Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4622 svör fundust
Hiti og kuldi hafa áhrif á frumefnin. En hvað eru hiti og kuldi?
Hiti í efni tengist hreyfingu smæstu efniseinda, til dæmis sameinda, frumeinda eða rafeinda. Því meiri sem hraðinn og hreyfiorkan eru að meðaltali, þeim mun meiri er hitinn. Kuldi er hins vegar í rauninni ekkert annað en skortur á hita! Orkan sem tengist hitanum og hreyfingu efniseindanna kallast varmi. Varmi h...
Hvað þýðir @ og hvers vegna er það notað í tölvupóstföngum?
@ er á ensku lesið 'at' og á íslensku hefur bæði verið stungið upp á þýðingunum 'á' eða 'á-merki', 'hjá' og 'að'. Uppruni táknsins er úr bókhaldi. Það var og er sett á reikninga og þýðir 'á', dæmi: 300 stk @ 5 krónur stk. Í þessu samhengi er táknið lesið sem 'at' á ensku og trúlega hefur það stuðlað að því að þ...
Hvers vegna myndast samgróningar, og er hætta á að þeir haldi áfram?
Samgróningar eru bandvefur sem myndast eftir aðgerðir eða bólgur í kviðarholi. Myndun þeirra tekur ákveðinn tíma en síðan hjaðna þeir eða mýkjast. Vonir standa til að samgróningar eftir aðgerðir minnki með nýjum aðferðum í skurðlækningum þar sem líffærin verða fyrir minna hnjaski. Samgróningar (adhesion) my...
Hvers vegna er talað um gúrkutíð þegar lítið er um að vera í fréttum?
Orðið gúrkutíð í merkingunni 'fréttasnauður tími' er fengið að láni úr dönsku, agurketid. Það er aftur á móti fengið úr þýsku. Þar er talað um Sauregurkenzeit, það er tíma (Zeit) sýrðra (saure) gúrkna (Gurken). Sýrðar gúrkur eru sérstakar litlar gúrkur sem lagðar eru í edikslög og hafðar sem meðlæti með kjöti ...
Hvort er rétt að segja „að taka rétta hæð í pólinn” eða „að taka réttan pól í hæðina”?
Orðasambandið að taka pól í hæðina er kunnugt úr nútímamáli. Það er dregið af orðasambandinu að taka pólíhæð eða að taka pólhæð en orðið pólíhæð er aftur dregið af danska orðinu, polihøjde. Orðin póll og pólíhæð eða pólhæð merkja hér 'viðmiðunarpunktur'. Orðatiltækið ‘að taka skakkan pól í hæðina’ er vel kunnug...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...
Hvað merkir hver röndóttur og hvaðan kemur það?
Orðasambandið hver röndóttur er notað sem vægt blótsyrði. Þau tvö dæmi sem fundust í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru úr bókum eftir Halldór Laxness. „Ja, hvur röndóttur“ sagði presturinn í Paradísarheimt og sama er að segja um biskupinn í Kristnihaldinu: „Ja hver röndóttur; það má ekki minna kosta. Áður fyrr ...
Fyrir hvað stendur skammstöfunin GSM?
Skammstöfunin GSM stendur fyrir ‘Global System for Mobile Communications’ sem mundi útleggjast á íslensku sem ‘heimskerfi fyrir farsímasamskipti’. Á íslensku hefur verið reynt að smíða mörg nýyrði yfir það sem á ensku kallast GSM eða Mobile phone, meðal annars hefur verið stungið upp á orðunum 'kortafarsími', 'hv...
Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við. Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglm...
Hvenær gýs Geysir aftur?
Þegar Geysir var upp á sitt besta um og upp úr miðri tuttugustu öld gaus hann af sjálfsdáðum jafnvel nokkrum sinnum á dag. Síðan hætti hann því og þá þurfti að örva hann sérstaklega með sápu. Slíkt er auðvitað óæskilegt til lengdar og gos lágu því niðri um allnokkurt skeið. Fyrir 5-10 árum var aftur farið að l...
Hvað gerðu víkingar sér til gamans?
Í svari Gísla Sigurðssonar við spurningunni Hvaða íþróttir stunduðu víkingar? kemur margt fram um skemmtanir og dægradvöl víkinga. Þar segir meðal annars frá átkeppni, kapphlaupi, kappdrykkju og glímu. Einnig er minnst á hestamennsku, sund, tafl, smíðar, bogfimi og margt fleira. Í Íslendingasögum segir nokkr...
Hvers vegna heitir vindurinn Kári?
Orðið kári (með litlum staf) merkir upprunalega 'vindur, vindhviða'. Það er samnorrænt og er til dæmis í nýnorsku kåre 'vindgustur'. Sögnin kåra er til í nýnorsku og sænskum mállýskum í merkingunni 'gola smávegis þannig að vatn gárast'. Sögnin kåra er til í nýnorsku og sænskum mállýskum í merkingunni 'gola smáve...
Getur það gerst að það rigni sjó eða fiskum?
Svarið er að nokkru leyti játandi: Það getur rignt sjó eða litlum fiskum við sérstakar aðstæður. Í miklu roki verður mikill öldugangur á sjónum og brim við ströndina. Sjávardropar þyrlast upp í loftið og það má vel kalla það rigningu þegar þeir falla aftur til jarðar, jafnvel þó að þeir fari ekki langt upp í lo...
Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?
Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...
Eru orðin „öðruvísi“ og „otherwise“ skyld?
Kvenkynsorðið vís í sambandinu öðru vís eða öðruvísi (sjaldnar öðruvísa, öðruvísu) merkir 'háttur, venja'. Það er til í nýnorsku sem vis í sömu merkingu og er bæði notað í kvenkyni og karlkyni. Orðið er einnig til í sænsku og dönsku sem vis. Í fornensku var orðmyndin wîs(e) og í fornháþýsku wîs(a), sbr. nútíma...