Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5287 svör fundust
Hvað er bogasekúnda?
Mikilvægur þáttur stjörnufræðinnar er að fylgjast með staðsetningum og sýndarstærðum fyrirbæra himinsins. Ekki er hægt að tilgreina fjarlægðir milli stjarnanna á himninum í metrum eða sentímetrum, og til þess að auðvelda sér mælingar tilgreina stjörnufræðingar fjarlægðir með hornmálum. Horn er opið milli tveggja l...
Er DNA manna flóknasta DNA sem vitað er um?
Erfðaefni mannsins er sett saman úr um þremur milljörðum kirnapara af DNA sem skiptast á 23 litninga. Þetta erfðaefni er reyndar í tveimur eintökum í líkamsfrumum, sem eru því kallaðar tvílitna. Kynfrumur hafa hins vegar aðeins eitt eintak af erfðaefninu, eru einlitna. Í erfðaefni mannsins eru talin vera 30-40...
Af hverju er svona erfitt að lesa minnisbækur Leonardó da Vinci?
Minnisbækur ítalska lista- og vísindamannsins Leonardó da Vinci (1452-1519) eru illlæsilegar fyrir margra hluta sakir. Þar ber fyrst að nefna að listamaðurinn notaði spegilskrift og byrjaði hverja línu hægra megin á blaðinu og skrifaði til vinstri. Þeir sem eru vanir að lesa óspeglaða skrift frá vinstri til hægri ...
Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?
Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...
Myndast nýjar fitufrumur þegar við fitnum?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Er það satt að þegar maður fitnar þá myndi líkaminn nýjar fitufrumur sem eyðast aldrei og því sé auðveldara að fitna aftur? Heildarmagn fitu í líkamanum, það er hversu feitur einstaklingur er, fer eftir tvennu - annars vegar fjölda fitufrumna og hins vegar stærð þeirra eða hve...
Hversu algengur er bandormur í mönnum á Íslandi?
Í dag eru engir bandormar landlægir í fólki á Íslandi, hvorki fullorðnir ormar né lirfustig þeirra sem kallast sullir. Fái menn í sig bandorm drepst hann fyrr eða síðar eins og allar aðrar lífverur og þá gengur hann niður með hægðum. Það fer eftir stærð bandormanna hvort menn verða þessa varir en þegar margra ...
Hver er réttarstaða manns sem stelur þýfi?
Hér snýr málið nokkuð ólíkt við eftir því hverjar aðstæðurnar eru. Skoðum þrjú dæmi:A stelur sjónvarpi frá B en B stelur sjónvarpinu sjálfur til baka. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu svo frá A. A stelur sjónvarpi frá B en C stelur sjónvarpinu aftur frá A til að skila B. Málið flækist nokkuð ef...
Getur þú sagt mér allt um stjörnuþokur?
Með stjörnuþoku, eða vetrarbraut, er átt við þyrpingu stjarna, geimefna og ýmissa lofttegunda, aðallega vetnis og helíns (en þau frumefni mynda 98% af masssa alheimsins). Þær mynduðust nær allar við þéttingu efnis við upphaf alheimsins. Stjörnuþokur eru gífurlega stórar. Til marks um það má nefna að áætlað er að í...
Er það rétt sem heyrst hefur, að hröðun letidýra sé minni en annarra dýra þegar þau detta niður úr trjám?
Letidýr lifa í Suður-Ameríku og þeir sem nenna geta lesið um um þau í svörum við eftirfarandi spurningum: Hvar finnast letidýr?Hvaða spendýr fer hægast í heiminum? Sígild eðlisfræði segir okkur að þyngdarhröðun allra hluta sé sú sama á tilteknum stað, um það bil 9,8 m/s2 við yfirborð jarðar. Þetta þýðir að fallh...
Af hverju ganga sumir í svefni?
Vísindavefurinn hefur fengið ótalmargar spurningar um þetta efni, svo spyrjendur komust ekki nándar nærri allir fyrir í spyrjendareitnum. Aðrir spyrjendur eru: Jón Bragi Guðjónsson, Kristján Kristjánsson, Viðar Berndsen, Hanna Lilja Jónasdóttir, Magnús Óskarsson, Þórunn Sigurðardóttir, Sigurlaug Jónasdóttir, Reyni...
Er hægt að vera lesblindur á kínverskt myndletur?
Já, það er hægt, en stundum sést öðru haldið fram. Má líklega kenna því um að árið 1971 birtist í hinu virta vísindatímariti Science grein eftir Rozin, Poritsky og Sotsky undir heitinu „Bandarísk börn, sem eiga við lestrarerfiðleika að glíma, geta auðveldlega lært að lesa ensku sem er rituð með kínverskum táknum“....
Hvers konar hljóðfæri er þeremín?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Ég heyrði að það sé til rússneskt hljóðfæri sem er spilað á án þess að snerta það. Er það satt og hvernig er það hægt? Hljóðfærið sem um ræðir kallast þeremín og var fundið upp árið 1920 (sumar heimildir segja 1919) af rússneska vísinda- og tónlistarmanninum Lev Sergey...
Hvers vegna ganga reikistjörnur eftir sporbaug?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?
Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...
Er möguleiki á því að vísindamenn hafi rangt fyrir sér um allar sínar uppgötvanir?
Í stuttu máli sagt: Já, það er möguleiki á því – en flestir myndu telja það afar ólíklegt. Vangaveltur um takmarkanir mannlegrar þekkingar hafa verið sem rauður þráður í gegnum sögu heimspeki. Til að þekking okkar verði traust er einn möguleiki að grundvalla hana á sjálfljósum staðreyndum, það er fullyrðingum ...