Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5053 svör fundust
Af hverju er mannfólkið ekki allt eins á litinn?
Samkvæmt velþekktri þumalfingursreglu finnast dökklitaðir hópar dýra nær miðbaug en fölari hópar eru fjær miðbaug. Þessi regla gildir um flestar dýrategundir. Talið er að um sé að ræða aðlögun að veðurfarsaðstæðum á ólíkum breiddargráðum. Svo virðist sem allir menn verði sólbrúnir ef þeir eru í sól, bæði þeldök...
Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?
Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...
Af hverju eru blóm í mörgum litum?
Litir blómplantna hafa orðið til vegna tugmilljón ára samþróunar blómplantna og þeirra dýra sem þær reyna að laða að sér. Litskrúðugar blómplöntur eiga meiri möguleika á að laða til sín dýr sem sjá þá um frævun plöntunnar. Fjöldi plantna af öllum stærðum og gerðum eru til og blómin geta verið ótrúlega litskrúðug. ...
Af hverju veiða kettir fugla?
Stutta svarið við þessari spurningu er að það er í eðli katta að veiða. Þrátt fyrir að kettir (Felis catus) hafi verið húsdýr árþúsundum saman og ýmis útlitseinkenni ræktuð fram, eins og sést til dæmis hjá síamsköttum og norskum skógarköttum, þá hefur veiðieðlið ekki verið ræktað úr kettinum. Til marks um þ...
Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?
Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir ti...
Af hverju er talað um syndaseli, eru selir líklegri til að syndga en önnur dýr?
Orðið syndaselur er notað um þann sem talið er að hafi syndgað mikið, brotið af sér. Hann getur verið mesti þrjótur. Það þekkist í málinu að minnsta kosti frá síðari hluta 19. aldar. Fyrirmyndin er líklega danska orðið syndebuk sem aftur er komið í dönsku úr þýsku Sündenbock. Merkingin þar er ‛blóraböggull’,...
Hvenær voru vélbyssur notaðar fyrst í stríði?
Í vefútgáfu Íslensku alfræðiorðabókarinnar segir að vélbyssa sé „byssa (hlaupvídd 5,45-20 mm) sem hleypir af mörgum skotum í óslitinni röð meðan haldið er í gikkinn; fóðruð með skotfærum frá belti eða magasíni.“ Þessi Maxim-byssa á þrífæti er frá 1895. Fyrsta alsjálfvirka vélbyssan var hönnuð af Sir Hiram Stev...
Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?
Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...
Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Er fjallvegurinn Brattabrekka kenndur við bæinn Bratta eða kemur heitið frá því að brekkan er brött? Ef kennt við bæinn Bratta hvort á þá að segja: ég fór um Brattabrekku ..... eða Bröttubrekku? Í fjölmiðlum sýnist mér þetta vera sitt og hvað. Brattabrekka er fjallvegur ...
Hver er uppruni skulda ríkissjóðs?
Það sama gildir um ríkissjóð og aðra að ef tekjur nægja ekki fyrir útgjöldum og bilið er brúað með lántöku þá safnast upp skuldir. Skuldir ríkissjóðs á hverjum tíma eru því afleiðing af lántöku fyrri tíma. Rekstur ríkisins er þó afar flókinn og það sama gildir um eignir og skuldir ríkissjóðs. Það getur því ver...
Hvað er að „murka“ úr einhverjum lífið?
Elstu heimildir um sögnina murka virðast vera frá 19. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘sarga í sundur, skera með bitlausum hníf, tálga eitthvað niður’. Þannig merkir að murka úr einhverjum lífið að drepa hann hægt og seint. Notkunina má vel sjá af eftirfarandi dæmum sem öll er að finna í...
Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?
Orðið Beneventum er latneskt heiti bæjar sem í dag kallast Benevento. Hann er í Kampaníu á Suður-Ítalíu þar sem árnar Calore og Sabbato mætast. Í Benevento er sigurbogi Trajanusar frá árinu 114 e.Kr. sem sjá má á myndinni hér til hliðar og einnig vel varðveitt rómverskt leikhús. Bærinn hét áður Maleventum en Ró...
Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?
Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...
Hvað eru öreindir?
Öreindir (e. elementary particles) eru örsmáar einingar sem allt efni í heiminum er sett saman úr. Borðið í kennslustofunni, Esjan, tunglið, sólin, vatnið og þú, allt er þetta búið til úr öreindum. Öreindir eru ódeilanlegar einingar, það er að segja ekki samsettar úr öðrum ögnum. Vísindamenn rannsaka öreindir í ó...
Hvers vegna er ekki hægt að fara um Bermúdaþríhyrninginn?
Í svari HMH við spurningunni: Hvað er Bermúdaþríhyrningurinn? stendur: Bermúdaþríhyrningurinn svokallaði er svæði á Norður-Atlantshafi sem má afmarka með þríhyrningi sem dreginn er frá Miami í Flórída til Bermúda-eyja og þaðan til Púertó Ríkó. Þar hafa yfir 50 skip og 20 flugvélar horfið frá því um miðja 19. öld,...