Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hver orti sléttubandið „Grundar dóma ...”?

Upphafleg spurning er á þessa leið:Í bókinni Látra-Björg eftir Helga Jónsson (Helgafell 1949) er vísa sem sögð er eftir Björgu: „Grundar dóma...” Í kennslubókinni Íslenska eftir Jón Norland og Gunnlaug V. Snævarr (1997) er vísan sögð eftir Jón Þorgeirsson. Hvort er rétt og hver var Jón Þorgeirsson?Í bók okkar Jóns...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru sækýr sjónlausar og þá af hverju?

Rétt er að þær tegundir sem tilheyra ættkvíslinni Trichechus (eiginlegar sækýr; enska manatee) eiga það meðal annars sameiginlegt að sjón þeirra er ekki vel þróuð. Því er ekki auðsvarað hvers vegna svo er en sennilega má rekja það til aðlögunar að umhverfinu. Það er einkum tvennt sem gæti skýrt að ekki reynir ...

category-iconTrúarbrögð

Hvers vegna líta rastafarar upp til Haile Selassie sem eins konar hálf-guðs?

Rastafarar líta ekki á Haile Selassie sem hálf-guð heldur sem guð að fullu, líkt og kristnir líta á Jesú sem guð en ekki hálf-guð. Haile Selassie I (1892-1975) var keisari Eþíópíu. Hann var sonur Ras Makonnen sem var ráðgjafi Meneliks keisara II og hlaut upphaflega nafnið Tafari Makonnen. Tafari giftist barnab...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig er nafnið Dagmar í eignarfalli?

Kvenmannsnafnið Dagmar beygist á eftirfarandi hátt: Nf. Dagmar Þf. Dagmar Þgf. Dagmar Ef. DagmararMeiri fróðleik um þetta nafn má finna í bókinni Nöfn Íslendinga eftir Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jónsson frá Arnarvatni (Reykjavík: Heimskringla, 1991). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað verða refir gamlir?

Þegar aldurinn fer að færast yfir villt dýr taka tennur að slitna og gulna og á það við um íslenska melrakkann sem önnur dýr. Þegar refir nálgast að fylla tug ára hefur tönnum fækkað og sérstaklega er algengt að framtennur vanti. Vígtennur eru orðnar slitnar og algengt er að krónan sé horfin við 10 ára aldur. Illa...

category-iconLandafræði

Hver er minnsta eyja heims?

Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga. Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilvik...

category-iconSálfræði

Af hverju þurfa mæður alltaf að vera svona forvitnar og tilætlunarsamar?

Auðvelt væri að svara þessari spurningu út frá almennu viðhorfi og ef til vill fordómum um „eðli kynjanna” sem svo oft er vísað til í daglegu lífi. Kunnara er en frá þurfi að segja að konur eru til dæmis almennt álitnar forvitnari - í merkingunni rýnandi eða hnýsinn - en karlar. Þær eru álitnar málglaðari, skrafhr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sigurnagli?

Íslensk orðabók eftir Árna Böðvarsson (Reykjavík: Menningarsjóður, 2. útg. 1983) gefur þessa skýringu:Segulnagli, málmnagli (t.d. á handfæri) festur í þar til gert gat sem hann getur snúist í. ...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?

Kínverska mun vera það tungumál sem flestir tala í heiminum. Á að giska fjórðungur jarðarbúa, eða hátt á annan milljarð manna, mun tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm og er svo mikill munur á þeim að málnotendur af mismunandi mállýskum skilja ekki hvor annan. Þó eru þessar mállýskur ekki ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Orðabók HÍ segir 'skeina sig' en er rétt að segja 'skeina sér'?

Sögnin að skeina hefur fleiri en eina merkingu. Í fyrsta lagi merkir hún að 'særa lítillega, veita einhverjum skeinu' og í öðru lagi merkir hún að 'hreinsa e-ð', til dæmis skeina flórinn það er 'moka flórinn'. Undir síðari merkinguna heyrir einnig 'að þurrka af endaþarmsopinu'. Í báðum merkingunum er sögnin áhr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er frummerking nafnorðsins „synd” og hverjar eru orðsifjar þess orðs?

Sú skoðun hefur mestan hljómgrunn að synd sé gamalt tökuorð sem unnið hafi sér sess í norður-germönskum málum fyrir kristin áhrif. Veitimálið sem orðið kom úr er fornsaxneska þar sem til var orðið sundia í merkingunni ‘yfirsjón, brot á réttri hegðun’. Orðið var einnig til í öðrum vestur-germönskum málum, í fornháþ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna er ekki hægt að nota orðið sexti í stað sjötti?

Frumtalan sex er notuð í einhverri mynd í öllum germönskum málum en einnig í öðrum málum innan indóevrópsku málaættarinnar. Í germönsku er grunnmyndin talin hafa verið *sehs. Hún hefur meðal annars stuðning í gotnesku myndinni saihs 'sex' (ai=e). Raðtalan var í fornu íslensku máli sétti og samsvarar til dæmis f...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju má ekki segja „hann er ruglaður eins og bróðir sinn”?

Eignarföll eintölu þriðju persónu fornafnanna hann, hún, það og eignarfall fyrstu, annarrar og þriðju persónu fleirtölu, okkar, ykkar, þeirra, eru notuð sem eignarfornöfn. Dæmi:Bíllinn minn/okkar er rauður en bíllinn þinn/ykkar er grænn. Hjólið hans/hennar er grænt. Línuskautarnir þeirra eru svartir. Eignarforn...

category-iconFöstudagssvar

Af hvaða tegund er apinn hennar Línu langsokks?

Þetta er rannsóknarefni sem mörgum vísindamönnum er hugleikið. Margt bendir til þess að herra Níels, eða herr Nilsson eins og hann heitir á móðurmáli Línu, sé af tegundinni Simius fictionalis. Þetta má til dæmis leiða af lestri bókanna um Línu (sjá Lindgren 1948; 1949; 1950). Heimkynni Simius fictionalis eru í sk...

Fleiri niðurstöður