Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5771 svör fundust
Hvert er rúmmál Vatnajökuls talið vera og hversu gott er það mat?
Vatnajökull er víðast hvar 400-700 m þykkur, um 400 m að meðaltali, en mest um 950 m. Alls er rúmmál hans um 3.200 km3 sem jafngildir um 30 m þykku íslagi jafndreifðu yfir allt Ísland. Nákvæmni matsins gæti verið 3%. Vatnajökull 22. september 1973. Mynd frá Landsat gervitungli. Þykkt jökulsins hefur verið mæld...
Við hvaða hæð eru mörk hálendis og láglendis miðuð og hvað er hálendið stór hluti Íslands?
Vafist hefur fyrir mönnum hvar mörk hálendisins lægju. Hafa sumir viljað miða við tiltekna hæð yfir sjó (oftast 200, 300 eða 400 m y.s), aðrir við byggðarmörk og enn aðrir við svokallaða „hálendisbrún“ sem er glögg, há og brött, víða um land. Munur er ekki alls staðar mikill á þessum mismunandi mörkum. Hálendin...
Er ölvaður ökumaður alltaf í órétti ef hann lendir í árekstri?
Skýrt er kveðið á um það í umferðarlögum að akstur ökutækis undir áhrifum áfengis er bannaður. Þetta kemur fram í 2. mgr. 44. gr., og 45. gr. laganna. Í 102. gr. laganna er kveðið á um að brot gegn 45. gr. laganna og segir þar að slík brot valdi sviptingu ökuréttar. Í 107. gr. a. er kveðið á um að hafi ölvunarakst...
Hvað eru gosbelti og hvar eru þau staðsett?
Gosbelti eru einfaldlega þau svæði á jörðinni þar sem eldgos eru tíð. Langflestar virkar eldstöðvar á jörðinni eru á flekamörkum, en svo nefnast skil milli fleka á yfirborði jarðskorpunnar. Flekmörk eru ýmist á þurru landi eða hafsbotni. Gosbeltin sjást vel á myndinni hér fyrir neðan sem fengin er úr bókinni Af hv...
Finnst fuglinn stari á Kanaríeyjum?
Upprunalega var spurningin svona:Af hverju er ekki stari á Kanaríeyjum? Fuglalíf á Kanaríeyjum er nokkuð fjölskrúðugt. Alls hafa fundist þar rétt innan við 400 tegundir, þar af sex einlendar tegundir, það er að segja finnast ekki annars staðar. Starinn (Sturnus vulgaris) á sér líklega rúmlega 40 ára sögu ...
Hvaða tæri er átt við þegar menn komast í tæri við einhvern?
Orðasambandið að komast í tæri við einhvern er kunnugt frá síðari hluta 18. aldar. Í íslensk-latnesk-danskri orðabók Björns Halldórssonar, sem unnin var undir lok 18. aldar en gefin út 1814, eru dönsku skýringarnar eftir málfræðinginn Rasmus Kristian Rask. Tæri er sagt merkja ‘Samliv’ (það er sambúð) og komast í t...
Er vitað hversu margar bjargdúfur eru hér á landi?
Bjargdúfur (Columba livia) urpu hér fyrst á Austfjörðum. Fyrst var varpið á Reyðarfirði, í Mjóafirði, á Eskifirði og í Berufirði. Síðar fór að bera á þeim á Síðunni austur af Kirkjubæjarklaustri og svo vestar, til dæmis í Mýrdalnum, undir Eyjafjöllin en einnig í Vestmannaeyjum og í Ölfusi. Aukin kornrækt er sjálfs...
Hvenær verður vöðvi kjöt?
Samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:1782) er orðið vöðvi notað um knippi af sérhæfðum vöðvafrumum sem geta dregist saman og slaknað til að hreyfa líkamann. Þetta á bæði við um menn og dýr. Kjöt er notað um hold, einkum vöðva. Ekki er mikill munur á notkun þessara tveggja orða. Við förum til dæmis út í búð til að ...
Hvernig er málshátturinn sem byrjar svona: „Nauðsyn er nytjanna...”?
Spurt er um málshátt sem hefst á „Nauðsyn er nytjanna ...” Ekkert dæmi er um þetta í seðlasöfnum Orðabókar Háskólans. Ekki hefur sambandið heldur í þeim málsháttasöfnum sem ég hef haft undir höndum. Mér flýgur því í hug að um upphaf vísuorðs í kvæði geti verið að ræða án þess að hafa fundið það. Ef frekari leit le...
Hvað er jarðhiti?
Jarðhiti er eftir bókstaflegri merkingu orðsins sá hiti í jörðinni sem er umfram þann hita er ríkir við yfirborð jarðar. Menn hafa lengi vitað að hiti fer vaxandi eftir því sem dýpra kemur undir yfirborðið. Fyrirbæri eins og eldgos og heitar lindir hafa alla tíð verið óræk sönnun fyrir þessu. Með aukinni nýtingu j...
Hvað eru sáðskipti?
Sáðskipti er það kallað þegar land er unnið (plægt og herfað) árlega eða með fárra ára millibili og sáð nýrri tegund nytjajurta hvert sinn. Hingað til hefur hugtakið sáðskipti verið nánast óþekkt hérlendis Ástæðan er meðal annars sú að fáar nytjajurtir geta vaxið að gagni hér á landi. Ræktun á Íslandi hefur snú...
Stækkar Ísland að flatarmáli vegna landreks eða minnkar það vegna sjávarrofs?
Rúmmál Íslands ofansjávar er um 50.000 km3 þar sem flatarmál landsins er 103.000 km2 og meðalhæð Íslands yfir sjó er um 0,5 km. Framleiðsla gosbergs í eldgosum miðað við síðustu 10.000 ár er hins vegar áætluð um 4,3 km3 á öld. Þetta svarar til þess að 43.000 km3 af gosbergi hafi myndast á milljón árum (m.á.), sem ...
Hvað er í brunablöðrum á húðinni?
Blaðra myndast þegar vökvi sem kallast blóðvatn eða sermi (e. serum) safnast fyrir undir húðinni. Vökvi þessi lekur úr nærliggjandi vefjum og er viðbragð við skaða sem húðin hefur orðið fyrir. Stundum fyllist blaðra blóði í stað blóðvatns og er þá talað um blóðblöðru. Blöðrur eru mjög misjafnar að stærð og get...
Hvað er vitað um töfrasteina eins og óskasteina og huliðshjálmssteina?
Trú á mátt töfrasteina er ævagömul á Íslandi. Í Grágás, íslenskri lögbók frá því um miðja þrettándu öld, er lagt bann við því að „fara með steina eða magna þá til þess að binda á menn eða fénað“. Til dæmis varðar það fjörbaugsgarð „ef maður trúir á steina til heilindis sér eða fé sínu“ (19). Af þessu má ráða að st...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...