham: Duke University Press.
  • Shapiro, Peter. 2005. Turn the beat around. London: Faber.

Myndir:

...