Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2699 svör fundust
Hvað eru hrúgurök?
Rökin sem þekkjast undir nafninu hrúgan (sorites, dregið af gríska orðinu um hrúgu) eru náskyld svokölluðum fótfesturökum og eru reyndar oft talin til þeirra. Meira má lesa um fótfesturök í svari höfundar við spurningunni Hvað eru sleipurök? Hrúgurökin voru vel þekkt meðal fornmanna. Sagnaritarinn Díogeneas Laertí...
Hvernig verkar geðlyfið Haldol?
Haldol eða halóperídól er elsta lyfið af flokki bútýrófenónafbrigða með kröftuga geðlæga verkun. Lyfið er sefandi (neuroleptic) og er því notað til að meðhöndla ýmiss konar geðraskanir. Verkun halóperídóls er á þann veg að það dregur úr virkni taugaboðefnisins dópamíns í heilanum. Lesa má meira um dópamín í svari ...
Hafa ljósmyndir eitthvert gildi sem sönnunargögn fyrir íslenskum dómstólum?
Mál fyrir dómstólum eru annað hvort einkamál eða opinber mál. Ákæruvaldið höfðar opinber mál til refsingar en einkamál eru höfðuð án aðildar ákæruvalds. Um margt gilda líkar reglur um meðferð einka- og opinberra mála fyrir dómstólum, en í sumum efnum er grundvallarmunur þar á. Um einkamál gilda lög nr. 91/1991, en...
Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?
Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...
Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?
Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...
Hvað er CDG-heilkenni?
Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...
Hverjir stóðu raunverulega að Tyrkjaráninu?
Ránsmenn árið 1627 voru kallaðir Tyrkir en það heiti á lítið sameiginlegt með Tyrkjum nútímans sem takmarkast við það Tyrkland sem varð til í byrjun 20. aldar og nær lítið út fyrir Litlu-Asíu (Anatólíu). Í margar aldir var orðið Tyrki notað sem heiti yfir alla múslima (múhameðstrúarmenn) sem bjuggu í grennd við Mi...
Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?
Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...
Á hvaða aldri fara börn venjulega að sofa í sérherbergi og hvernig er best að bera sig að?
Mjög skiptar skoðanir eru á því hvort og hvenær börn eigi að sofa í sérherbergi. Bæði geta þær skoðanir verið menningarbundnar og persónubundnar. Hafa þarf í huga að börn eru misjöfn rétt eins og fullorðnir. Sumum er alltaf frekar illa við að sofa einir á meðan öðrum finnst erfitt að sofa með öðrum. Flest börn fá ...
Hvernig er Reynisvatn myndað?
Stöðuvötn hér á landi hafa myndast með ýmsu móti. Í kennslubókum sínum lýsir Þorleifur Einarsson eftirfarandi myndunarháttum: Vötn sem fylla jökulsorfnar dældir eru algengust – kunnust eru Lögurinn í Fljótsdal og Skorradalsvatn, en einnig ýmis vötn í nágrenni Reykjavíkur eins og Rauðavatn. Jökulker eru dældir ef...
Hvort notar maður frekar hægra eða vinstra heilahvelið við nótnalestur?
Spurningin var svona í heild: Þegar maður les nótur (ég spila t.d. á píanó og les nóturnar þegar ég spila) hvort skynjar maður þær með vinstra eða hægra heilahvelinu? Spurningin er væntanlega sprottin af því að lestur og önnur úrvinnsla tungumáls fer aðallega fram í vinstra heilahveli hjá flestu fólki en tónlist...
Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...
Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?
Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...
Hvað ræður kyni barns?
Í stuttu máli má segja að kyn barns ráðist af því hvort Y-kynlitningur er í okfrumunni sem fóstrið þroskast af eða ekki. Þar sem Y-kynlitningar eru bara í körlum er það faðirinn eða öllu heldur sáðfruma hans sem ákvarðar kyn barns. Skoðum þetta aðeins nánar. Upphaf nýs einstaklings er þegar tvær frumur, eggfrum...
Hvað er Harðskafi?
Nýjasta bók Arnaldar Indriðasonar ber þetta nafn og sagt er í fréttum af útkomu hennar að hún heiti eftir fjalli fyrir austan. Örnefnið er að minnsta kosti til á fimm stöðum sem hér skulu nefndir: Fjall upp af Eskifirði (Múlasýslur, bls. 370; Eskja I, bls. 74; Árbók 2005:42, 119). Bratt og hátt hamrafjall með...