Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4009 svör fundust
Hvað getur langreyður kafað djúpt og hversu lengi?
Langreyður (Balaenoptera physalus) er annað stærsta dýr jarðar á eftir steypireyði (Balaenoptera musculus). Fullorðinn langreyðartarfur getur vegið rúmlega 50 tonn og mælst rúmlega 18 metrar á lengd. Langreyðurin syndir hraðast allra reyðarhvala og er talin geta náð um 30 km hraða enda er hún nokkuð straumlínulaga...
Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?
Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...
Hver er uppruni orðsins tungl? Viðlíka orð virðist ekki vera notað í skyldum málum.
Orðin tungl og máni þekkjast þegar í fornu máli í ýmsum fornritum. Í Njáls sögu segir til dæmis: „Þeim sýndisk haugrinn opinn, ok hafði Gunnarr snúizk í hauginum ok sá í móti tunglinu“ (ÍF XII, bls. 193). Í kaflanum „Himins heiti, sólar ok tungls“ í Skáldskaparmálum Snorra-Eddu notar Snorri Sturluson máni sem eit...
Hvaða áhrif hafa sólvindar og sólblettir á jörðu?
Svör við spurningunni um sólvinda má lesa um í svari við spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? Lesa má um sólbletti í svari við spurningunni Hvað eru sólgos og segulstormur? Til viðbótar er spurt um áhrif sólbletta á hitafar á jörðinni. Vitað er að fjöldi sólbletta eykst og minnkar í sveiflu sem ...
Hvernig ala sniglar upp afkvæmi sín?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Sniglar ala afkvæmi sín ekki upp á nokkurn hátt. Æxlun snigla fer yfirleitt fram inni í kvendýrinu, það er innvortis frjóvgun eggfrumanna. Það þekkist þó meðal frumstæðra hópa fortálkna (sjá umfjöllun um undirhópa snigla í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...
Geta hýenur verið tvíkynja?
Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja (e. hermaphrodite). Slíkt þekkist meðal annars hjá sniglum og fiskum. Hýenur (Hyaenidae), líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Víða í dýraríkinu má finna dýr sem eru tvíkynja en hýenur, líkt og önnur spendýr, eru þó ekki tvíkynja. Myndin sýnir blettahýenu ...
Hvað er skammrif og hvaða böggull fylgir því?
Skammrif er annars vegar notað um stutt rifbein í kind, það er eitthvert af fjórum fremstu rifjunum en hins vegar um framhluta kindarskrokks (bringu, hrygg og fjögur fremstu rifin). Orðið er notað í tveimur orðasamböndum, það eru komin/farin skammrifin úr deginum ‘það er tekið að líða á daginn’ og þar fylgir böggu...
Hvort eru hvítabirnir land- eða sjávarspendýr?
Hugtakið sjávarspendýr nær til rúmlega 120 spendýrategunda sem dvelja mestan, ef ekki allan, sinn aldur í sjó eða eru háð hafinu um fæðu. Spendýr sem lifa að öllu eða mestu leyti í sjó eru hópar eins og hvalir (cetacea), sækýr (sirenia) og hreyfadýr (pinnipedia). Hvítabjörn að gæða sér á sel. Hvítabirnir eru...
Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira.
Histamín tilheyrir hópi efna sem nefnast lífræn amín. Önnur efni í sama flokki eru til dæmis tyramín (e. tyramin), dópamín (e. dopamin), tryptamín (e. tryptamin), serótónín (e. serotonin), pútreskín (e. putrescin), cadaverín (e. cadaverin), spermidín (e. spermidin), spermín (e. spermin) og agmatín (e. agmatin). ...
Í hvaða löndum eru engar moskítóflugur?
Þekktar eru um 3.500 tegundir fluga sem í daglegu tali nefnast moskítóflugur en eru tegundir innan ættarinnar Culicidae. Þær eru flokkaðar niður í rúmlega 40 ættkvíslir. Flestar eru ættkvíslirnar í hitabeltinu en tegundir af ættkvíslinni Aedes finnast á tempruðu svæðum jarðar, svo sem í Evrópu. Þess má geta að hei...
Hver fann upp sígarettuna og hvenær?
Frumbyggjar í Ameríku þekktu tóbakið löngu á undan Evrópubúum og notuðu það til dæmis við helgiathafnir. Astekar reyktu til dæmis reyrstilka fyllta með tóbaki, annars staðar voru tóbakslaufin kramin og þeim rúllað upp í hýði af maís eða öðrum jurtum áður en þau voru reykt. Laufin voru einnig tuggin. Á myndinni má ...
Hvers vegna fáum við stundum lög á heilann?
Þegar við hlustum á tónlist þá örvast svæði í heilanum sem nefnist hljóðbörkur (e. auditory cortex). Þegar við heyrum bút úr lagi sem við þekkjum getur hljóðbörkurinn fyllt upp í það sem á vantar af laginu. Í rannsókn sem gerð var við Dartmouth College voru lög, sem fólk þekkti vel, spiluð og síðan stöðvuð í 3-...
Hvað eru til margar tegundir af maurum?
Maurar (Formicidae) tilheyra æðvængjum (Hymenoptera) en það er ævaforn ætt með mikla útbreiðslu. Þeir finnast í öllum heimsálfum nema á Suðurskautslandinu. Maurar eru ekki hluti af náttúrlegri fánu nokkurra stórra eyja, svo sem Íslands, Grænlands og Hawaii auk margra eyja í Kyrrahafinu. Rúmlega 12.000 tegundu...
Hvað brennir meðalmaðurinn mörgum hitaeiningum í maraþonhlaupi?
Það er breytilegt á milli einstaklinga hversu mörgum heitaeiningum þeir brenna við ákveðnar athafnir, til dæmis við hlaup. Líkamsþyngdin hefur þar mikið að segja, þungir einstaklingar brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem eru léttari. Landslagið sem hlaupið er í skiptir líka máli því það krefst óneitanlega meiri...
Hvað eru gusthlaup?
Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið. Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð ...