Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3499 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hver verða endalok sólarinnar og hvert förum við í kjölfarið?

Sólin okkar varð til fyrir um 4,6 milljörðum ára. Sólin er gríðarstór og er orkuforði hennar nægjanlegur til þess að hún skíni skært næstu fimm milljarða ára eða svo. Þegar kemur að endalokunum mun sólin í fyrstu umbreyta helíni í þyngri frumefni á borð við kolefni, nitur og súrefni og þenjast við það út. Þega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er algengt að ungir krakkar á Norðurlöndum séu ljóshærðir?

Líkt og spyrjandi bendir á er ljóst hár mun algengari hárlitur hjá börnum heldur en fullorðnum. Ljóst hár er jafnframt afar sjaldgæft hjá fólki sem ekki er af evrópskum uppruna, en fjölbreytni í hárlit er mun meiri í Evrópu heldur en gengur og gerist annars staðar í heiminum. Hárlitur stafar af litarefninu mela...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Sjást rauðir risar frá jörðinni? Getur verið að þessi mynd sem ég tók í Reykjavík sýni rauðan risa?

Já, frá jörðinni sjást nokkrir rauðir risar með berum augum, en það er hins vegar erfitt að segja til um hvort myndin sem spyrjandi tók sýni rauðan risa. Frá Íslandi séð eru stjörnurnar Aldebaran í Nautinu, Arktúrus í Hjarðmanninum og Pollux í Tvíburunum þekktustu rauðu risarnir sem sjást með berum augum, en ei...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?

Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hlutverki gegnir tönn náhvalsins?

Náhvalurinn (Monodon monoceros) er hánorræn hvalategund. Náhvalir eru algengastir við strandlengjur Kanada og Grænlands og austur eftir strönd Norður-Rússlands. Þeir sjást einnig undan ströndum Norðaustur-Síberíu og Alaska, en þó mun sjaldnar. Náhvalir finnast sjaldan sunnan við 70. breiddargráðu. Þó hafa náhvalir...

category-iconHeimspeki

Sér maður eitthvað sem er alveg svart ef það væri til?

Eins og kemur fram í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningu um skilningarvitin fimm virkar sjónskynið þannig í grófum dráttum að hlutirnir í kringum okkur endurvarpa ljósi sem ljósnæmar frumur í augum okkar nema svo. Litir hlutanna ráðast svo af bylgjulengdum þess ljóss sem þeir endurvarpa og samspili þess...

category-iconOrkumál

Af hverju nýtum við ekki vindorku í öllu þessu brjálaða roki á Íslandi?

Helsta ástæða þess að vindorka hefur lítið verið nýtt hérlendis er sú að kostnaður við að framleiða rafmagn með henni hefur verið mun meiri en fyrir vatnsafls- og jarðhitavirkjanir. Með hærra raforkuverði, þróun aðferða og bættri tækni, meðal annars betri nýtni vindmylla, verður vindorka sífellt raunhæfari valkost...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hversu löng er drykklöng stund?

Spurninin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaðan er "drykklöng stund" upprunnin og hversu löng er raunverulega drykklöng stund? Orðið drykklangur í drykklöng stund, drykklangur tími er samsett úr drykkur og lýsingarorðinu langur og segir í raun ekkert hvernig orðið er hugsað og hver tímalengdin er. Elstu he...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær hæfir skel kjafti?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo: Er það ekki rétt hjá mér að þegar sagt er að 'skel hæfi kjafti', þá sé það yfirleitt í neikvæðri merkingu? Og af hverju er orðatiltækið dregið? Orðasambandið þar hæfir skel kjafti er í þessari mynd kunnugt frá 19. öld. Fleiri afbrigði eru til af því og er hið elsta í Ritm...

category-iconVísindi almennt

Hvað merkja stórar tölur sem málaðar eru við enda allra flugbrauta?

Á enda allra flugbrauta eru máluð með stórum stöfum númer. Númerin gefa til kynna hvernig brautin liggur miðað við segulstefnu jarðar, það er að segja þá stefnu sem nál í áttavita vísar á. Í stað þess að nota tölur upp í 360, eins og gráður á áttavita, er notað tugakerfi þar sem fyrst er námundað að heilum tug...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla Háskólalestarinnar í Sandgerði

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Sandgerði laugardaginn 13. maí 2017. Þar reyndu Sandgerðingar og aðrir viðstaddir að leysa þrautir af ýmsu tagi sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Enginn náði að leysa allar þrautirnar, enda voru þær óvenjumargar í þetta skiptið. Jafnvægisþrautin þótti erfið og ...

category-iconHugvísindi

Af hverju eru erlend borgarnöfn þýdd eða þeim breytt í íslensku máli, til dæmis Lundúnir, Kaupmannahöfn, o.s.frv.?

Því er til að svara að nafnið Lundúnir er ekki þýtt, en í elstu heimildum var það Londinium (hjá Tacitusi 115-117 e.Kr.) eða Lundonia (hjá Beda um 730 e.Kr.). Í elstu heimildum íslenskum eru myndirnar bæði Lundún og Lundúnir og eru þær myndir ekki fjarri því sem Beda skrifar. Merking nafnsins er engan veginn ljós ...

category-iconHugvísindi

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla ...

category-iconHugvísindi

Hvaða hlutverki gegndi Períkles í sögu Aþenu?

Períkles er frægasti stjórnmálamaður Aþenuborgar. Hann var við völd frá 461 til 429 fyrir okkar tímatal. Sá tími er gjarnan nefndur Períklesaröldin. Hann var lýðræðissinni í aþenskum stjórnmálum en utanríkisstefna Aþenu varð hins vegar æ gerræðislegri á valdatíma hans. Þessi tilhneiging mun þó hafa byrjað fyrr. De...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er G8-hópurinn, hvaða ríki eru í honum og hvert er hlutverk þessa hóps?

G8-hópurinn (e. Group of Eight) er hópur átta stærstu iðnríkja heims; Bandaríkjanna, Þýskalands, Ítalíu, Frakklands, Japan, Bretlands, Kanada og Rússlands auk þess sem Evrópusambandið á fulltrúa í hópnum. Hópurinn er í raun óformlegt samstarf þessara þjóða á ýmsum sviðum sem er haldið gangandi með fundum ráðherra ...

Fleiri niðurstöður