Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3257 svör fundust
Hvað er „supernova“?
Orðið supernova kemur upphaflega úr latínu og er samsett úr tveimur liðum. Sá fyrri, super-, merkir 'yfir-' eða 'ofur-', en sá seinni, -nova, þýðir 'ný' og er stytting á nova stella, 'ný stjarna'. Á íslensku er supernova kölluð sprengistjarna og lýsir það heiti ágætlega þessu fyrirbæri. Fyrir um 400 árum síðan ...
Hvernig þróuðust litir?
Litir hafa ekki orðið til með þróun; það er fyrst og fremst lífríki jarðar sem er talið hafa þróast frá einni örveru í öndverðu. Litur er einn af grundvallareiginleikum efnanna. Ef við lítum fyrst á frumefnin þá eru að vísu mörg þeirra í gasham við venjulegt hitastig og þá yfirleitt litlaus. En kolefnið í kolum...
Hvar í heilanum eru minningar geymdar?
Um þetta er meðal annars fjallað í ýtarlegu svari Jörgens Pind við spurningunni Hvernig fer heilinn í okkur að því að muna? Mynd sem sýnir hvernig mismunandi svæði heilans virkjast eftir því hvort við notum sjón- eða heyrnarsvæði heilans. Þar kemur fram að svokallaður dreki (e. hippocampus) gegnir mikilvægu hlut...
Hvað er HTML?
HTML (HyperText Markup Language) er svonefnt umbrotsmál fyrir tölvur sem lýsir því hvernig innihald vefsíðu birtist. HTML er grunnur allra vefsíðna á Internetinu. Með HTML er hægt að skilgreina texta, myndir, töflur, hlekki og fleira. Ein helsta nýjungin við HTML á sínum tíma var að með því var hægt að tengja sama...
Hvaða föðurhús eru þetta þegar einhverju er vísað til föðurhúsanna?
Með orðinu föðurhús er átt við það heimili sem einhver ólst upp á með foreldrum sínum. Orðasambandið að vísa einhverju aftur til föðurhúsa merkir að ‘vísa einhverju á bug og senda það aftur þangað sem það er upprunnið’. Þannig kemur vísunin í föðurhús. Í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er til dæmis þessi heimild ú...
Frumefni í stafrófsröð eftir íslenskum heitum
Tafla sem sýnir frumefnin í stafrófsröð eftir íslensku heitunum. nr.efnatákn enskt heitiíslenskt heitiatómmassi (g/mól) 89Ac *actinium aktín [227,0278] 95Am *americium ameríkín [243,0614] 51Sb antimony (stibium)antímon121,760 18Ar argon argon 39,948 33As arsenic arsen 74,9216 85At *astatine astat [209,9871] ...
Hvað er langt á milli jarðar og sólar?
Braut jarðar umhverfis sólina er ekki nákvæmlega hringlaga. Jörðin gengur eftir sporbaug, ofurlítið ílöngum ferli sem líkist hring. Vegna þessa er fjarlægðin til sólu ekki alltaf sú sama, þótt ekki muni miklu. Mesta fjarlægð jarðar frá sólu eru 152,1 milljón kílómetrar sem er um þremur hundraðshlutum meira en m...
Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin?
Spurningin í heild var svona: Ef ég stend á tunglinu, í hvaða átt rís sólin? (Í austri, held ég eftir að hafa hugsað málið)Það er rétt að sólin rís í austri á tunglinu. Hins vegar gerist það miklu hægar en á jörðinni, þar sem einn sólarhringur á tunglinu er heill mánuður, eða 29,53 jarðardagar. Ástæðan er sú að ...
Hver er munurinn á hvirfilbyl og fellibyl?
Hvirfilbyljir eða skýstrókar (á ensku tornado) eru ógnarhvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins, en fellibyljir (e. tropical hurricane, hurricane) eru víðáttumikil óveður sem ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Algengt er hins vegar að skýstrókar myndist í fellibyljum. Skýstrókar og fel...
Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?
Ástæðan fyrir því að hamstrar eru iðnastir á næturnar, hvort heldur er við leik eða næringaröflun, er sú að þeir eru svokölluð næturdýr eins og flest önnur nagdýr. Næturdýr velja, eins og nafnið gefur til kynna, nóttina fram yfir daginn til athafna. Ástæðunnar fyrir þessu atferli er eflaust að leita í langri þr...
Af hverju svitna hundar ekki en kæla sig í gegnum tungu og öndunarveg? Geta þeir svitnað á þófunum?
Á meðal dýra sem hafa jafnheitt blóð (e. endothermic) þekkjast tvær gerðir kirtla sem seyta efnum á yfirborð húðar. Önnur gerðin nefnist svitakirtlar, á ensku eccrine glands. Hin gerðin kallast fráseytnir kirtlar (apocrine glands). Svitakirtlar eru dreifðir um allan líkamann hjá nokkrum tegundum spendýra þar á ...
Hvað eru hryggleysingjar og hver eru helstu einkenni þeirra?
Alls eru til 35 fylkingar dýra samkvæmt núgildandi flokkunarfræði. Af þeim er aðeins ein fylking seildýra, en til hennar teljast hryggdýrin. Allar hinar fylkingarnar tilheyra hryggleysingjum. Samkvæmt núverandi mati eru tegundir hryggdýra í kringum 40 þúsund en fjöldi tegunda hryggleysingja er margfalt hærri, hle...
Hver er höfuðborg Brasilíu?
Höfuðborg Brasilíu heitir einfaldlega Brasilía. Hún varð höfuðborg 21. apríl 1960 en áður hafði Rio de Janeiro verið höfuðborgin. Borgin Brasilía er í Sambandshéraðinu (pg. Distrido Federal) og er miðstöð stjórnsýslu landsins, auk þess sem þar er að finna erlend sendiráð. Brasilíumenn höfðu lengi haft á dagskrá...
Hver er uppruni orðsins kleykir og hvað þýðir það?
Eftir því sem ég kemst næst lifir nafnorðið Kleykir aðeins í örnefnum sem ég kannast við frá tveimur stöðum. Annað er í Suðursveit og er Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól. Í Landnámu kemur kleykir fyrir sem viðurnafn Sigm...
Hver fann upp krullujárnið?
Krullujárnið er þekkt frá því snemma í sögu Rómverja. Á latínu nefndist það calamistrum, dregið af því að járnið var holað að innan líkt og reyr sem heitir calamus á latínu. Krulluhárgreiðslan kallaðist á latínu calamistrati. Krullujárnið, sem var hitað í viðarösku, er oft nefnt í ritum Síserós (106-45 f. Kr.) og ...